Kjördæmapotið

Ef Kristján Möller er góður í einhverju þá er það kjördæmapotið.

Hann nefnir Vaðlaheiðagöng.

Hann nefnir orkunýtingu í sínu kjördæmi (álver? vita umhverfissinnar í XS af þessu?)

Svo nefnir hann ekki t.d ESB umsóknina. Helsta stefnumál XS.

Er hann að bjóða sig fram sóló eða sem þingmaður Samfylkingarinnar?

hvells


mbl.is Kristján Möller sækist eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin óvissa

Það er engin óvissa með flugvöllin. Hann er á förum.

Það var farið fram íbúðarkosning í Reykjavík og meirihlutinn vildi flugvöllinn burt.

Það hefur verið teiknað skipulag og staðfest íbúðarbygging í Vatnsmýrinni.

Til staðfestingar komu Gísli Marteinn og Hjálmar í Kastljós í gær til þess að draga úr öllum vafa

http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/18092012/nytt-skipulag-fyrir-hafnarsvaedid

Hvet fólk til þess að skoða þetta myndband.

Þetta er fólk i stjórn OG stjórnarandstöðu... sammála. Sem gerist ekki oft.

hvells


mbl.is Vilja eyða óvissu um flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt yfirlýsing hjá BF

Við hér á blogginu höfum alltaf lagt mikla áherslu á að fólk tali skynsamlega þegar auka á ríkisútgjöld (eða lækka skatta).

Hvar á að skera niður í staðinn spyrjum við alltaf.

Oftast þegar á við verðtryggðu lánin sem allir vilja lækka. Hvar á að skera niður í velferðarkerfinu fyrir það?

 

 

Svo spyr BF sömu spurningar til Sjálfstæðis. Hvar á að hætta að veita þjónustu fyrir þessa skattalækkun?

Við bíðum svara

kv

Sleggjan


mbl.is Taka ekki þátt í innistæðulausum skýjaborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI-Sinnar og síðasta hálmstráið

Goldwin reglan:

Í stuttu máli er reglan svohljóðandi:

"As an online discussion grows longer, the probability of a comparison involving Nazis or Hitler approaches."

Nei- sinnar eru klárlega komnir á þetta stig. Hef undanfarið orðið mikið var við Godwin regluna á bloggi og Facebook síðustu mánuði. Gerði að gamni mínu og vistaði allar þessar myndir sem Nei-Sinnar hafa birt.

Læt þær fylgja hér:

fffffss

Alveg mjög gott innlegg í umræðuna ekki satt?

 

kv

aeerrtrrrttt

Sleggjan


Góð greining á gjaldeyrishöftunum

Hagfræðingarnir Yngvi Örn og Illugi Gunnarsson fara mjög vel yfir gjaldeyrishöftin og erfiðleikana í sambandi við þau.

Þetta er þáttur á Hrafnaþingi.  Þessi þáttur er klukkustund og bara farið yfir höftin.

Sumt gæti verið flókið. En þeir reyna að útskýra þetta fyrir hinn meðalmann.

kv

Sleggjan

 


Þökkum vinstri stjórninni.

Þetta er í rauninni sorgleg staðreynd. Norræna velferðarstjórnin vill ekki að við verðum á pari við t.d Danmörku þegar kemur að frelsi í viðskiptum. Þetta er stórundarlegt og klappstírur ríkisstjórnarinnar finnst þetta jákvæðar fréttir. Hvað er þá markmiðið? Neðsta sætið?

Það eru svona hlutir sem mun valda því að vinstri stjórnin mun ekki fá endurkosningu.

hvells


mbl.is Ísland á pari með Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb í boði Sleggjunnar

Hef heimildir hjá starfsmanni í Silicon dal að Facebook hyggst feta í fótspor Linked-In og bjóða upp á þann möguleika að sjá hver er að skoða prófílinn sem þú átt. Hver er að skoða myndirnar þínar o.s.frv.

"WHO´S VIEWED YOUR PROFILE".

Linked-In er aðalega myndasíða, einnig stór samskiptafaktor líkt og Facebook. Og Linked er að rukka fyrir þessa þjónustu.

Facebook hefur átt í vandræðum með hlutabréfaverð. Margir hafa ekki trú á tekjumöguleikum hjá Facebook. Spá mín er að ef Facebook byrjar að bjóða upp á "WHO´S VIEWED YOUR PROFILE" þjónustu gegn gjaldi þá bætist staða Facebook gríðarlega. 

Ég vill halda því fram að Facebook mun varla hafa áhyggjur af peningum í nánustu framtíð. Svo vinsælt held ég að þetta muni verða. 

Hégómagrirnd og forvitni einstaklings á sér engin takmörk.

kv

Sleggjan


Ábatinn við Evruna er 15 milljarðar

"Í nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum segir að mikill rekstrarhagfræðilegur ábati geti falist í upptöku sameiginlegs gjaldmiðils. Seðlabankinn tiltekur meðal annars viðskiptakostnað þegar gjaldmiðli er skipt vegna viðskipta.

„Slíkur ábati felst t.d. í því að þegar ríki hafa tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil fellur niður kostnaður við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan þegar greitt er fyrir viðskipti milli aðila sem búa sinn í hvoru ríkinu á sama myntsvæði. Hér á landi gæti þessi kostnaður lauslega áætlað numið um 5-15 ma kr. á ári. Óvissa vegna sveiflna í gengi gjaldmiðla skiptir einnig máli“ segir í skýrslunni, en þar eru dregnir upp fjölmargar ástæður með og á móti upptöku evru, eins og lesa má hér."

Hér er það svart og hvítu að ábatinn á EVRU aðild getur verið allt að 15 milljarðar. Það er gríðarleg fjárhæð sérstaklega í þessu niðurskurðarástandi í dag.

Almenningur mun hagnast gríðarlega á Evru aðild..... eitthvað sem fólk skal hugsa um þegar þau greiða atkvæði þegar ESB samningurinn lyggur fyrir.

hvells


mbl.is Viðskiptakostnaður 5-15 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostir Evruaðildar augljósir

"Jákvæðu atriðin væru aftur á móti aukin milliríkjaviðskipti, en utanríkisviðskipti Íslands eru í dag frekar lítil sem hlutfall af landsframleiðslu. Kemur fram í skýrslunni að umfang utanríkisviðskipta gæti aukist um 8-23%, en að jafnaði bendi rannsóknir til þess að viðskipti aukist um 10%. Í framhaldi af auknum utanríkisviðskiptum verði varanleg innlend framleiðsla meiri og landsframleiðsla á mann gæti hækki um 1,5 til 11% samkvæmt rannsóknum á ríkjum sem hafi gengið í evrusamstarfið. Að auki verði aðgangur að stærri fjármagnsmarkaði með engri gengisáhættu og lægri vöxtum."

Almenningur mun hagnast gríðarlega á Evru aðild... þvert á það sem NEI-sinnar hafa veirð að ljúga að almenningi.

hvells


mbl.is Lítill ábati af evruaðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá höfum við það. Nei-Sinnar hafa verið á villigötum

Evran besti kostur. Kemur skýrt fram.

 

Nei-sinnar tala um Kanadíska dollarann (!!!), Norsku krónunna, USD o.s.frv. Aldrei töluðu þeir um dönsku krónunna sem er kostur nr 2.

 

Uppgjöf Nei-Sinna er í nánd.

kv

Sleggjan


mbl.is Segja evruna besta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband