Sunnudagur, 7. apríl 2013
Sigmundur gleymir eða vísvitandi að villa um fyrir fólki
Sigmundur talar um að kröfuhafar þurfi að blæða við það að afskrifa verðtryggð lán.
Sigmundur gleymir að Íbúalánasjóður á langflest verðtryggðu lánin. Íbúalánasjóður er nú þegar á hausnum og þarf innspýtingu. Íbúalánasjóður er á ábyrgð ríkisins.
Öll niðurfærsla á lánum Íbúalánasjóðs verða á kostnað ríkisins. Fjölmiðlamenn hafa verið latir að benda á þetta atriði. Sérstaklega í ljósi þess að Sigmundur heldur fram að þetta kosti ríkissjóð ekki neitt.
kv
Sleggjan
![]() |
Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. apríl 2013
Ekki tilviljun
Þegar stjórnarskrámálið var í ferli. Þá var VG fylgið að mælast í fínu jafnvægi (þó ekki eins hátt og í kosningunum).
Þegar stjórnarskrámálið klúðraðist með hjálp VG þá hefur flokkurinn nánast verið mældur án þingmanna.
Lýðræðisvaktin sem leggur mikla áherslu á stjórnarskránna tekur fylgið þeirra að hluta. Vaktin með um 4%.
Ekki tilviljun.
Katrín má gráta stjórnarskráklúðrinu um þetta litla fylgi. Hvaða lýðræðisríki hunsar þjóðaratkvæðagreiðslu? Einmitt!
kv
Sleggjan
![]() |
Katrín: Það hafa verið átök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. apríl 2013
Skuldatryggingarálag síðustu ára
Skuldatryggingarálag er mjög mikilvæg tala.
Mælir líkurnar á því að ríki standi við skuldbindingar sínar.
Vextir taka mið af skuldartryggingarálagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. apríl 2013
Össur horfir öfundaraugum til Jóns Baldvins
Jón Baldvin er hetja í augum Eystrasaltslandanna. Honum er boðið í fínar veislur, gata nefnd eftir honum. Bara fyrir að viðurkenna sjálfstæði.
Össur horfir öfundaraugum á hann. Vill vera memm.
Össurri datt í hug að velja Palestínu til að komast í Jón Baldvins klúbbinn. Why not hugsaði Össur.
Á máli sem hann hefur ekki hundsvit á.
Persónulegur metnaður og upphafning gerir fólk blint stundum.
kv
Sleggjan
![]() |
Reyndu að beita Ísland fortölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. apríl 2013
Án orða.....
Laugardagur, 6. apríl 2013
Vondu útlendingarnir
Vondu útlendingarnir.
Hrægammasjóðir.
En hvað vakir í raun fyrir útlendingunum? Af hverju vilja þau ráðgjöf:
".......að hlutverk krónuhópsins sé að leita leiða um hvernig hægt sé að draga úr þeim áhrifum sem útgreiðsla krónueigna gæti haft fyrir fjármálastöðugleika á Íslandi."
Hvað segja þjóðernisöfgamenn núna?
kv
Sleggjan
![]() |
Aðstoðar krónuhóp kröfuhafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. apríl 2013
Framsóknarflokkurinn og tillögurnar í raun
Tökum dæmi með tillögurnar frá Framsóknarflokkinum:
Fólkið sem fékk afskrifað gengislánin. Segjum sem dæmi fjölskylda sem fékk afskrifaðar 6 milljónir af sínu húsnæðisgengisláni.
Getur fjölskyldan notað þessar 6 milljónir og farið heimsreisu? Keypt sér sumarbústað?
Svoleiðis eru tillögur Framsóknarflokksins.
Eru kjósendur hérna á klakanum virkilega svona auðtrúa?
kv
Sleggjan
![]() |
Tillögur Framsóknar valda bólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. apríl 2013
Viðtalið við sjálfan sig
Þetta viðtal var um hana sjálfa.
Hún tók viðtal við sjálfan sig. Fjölmiðlamenn geta verið soldið sjálfhverfir.
Viðmælandi var óþarfur. Sigmundur í þetta sinn.
Hann hefði getað verið heima hjá sér og fengið ís í heimsendingu, þægilegra.
Og kannski Kit Kat og Montain Dew með (íslenski kúrinn hvað).
kv
sleggjan
![]() |
Ætlaði ekki að gera Sigmundi óleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. apríl 2013
Hókus pókus
Hókus pókus flokkurinn á siglingu.
Sorglegt.
Þeir ætla að afskrifa lán án þess að það lendi á ríkinu.
Ef þeir ætla að nota 200 milljarða sem þeir fá úr kröfuhöfum þá er það peningur sem við gætum notað til að greiða niður skuldir ríkisins og sparað vaxtakostnað í framtíðinni.
hvells
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Gildishlaðin könnun
Ég lenti í þessu úrtaki.
Ég get sagt ykkur að spurningarnar voru mjög gildishlaðnar og settar fram með þeim hætti að menn voru að fiska eftir neikvæðum svörum.
Svarið var annaðhvort allt í himna lagi, engar skuldir og eintóm hamingja. En svar b) c) og D) var allt böl og svartsýni.
Það er enginn sem getur svarað a) (þ.e allt í himnalagi) því flestir eru að borga af einhverjum lánum.
Það er ekkert að marka þessa könnun.
hvells
![]() |
48,2% ná vart endum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)