Föstudagur, 5. apríl 2013
Vitfirra
Það er ljóst að hún Ólína er ekki með gott pólitískt nef. Þrátt fyrir að vera á Alþingi sem er dálitið sérstakt.
Samkvæmt henni þá á fylgi flokkanna að minnka eftir því hvað þeir eru í mikilli stjórarandstöðu.
Hún segir:
"Það furðulega er að Framsóknarflokkurinn sem hefur gengið fram með mjög áþekkum hætti skuli fljóta ofan á. "
Já, henni finnst furðulegt að Framsóknarflokkurinn er ekki að minnka í fylgi útaf málþófi og andstöðu. Heldur bara Sjálfstæðisflokkurinn.
Gæti verið að það er einfaldlega kolrangt að halda það að almenningur dæmir flokk eftir andstöðu þeirra við vinstri stjórnina.
Ég veit að henni líður þannig, enda í XS.
Þetta er dæmi um konu sem lifir í sinum fílabeinsturn og hefur ekkert skynbragð á fólkið í landinu, enda er hún ekki að fara á þing eftir kosningar.
hvells
![]() |
Framsókn hefur snúið á Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Umboðsmaðurinn
Nú er ljóst að umboðsmaður skuldara er klúður frá byrjun til enda.
Umboðsmaður skuldara og 110% leiðin átti að vera hin endanlega skuldalausn. Vinstri stjórnin lýsti því yfir að með þessu gætu allir fengið hjálp.
En hvað gerðist?
Umboðmaður skuldari afgreiddi sárafá mál í mánuði þrátt fyrir að kosta ríkið milljarða.
Ef við deilum kostnaði á þessari stofnun í fjölda mála sem þeir hafa leyst þá fáum við 8 milljónir per mál.
Það hefði í raun verið ódýrara að borga skuldurum bara beint 8 milljónir sem færi inn á lánið.
Vinstri menn hafa ofurtrú á opinberum stofnunum og þetta er dæmi um að við eigum að fækka opinberum stofnunum eins mikið og við getum.
Þær virka ALDREI.
hvells
![]() |
Sértæk úrræði duga ekki öllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Lausnin
Í fyrsta lagi þarf að afnema lágmarkslaun.
Lágmarkslaun er aðal ástæða atvinnuleysis og hindrar öryrkjum og minni hæfu fólki að vinna og afla sér reynslu svo þeir færast í hærra launastig síðar meir.
Það þarf að hvetja fólk til þess að fara á vinnumarkaðinn.
Lausnin er aldrei að henda peningum í vandamálið.
Það hefur aldrei virkað.
Öryrkjar hafa fimmfaldast seinustu ár og greiðslur margfaldast til þessa hóps.
Samt hefur vandinn aldrei verið meiri.
Það er sönnun þess að henda meiri pening í vandann virkar ekki.
hvells
![]() |
Gylfi: Lágtekjufólk fær enga aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Skegg keisarans
Þetta er deila um keisarans skegg.
Samfylkingin er að reyna að kasta reyksprengjum til að fela sitt eigið vanhæfni.
Það er vinstri stjórnin sem hefur haldið Helguvík í gíslingu en Bakki fékk sína fyrirgreiðslu af atvinnumálaráðherra. Enda Bakki í hans kjördæmi ásamt því að hann fílar ekki kanamellurnar og íhaldsmennina í Keflavík.
hvells
![]() |
Krefja Árna um afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Kosningavíxill
Þetta frumvarp var bara blekking.
Það átti að kosta 86 milljarða og var einungis lagt fram til að lokka til sín atkvæði. Sérstaklega jákvætt fyrir Katrínu menntamálaráðherra. Nýorðin formaður VG. Tilviljun?
Það er lítið um tilviljanir í pólitík.
hvells
![]() |
Ósátt við að frumvarpið var ekki samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Strax
Það þarf að selja bankana strax eftir kosningar.
Ég mæli með að fara Robert Wessman leðina http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/05/15/leggur-til-islensku-leidina-til-framtidar-sem-sparar-gifurlegan-vaxtakostnad-og-eykur-hagvoxt/
Fljótlega eftir söluna skal nota peningana til að greiða niður skuldir ríkisins.
hvells
![]() |
Engar formlegar viðræður í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. apríl 2013
ESB fyrir fólkið í landinu!
Nú er ljóst að heimilin í landinu borga 117 milljarða meira í húsnæði á ári en heimili í ESB.
Menn hafa verið að kvarta yfir að við munum borga með ESB einhver 1-2milljarða. Sú upphæð bliknar í þessum samanburði.
ESB fyrir fólkið í landinu.
Já við ESB
hvells
![]() |
Ég er ekki ástfanginn af ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Áfram
Þetta er mikilvægt mál.
Eins og maður getur betur búist við af hinu opinbera er að tilgangurinn er alltaf sætur en niðurstöðurnar eru alltaf vonbrigði. Svona gengur þetta fyrir sig alltaf.
En ég er sammála að þetta þarf að efla. Af krafti. Mikilvægt mál því barnaníð er ljótasti glæpur sem menn geta framið.
Ég styð það að leyfa lögreglunni að nota tálbeitur. Það sást í Málinu með Sölva að það er rík þörf á því. Ég veit að það er pólitiskt og lagalega vafasamt. En ég vill að það verður "zero tolarance" þegar kemur að barnaníð.
hvells
![]() |
Leita síður inn í opinbera kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Skynsamlegast
Ef búa á til stofnun þá er ég hlynntur að það verði þjóðhagsstofnun.
Ekki happdrættishús eða eitthvað þannig fáránlegt.
En á móti á að leggja niður stofnanir á borð við umboðsmann skuldara sem hefur ekki gert neinum gagn en kostað okkur milljarða.
hvells
![]() |
Ræða nýja þjóðhagsstofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. apríl 2013
Sigmundur skíthræddur fyrir nokkrum mánuðum
Skrýtið til þess að hugsa að Sigmundur færði sig í Norðaustur kjördæmið úr Reykjavík því hann hélt að Framsókn fengi engan þingmann þar á bæ.
Hann þorði ekki að taka slaginn og leggja allt í sölurnar í sínu eigin kjördæmi í Reykjavík. Sýndi ekki kjarkinn sem þarf. Heldur fór í öruggt skjól í sterkasta vígi Framsóknar.
Rangt stöðumat hjá honum Sigmundi því nú er orðið 100% að þeir ná þingmönnum í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Eftir stendur Sigmundur sæll á þingi með kjarkleysi á ferilskránni.
kv
Sleggjan
![]() |
Framsókn fengi 40% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |