Laugardagur, 4. maí 2013
Farið varlega í að efna loforðin
Tveir flokkar sem lofuðu mest.
Tveir flokkar sem hafa enga lausn í gjaldeyrismálum.
Ég vona að þeir slá allsvakalega af loforðunum og noti skynsemina. Lækka skuldir ríkissjóðs og stöðugleiki skal vera markmið númer eitt.
Það er ekkert vit í því að efna loforð og setja þjóðarbúið á hliðina í leiðinni. Enginn greiði gerður fyrir kjósendur.
kv
Sleggjan
![]() |
Í viðræður við Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 4. maí 2013
Framboð og eftirspurn
Karladeildin er vinsælli. Meiri peningar í spilunum. Ekkert flóknara.
Ef kvennadeildin væri vinsælli fengu dómarar hærri laun í þeim leikjum.
Hljómsveit sem er vinsælli fær betur borgað en ný óþekkt hljómsveit. Þó þeir spili með sömu hljóðfærunum.
Miðað við "lækin" á þessari frétt er fólk að setja þetta sem dæmi um jafnréttisbrestinn sem á ekki við rök að styðjast. Þið sem þykja þetta ósanngjarnt. Fjölmennið á kvennaleikina og bætið úr þessu sjálf.
kv
Sleggjan
![]() |
Meira greitt fyrir að dæma karlaleik en kvennaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. maí 2013
Hærri lágmarkslaun = meiri atvinnuleysi
hvells
Laugardagur, 4. maí 2013
Áhugavert
Það er mjög áhugavert að Framsóknarmenn vissu ekki hvað þeirra eigin kosningaloforð var í kosningabaráttunni. Það sýnir fyrst og fremst að Framsókn veit ekkert hvað þeir eru að gera.
Einnig mjög áhugavert:
"Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, bendir hins vegar á að ef þessir 300 milljarðar væru notaðir til að lækka skuldir ríkisins, en það skuldar um 1.500 milljarða, væri hægt að lækka árlegan vaxtakostnað ríkissjóðs um 13 milljarða. Áætlað er að ríkissjóður þurfi á þessu ári að borga 88 milljarða í vexti."
Væri ekki betra að spara okkur 13 milljarða á ári? Í stað þess að gefa fjármagnseigendum þennan pening?
Látum Framsón svara fyrir það.
hvells
![]() |
Báðir lofa skattaafslætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Laugardagur, 4. maí 2013
Minnihlutinn
Best væri að XD ver XB vantrausti og leyfi þeim að stjórna landinu og uppfylla sín hel-loforð.
Eftir að XB hefur komið landinu á hausinn í annað skiptið í röð þá munu aðrir taka við og XB mun mælast með frostmark næstu áratugina.
hvells
![]() |
Segir Framsókn tæpast stjórntæka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 4. maí 2013
Samhengið
Menn verða að líta á samhengið þegar fólk tekur svona stórar ákvarðanir. Dimmisjón er fyrir nemendur sem voru að klára stóran áfanga í lífi sínu. Klárað menntaskólann og hafa setið yfir bókunum sínum í marga mánuði.
Vissulega eru alltaf fáir sem skemma fyrir mörgum. En þessi ákvörðun skólameistarans var ekki skynsamleg.
Dimmisjón tíðkast um allt land. Ég vinn niðrí miðbæ og hef séð menntaskólanemendur dressaða upp og skemmta sér niðrí bæ. Þetta gefur bænum fjörugan blæ og ferðamenn finnast þetta mjög skemmtilegt.
Menn verða að skoða samhengið.
Það má ekki hugsa þannig að áfengi er vont og þeir sem eru að drekka eru vondir og því bera að loka þessu öllu.
Slæm ákvörðun og hún bitnar helst á nemendunum sjálfum sem voru ekki of ölvaðir og eingöngu að fagna þessum mikilvæga áfanga.
hvells
![]() |
Býsna stór hópur undir áhrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. maí 2013
Augljós vitleysa
Þetta var vitað fyrir.
Glórulaus vitleysa. Dæmi um hvernig EES samningurinn verndar okkur Íslendinga fyrir umboðslausa ráðherra sem setja lög framhjá Alþingi eins og einvaldar.
hvells
![]() |
Telur reglugerð ekki standast EES-samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. maí 2013
Árni
Árni Páll er foringi og ég veit að hann mun rífa Samfylkinguna upp á þessu kjörtímabili. Jóhanna á sök á þessu fylgistapi ásamt VG (og villiköttunum) sem gerði kjörtímabilið ekki létt.
Árni mun blómstra í stjórnarandstöðu. Hann lofaði stöðugleika. Það verður það eina sem fólk mun þrá eftir eitt ár þegar Sigmundur hefur dælt 300 milljörðum í hagkerfið með tilheyrandi óðaverðbólgu, viðskiptahalla og gengisfalli. Ásamt því að kála ESB umsókninni.
Árni mun birtast Íslendingum sem sannur foringi sem boðar stöðugleika, ESB og alþjóðlega mynt.
Mín ráð til Samfylkingarinnar er að hætta að rífast og fylkja sér á bakvið Árna Pál og koma svo nautsterk inn á næsta kjörtímabil. Reynslunni ríkari.
XS var ekki með stór kosningaloforð. Sem er gott til langs tíma. XB var með stór kosningaloforð sem er bara gott til skamms tíma
hvells
![]() |
Ólga eftir Íslandsmet í tapi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 3. maí 2013
Þegar lofað er of miklu
Svona gerist þegar lofað er of miklu.
Hollande er kannski alveg sama. Hann fékk sín 4 ár í embætti og þar við situr?
Er þetta kannski hugarfarið hjá Sigmundi?
Skiptir ekki máli hvort hægt sé að efna loforðið. Heldur komast til valda.
Eflaust er það þannig. Lýðræðið er á rangri braut með þessum loforðaflaumi.
kv
Sleggjan
![]() |
Vonin hefur breyst í vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. maí 2013
Lýðrskum og þjóðremba
Þetta er lifandi dæmi að lýðskrum og þjóðremba eru stórskaðleg.
Já kjósum um vera U.K í ESB. Og hvað svo?
Eru þessir kappar með einhverjar lausnir?
Það verður bara hlægilegt að fylgjast með þessum hálvitaskap í framtíðinni
hvells
![]() |
Undirbýr þjóðaratkvæði um veruna í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2013 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)