Miðvikudagur, 8. maí 2013
ESB
Afnám tolla og lægra vöruverð fæst við inngöngu í ESB.
Almenningur græðir á ESB.
"Baráttumál íslenskra heimila, verslunar, stjórnmálamanna og verkalýðsforystu ætti að vera sameiginlegt og beinast gegn þeim sérhagsmunum, sem núverandi landbúnaðarkerfi verndar og lægri sköttum á almennar neysluvörur. Lækkun vöruverðs er baráttumál verslunarinnar og einfaldasta leiðin til kjarabóta fyrir íslensk heimili,"
Sammála þessu
Já við inngöngu Íslands í ESB.
hvells
![]() |
Svarar gagnrýni Einars Kr. Guðfinnssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. maí 2013
Báknið
Í skýrslunni segir:
"stjórnskipun og stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg sé í meginatriðum fyrir komið með ásættanlegum hætti, en á henni eru þó ýmsir hnökrar, ekki síst hvað varðar framkvæmd og eftirfylgni á mörgum sviðum"
Það sem mér finnst athugavert er þrennt:
-Framkvæmd.
-Eftirfylgni.
-Mörgum sviðum.
Að það eru hnökrar á framkvæmd á einhverju sviði er það þá ekki áfall fyrir viðkomandi svið? Hvað er svið annað en framkvæmd? Ef framkvæmdin er léleg hvað er þá gott? Að allir séu í góðu skapi á vinnustaðnum? Eftirfylgni er það sama. Og helst í hendur við framkvæmd.
"Mörgum sviðum" hvað þýðir það? Ég geri ráð fyrir að meirihluti af sviðum sé framkvæmdin slæm. Ef það væri minnihluti þá væri þetta orðað sem "nokkrum sviðum".
Það er brýnt verkefni að rýna í skýrsluna og gera betur.
hvells
![]() |
Borgarstjórn fylgir úttektinni eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. maí 2013
Portúgalska leiðin- Rök
Píratar er eini flokkurinn á þingi sem vill fara Portúgölsku leiðinna í fíkniefnamálum hér á landi.
Afglæpavæða neysluna.
Enda er áfengið helsta vandamálið. Löglegt að auki.
(hægt er að smella á mynd til að stækka)
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 7. maí 2013
Ókeypis ráðgjöf frá Sleggjunni
Gengi krónunnar er mjög sterkt núna.
Ég býst við því að krónan mun styrkjast enn fremur þegar líður á sumarið. M.a. vegna væntanlegs ferðamannastraums hingað til lands, líklega sá mesti frá upphafi.
Ef þú ert á leiðinni til Danmerkur í helgarferð og býst við því að eyða bara um 80-90 þúsund. Endilega nýttu þér allan gjaldeyriskvótann og keyptu fyrir 300þúsund íslenskar og geymdu heima hjá þér.
Ekkert að þakka.
kv
Sleggjan
![]() |
Raungengið ekki hærra frá hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. maí 2013
Nei- Sinnar lesið
Nú eru rökin um að Grikkland sé að verða gjaldþrota alveg fallin.
Enda voru þau aldrei marktæk. Af hverju ætti Ísland að breytast í Grikkland við inngöngu í ESB. Furðulegurm málflutningur.
Vandamál Grikklands eins og kemur fram í fréttinni:
Of miklar skuldir.
Of margir opinberir starfsmenn.
Of mikil skattsvik.
kv
Sleggjan
![]() |
Jákvæð teikn á lofti í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. maí 2013
Femínistar mega slaka á
Það er enginn alvarlegur jafnréttisbrestur á Íslandi.
Konur og karlar eru jöfn að lögum.
Í þessari grein kemur skýrt fram að kynjahlutföll eru jöfn í sambandi við eftirsóttustu starfskrafta.
Aðspurð um kynjahlutfall þegar kemur að hausaveiðum, segir Katrín að kynjahlutfallið sé orðið mjög jafnt. Við heyrum ekki lengur þessar setningar eins og ég heyrði fyrir 20 árum að betra væri að ráða karl í stað konu. Hún segir þetta atriði hafa gjörbreyst á síðustu áratugum. Þegar maður á samskipti við fyrirtæki eru þau bara að biðja um bestu lausnina, það skiptir engu máli hvort það er karl eða kona.
Þá er það komið á hreint.
Femínistar geta nú notað krafta sína að berjast fyrir réttindum kvenna í útlöndum. Þá sérstaklega í Mið-Austurlöndunum þar sem ástandið er virkilega slæmt fyrir utan Ísrael.
kv
Sleggjan
![]() |
Hausaveiðar í íslensku atvinnulífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. maí 2013
Formaður SUS með fína grein
SUS menn eru frjálshyggjumenn. Yfirleitt meira til hægri en flokkurinn sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn.
Þetta er eðli ungliða hreyfinga.
Davíð Þorláksson formaður skrifaði grein í Morgunblaðið.
Hann talar um 3 aðalatvinnuvegi Íslendinga: Sjávarútvegur, Ferðaþjónusta og Stóriðja.
Um Stóriðju segir hann:
Hann segir stóriðjuna njóta sérstakrar skattafyrirgreiðslu. Fyrirtækin þurfa jafnan ekki að greiða jafnháan tekjuskatt og fasteignagjöld og þeim er jafnframt lofað að skattarnir þeirra fari ekki yfir tiltekin mörk. Í þriðja lagi krefst stóriðjan þess að ríki og sveitarfélög leggi í ýmsan kostnað til að þjónusta stóriðjuna, svo sem vegaframkvæmdir með ærnum tilkostnaði, skrifar Davíð.
Hann segir stjórnmála- og embættismenn ákvaða hvar starfsemin á að vera staðsett og hversu umfangsmikil hún á að vera. Þetta fyrirkomulag í atvinnuuppbygginu hljómar kunnuglega og er nær samblandi af áætlunarbúskap og kjördæmapot en markaðsbúskap, skrifar Davíð sem segir almenning ekki einungis tapa og taka áhættu vegna þessarar uppbyggingar. Hver ný stóriðja er svo stór inn í okkar litla hagkerfi að allt atvinnulífið og öll þjóðin þarf að búa við hærra vaxtastig en ella meðan á uppbyggingunni stendur vegna þensluáhrifa þeirra. Hærra vaxtastig gerir öllum öðrum atvinnugreinum erfiðara að fjárfesta, m.ö.o. að skapa ný atvinnutækifæri. Ruðningsáhrifin á aðra og hugsanlega arðbærari fjárfestingu eru gríðarleg, skrifar Davíð.
Hann segir stuðningsmenn stóriðju benda á að atvinna sé grunvöllur velferðar og spyrja hvað menn vilji gera annað til að byggja upp atvinnu. Hann segir því vera svarað til að menn vilji eitthvað annað og það kalli á hlátrasköll frá stóriðjusinnum. En staðreyndin er sú að þetta eitthvað annað er alls ekki galið. Vísar það ekki einfaldlega til þess að það sé ekki stjórnmálanna að finna eitthvað annað að skapa störf? Hefur reynslan ekki kennt okkur að það sé hagkvæmast að eftirláta markaðnum að leysa úr því hvaða atvinnutækifæri sé besta að byggja upp, spyr Davíð sem segir hægrimönnum að láta vinstrimönnum eftir stóriðjustefnu.
Góður punktur hjá honum Þorlák. Ekki verk stjórnmálamanna að finna vinnu handa landanum. Nema ef þú ert sóvéskur vinstrimaður.
Sleggjan er reyndar ekki hlynntur því að loka álverssjoppunum sem þegar eru til. Heldur vill ég segja að það sé nú komið gott. Látum fólkið í landinu velja störfin, ekki stjórnmálamenn. Gerum bara skattaumhverfi og regluumhverfi aðlaðandi og það kemur að sjálfum sér.
kv
Sleggjan
Mánudagur, 6. maí 2013
Loforð
Eitt helsta loforð Sjálfstæðisflokksins var skattalækkun.
XB vildi ekki lofa lækkun heldur engöngu einföldun.
Ef XB fær þetta framgengt að lækka ekki heldur bara einfalda þá skil ég ekki afhverju XD er að gera í þessari stjórn þegar XB er með XD í rassvasanum.
En við sjáum til hvernig þetta endar.
hvells
![]() |
Ræða einföldun á skattkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. maí 2013
Saga USA
Skemmtileg framsetning af sögu USA á fyrrihluta 20.aldar
hvells
Sunnudagur, 5. maí 2013
Bæði betra?
XD menn voru að segja að XB leiðin væri of kostnaðarsöm.
XB menn sögðu að XD menn gætu ekki sagt mikið því XD leiðin væri nokkuð kostnaðarsöm líka.
Er niðurstaðan að fara báða leiðirnar. Þ.e skatta afslátta og kröfuhafaleiðina?
Er það ekki of mikið af því góða?
hvells
![]() |
Fóru saman út úr bænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |