Föstudagur, 14. september 2012
XB og kosningavíxillinn
Árið 2003 þá lofaði XB 90% sem kynnti undir þennsluna sem endaði með hruni.
Nú kemur annað frá XB. að hafa 4% þak á verðtryggingu. Hvaða heilvita fjármálastofnun mun lána með þessum skilirðum.
Kannski mun XB neyða ISL til þess að gera þetta. Enda hafa þeir góð tök þar. En ILS er í 100% eigu ríkisins og þetta mun kosta gríðarelgar fjárhæðir..... skattborgara þurfa til dæmis að henda 140milljörðum í ILS á næstunni.
Þetta er hræðileg hugmundi. XB menn eru kannski veikir fyrir lýðskrumi.
hvells
![]() |
Vilja lækka skuldir með sköttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. september 2012
ok solid
goes withaut saying.
Að sjálfsögðu fer ysta hægri og ysta vinstri ekki að vinna saman.
Nema þegar kemur að þjóðrembu, hræsðlu við útlendinga og ESB.
hvells
![]() |
Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
"Við höfum verið að spara og spara"
"Við höfum verið að spara og spara" segir formaðurinn.
En það er einmitt sem Guðbjartur var að gera. Hækka laun hjá forstjóranum svo hann fer ekki erlendis í annað starf. Það hefði kostað mun meira en launahækkunin í sjálfu sér.
En það er mjög fáir sem sjá þetta.... ef maður fylgist með umræðunni.
hvells
![]() |
Launahækkunin er hneyksli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
ESB umsóknin á hilluna.
Ef VG vill fá XB með sér þá verða skilirðin m.a að setja ESB umsóknina á hilluna eða setja hana strax í þjóðaratkvæðsigreiðslu.
En við skulum rétt að vona að "R-listinn" (xb,vg og xs) komist ekki til valda.
Við þurfum Sjálfstæðisflokkinn við völd hið fyrsta... hann er búinn að vera í skammakróknum nógu lengi.
hvells
![]() |
Segir stjórnarflokkana horfa til Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
Einróma?
Þetta var ekki samþykkt einróma
það voru 8 eða 11 þingmenn á móti.
vill biðja Hjört um að vanda sinn fréttaflutning
Þó að hann er í bullandi áróðri gegn ESB alla daga...... tæplega má kalla þetta fréttaflutning.
áróður er nærri lagi.
hvells
![]() |
Erfitt yrði að refsa Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
Fin tillaga en gagnslaus.
Þetta er fín tillaga. Að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda áfram. Það væri alveg ágætt og gæti skapað umræðu um ESB á einhverju vitmunalegu plani (stórefa það samt).
En þetta er í raun tilgangslaus tillaga. Þjóðin mun kjósa um samninginn þegar hann lyggur fyrir í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Það meikar ekki sens að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við eigum að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
hvells
![]() |
Kosið verði um aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
hvar?
Því er auðvelt að svara.
Ef skattar mundi lækka þá mundi umsvifin í atvinnulifinu glæðast og atvinnuleysi minnka með tilheyrandi sparnaði.
Álver í Helguvík og Bakka skapa rúmlega 136milljarða og gott betur.
Ef ríkisstjórnin stiður atvinnulifið og fjárfestingu þá koma þessir peningar strax.
En VG gerir allt til þess að halda atvinnulífinu og fjárfestingu (innlendri og erlendri) í gíslingu.
hvells
![]() |
Hvaðan eiga 136 milljarðar að koma? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
Þjóðin ræður.
Skiptir ekki máli hvað Jóhanna sagði.
ESB umsóknin er í ferli og þjóðin fær svo að kjósa um samninginn þegar hann lyggur fyrir.
nei eða já
hvells
![]() |
Talaði Jóhanna um ESB-umsóknina? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2012
Lógík hins týpíska skuldara
Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar.
Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan?
Spyrjum Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna forsendubrests". Jón kallar það forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er.
Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér."
Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru.
Er ekki mikið fyrir að birta heilu greinarnar og bæta litlu við. En ég tek undir hvert orð.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 13. september 2012
AMX vaktin.
Nú eru AMX kapparnir í ákveðnum vandræðum.
http://amx.is/fuglahvisl/18434/
Annarsvegar útaf ESB og hinsvegar útaf næstu kosningabaráttu til Alþingis.
Hún mun snúast um efnahagsmál.
Nú þurfa AMX kapparnir að ákveða sig. Er Ísland í volæði og allt ómögulegt hér vegna slæmra ríkisstjórnar. Eða er hér mikill hagvöxtur og allt í gúddí og við þurfum ekki að fara í ESB.
Hvort er það?
ESB eða vinstristjórnin áfram?
hvells