Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Framsókn að missa vopnin sín
Það er orðið þannig að Framsóknarflokkurinn getur ekki uppfyllt sín kosningaloforð vegna þess að peningarnir eru ekki til. Það þarf allavega nokkurn tíma til að semja við kröfuhafa ef þeir á annað borð vilja semja.
Á meðan bíður almenningur.
Ef Framsóknarmenn séu eins góðir samningamenn og þeir halda fram. Dæmi hin fræga Noregsför Sigmundar http://www.amx.is/stjornmal/10378/
Guð hjálpi okkur ef XB fær fleiri atkvæði.
hvells
![]() |
Framsókn ánægð - sjálfstæðismenn brýna vopnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Rökrétt
Það er mjög rökrétt að fara ekki með kosningaloforð framsóknar í samningaviðræður. XB lofar einhverskonar jackpot sem á að nást við samningaviðræður sem flokkurinn þarf að fá strax.
Framsóknarflokkurinn er sama um þjóðarhag þegar kemur að kosningaloforðum einsog sannaðist í Rannsóknarskýrslu Alþingis
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 2003 er talað um að endurskipuleggja húsnæðismarkað í samræmi við markmið um Íbúðalánasjóð og hækka hámarkslánshlutfall í 90% af verðgildi eigna. Seðlabanki Íslands gerði úttekt á hugsanlegum efnahagslegum áhrifum hækkunar íbúðalána í samræmi við hugmyndir félagsmálaráðherrans Árna Magnússonar en þær voru:
1. Hækka hámarkslánshlutfall í 90% af verðgildi eigna.
2. Hækka lágmarkslán úr um 9 m.kr. í um 15,4 m.kr.
3. Húsnæðislán yrðu einungis veitt gegn fyrsta veðrétti.
4. Hámarkslánstími yrði styttur úr 40 árum í 30 ár.
Liður 1 og 2 eru til þess fallnir að auka eftirspurn á húsnæðismarkaði og þrýsta húsnæðisverði upp, seinni tveir liðirnir dempa þau áhrif. Seðlabankinn benti á að "[s]mávægilegar breytingar sem örva eftirspurn á tímum efnahagslegrar ofþenslu gætu aukið ójafnvægið í þjóðarbúskapnum og leitt til harkalegrar aðlögunar að því loknu". Seðlabankinn taldi því mikilvægt að ef yrði farið út í þessar breytingar þá yrði til dæmis hækkun hámarksfjárhæða frestað þar til eftirspurnarkúfurinn, sem fyrirsjáanlegur var vegna stóriðjuframkvæmdanna, væri að baki. Samantekt um ályktanir sem draga má af skýrslu Seðlabankans lýkur á þessum orðum: "Þá er mikilvægt að verði þessum breytingum hrundið í framkvæmd sé ekki slakað á þeim hluta tillagnanna sem lýtur að því að draga úr þensluáhrifum þeirra, þ.e. að lán Íbúðalánasjóðs verði á fyrsta veðrétti og að hámarkslánstími verði styttur í 30 ár."
Haustið 2003 hafði Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnið skýrslu um áhrif rýmri veðheimilda Íbúðalánasjóðs, það er liðar 1, og breyttrar fjármögnunar með útgáfu íbúðabréfa á húsnæðisverð og hagstjórn að beiðni Samtaka atvinnulífsins og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.Tímasetning var talin óheppileg þar sem verið væri að auka þenslu og eftirspurn á tímum mikilla stóriðjuframkvæmda og því myndi Seðlabankinn bregðast við með hærri stýrivöxtum en ella. Þá var varað við þeim langtímaáhrifum breytinganna að "skuldsetning íslenskra heimila [ykist] sem [ylli] því að hagkerfið [endaði] á lægri neysluferli en ella". Þetta var talið sérstakt áhyggjuefni því að skuldsetning íslenskra heimila var á þessum tíma þegar mjög há bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi.
Lið eitt og tvö var hrint í framkvæmd árið 2004 á meðan lið þrjú og fjögur var sleppt, þvert á ráðleggingar Seðlabanka Íslands.Við það bættist að vextir voru lækkaðir, um miðjan júlí 2004 lækkaði Íbúðalánasjóður vexti á útlánum úr 5,1% í 4,8%. Síðan lækkuðu útlánsvextir sjóðsins enn frekar nokkuð skarpt haustið 2004. Í byrjun október voru þeir komnir niður í 4,3% og fóru lægst í 4,15% þar sem þeir héldust frá 22. nóvember 2004 til 24. nóvember 2005. Hámarkslánsupphæð sjóðsins hækkaði einnig hratt á þessum tíma, úr 9,7 milljónum króna í byrjun árs 2004 í 14,9 m.kr. í lok árs, 15,9 m.kr. í apríl 2005 og 18 m.kr. ári síðar.
Einn þáttur sem jók verulega á áhrif breytinganna á húsnæðisfjármögnunarmarkaði var samkeppni Íbúðalánasjóðs við bankana. Á næstu vikum og mánuðum eftir að fjármögnun Íbúðalánasjóðs var breytt og útlánsvextir lækkaðir ásamt fyrirheitum um töluverða hækkun hámarkslána tóku viðskiptabankarnir að bjóða samkeppnishæf íbúðalán. Bankarnir buðu nú hærri lán en sjóðurinn, á sambærilegum vöxtum og að minnsta kosti framan af með frjálslegri viðmið vegna veðsetningar. Einnig buðu bankarnir endurfjármögnunarmöguleika án sölu en það gerði Íbúðalánasjóður ekki.
Það er ljóst að áhrif breytinganna á fjármögnun, lánsupphæðum og veðhlutföllum Íbúðalánasjóðs urðu meiri en spáð var fyrst þegar þessar hugmyndir voru kynntar. Það stafar af því að í þeim tillögum sem Seðlabankinn vann út frá var jafnframt gert ráð fyrir aðgerðum sem ynnu gegn þensluáhrifum þessara breytinga, þ.e. styttingu hámarkslánstíma úr 40 árum í 30 og kröfu um fyrsta veðrétt. Enda ítrekaði bankinn að ef ákveðið yrði að fara út í umræddar breytingar hjá Íbúðalánasjóði mætti alls ekki sleppa aðhaldshluta aðgerðanna.Aðhaldshlutanum var samt sem áður sleppt og það þrátt fyrir þá skoðun þáverandi fjármálaráðherra að það væri verulega varasamt. Hann taldi hins vegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum.Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi.
Fleiri lönd hafa glímt við húsnæðisbólur á undanförnum árum og eru þær nátengdar þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem nú gengur yfir. Í skýrslu sem unnin var fyrir breska fjármálaeftirlitið um reglugerðarviðbrögð við alþjóðlegu bankakreppunni er meðal annars stungið upp á því að setja reglur um hámark lána í hlutfalli við verðmæti eignar sem verið er að kaupa og sem hlutfall af tekjum lántakandans. Það er gert til að koma í veg fyrir hraðan útlánavöxt og óhóflegt eignaverð og dempa þannig hagsveifluna. Enn fremur er stungið upp á því að breyta leyfilegum lánshlutföllum eftir stöðu hagsveiflunnar. Það myndi vernda lántakendur og styrkja lánastofnanir. Þannig mætti til dæmis lækka leyfileg lánshlutföll þegar eignaverð hækkaði hratt og útlánavöxtur væri mikill. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að taka eigi til skoðunar að veita annað hvort Seðlabanka Íslands eða Fjármálaeftirlitinu heimild til að setja reglur um leyfileg lánshlutföll til að koma í veg fyrir óhóflega aukningu í skuldsetningu á þenslutímum.
hvells
![]() |
Ræddu aldrei stefnu Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Framsóknarflokkurinn með allt niðrum sig
Það hlaut að koma að því. Nú hefur það verið staðfest að Framsóknarflokkurinn er orðinn eins og keisarinn í ævintýrinu... í engum fötum.
Nú er nánast augljóst að Framsókn hefur lofað upp í ermina á sér og allt stefnir í svik Framsóknar. Eða gjaldrot ríkissjóðs.
Á eftir stendur Framsóknarflokkurinn með allt niðrum sig og boða þarf til nýjar kosningar.
hvells
![]() |
Segir loforð Framsóknar skaðleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Framsókn er í veikri samningstöðu við vogunarsjóðina
Sú glíma gæti þó tekið mörg ár til viðbótar.
Því miður eru nokkrir flokkar, Dögun, Framsóknarflokkur og Flokkur heimilanna, búnir að koma sér í þá þröngu stöðu að þurfa að flýta sér að semja eftir kosningar.
Það hafa þeir gert með því að lofa að nota peningana frá hrægömmunum til að uppfylla kosningaloforð sín.
Það spillir augljóslega samningsstöðu ríkissjóðs Íslands ef þessir flokkar verða kosnir í lok mánaðarins. "
http://andriki.is/post/47583848007
hvells
![]() |
Framsókn eykur forskotið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Hvaða vandi?
Það er mitt mat að þessi svokallaði skuldavandi er ekki eins alvarlegur og margir vilja halda. Hann er kosningaloforð allra flokka í dag.
Ef við skoðum stöðuna árið 1996 þá voru 11,8% heimila í vanskilum og 1995 voru 13% heimila í vanskilum við Íbúðarlánasjóð (sem hét þá Húsnæðisstofnun).
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/360954/
Árið 2012 höfðu 10% lent í vanskilum með sín húsnæðislán EÐA leigu.
http://www.ruv.is/frett/10-heimila-i-vanskilum-2012
Því er ég hugsi af hverju þetta málefni er blásið svona upp.
Er þetta hjarðarhegðunin í Íslendingunum. Fyrir hrun var hjarðarhegðun í að græða og grilla og núna eru allir að keppast um svæsnasta kreppuklámið.
hvells
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Nei sinnar með allt niðrum sig
NEi sinnar hafa alltaf sagt að við fáum engar undanþágur.
En það er búið að afsanna þá lýgi.
Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir NEi sinna og Heimsksýn manna.
Nú eru NEI sinnar með allt niðrum sig.
hvells
![]() |
Füle: ESB tekur tillit til séríslenskra aðstæðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
XB mun vinna til vinstri
https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=ufXu4DEZbKM
Ég þakka Sjálfstæðismönnum sem hafa yfirgefið flokkinn fyrir "frjálslynda vinstri flokkinn Framsókn".
http://www.mbl.is/frettir/forsida/2012/02/15/frjalslyndur_vinstri_flokkur/
Vinstri stjórn í næstu fjögur ár.
hvells
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. apríl 2013
Sammála Andríki
![]() |
Andríki varar við þeirri stórfelldu þjóðnýtingu einkaskulda sem nokkrir stjórnmálaflokkar lofa KV Sleggjan. |
Sunnudagur, 7. apríl 2013
Mikill vilji til þess að ganga í ESB
Skuldamál heimilanna er mikilvægast.
Af hverju er fólk skuldugt?
Jú, vegna gengisfalls og verðtryggingu.
Með ESB og Evru þá gerist ekkert af þessu.
Fólk vill ganga í ESB og taka upp evru og lága vexti og ENGA verðtryggingu.
hvells
![]() |
Skuldamál heimilanna mikilvægust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. apríl 2013
Ástæðan
Ástæðan fyrir því að einstaklingur fer betur með fé en hið opinbera
hvells
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)