
Fimmtudagur, 3. október 2013
Krónan er stórskaðleg
Stærðfræðingur reiknaði það út að krónan kostaði okkur 110 milljarða á ári.
Nú segir Heiðar Már Guðjónsson svipað
Krónan er stórskaðleg
"Miðað við þróun verðlags á þeim auðlindum sem Ísland býr yfir ættu lífskjör hér á landi að hafa þrefaldast. Slíkt hefur hins vegar ekki gerst, meðal annars vegna íslensku krónunnar."
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/03/heidar-mar-island-fyrir-islendinga-virkar-ekki-vel/
hvells
Fimmtudagur, 3. október 2013
Hrafnista og áfengissalan
Fyrir rúmu ári síðan opnaði Hrafnista fyrir áfengissölu.
Fyrst og fremst til að þjónusta þá sem þar eru. Frjálsir einstaklingar.
Svo risu margir upp og ætluðu að hugsa fyrir þá sem hugsanlega vildu kaupa sér einhverntiman áfengi. Gamla fólkið mundi deyja áfengisdauða.
En hvað gerðist? Jú, rúmlega ár komið og ekkert vesen. Bölsýnismennirnir þurfa nú að svara fyrir þessa orðræðu.
http://www.visir.is/forystukonu-illa-vid-vinsolu-a-hrafnistu/article/2012707199941
Íslendingar eru með gullfiskaminni. Sleggjan mun á næstu dögum rifja upp gömul mál og reka staðreyndir ofaní þá sem voru eitthvað að bölsóttast. Eins og t.d. Hrafnistumálið. Stay tuned
Sleggjan
Miðvikudagur, 2. október 2013
strax
Við þurfum að fara portúgösku leiðina strax.
"In 2001, Portugal became the first European country to decriminalise possession of all drugs for personal use. The country introduced state-funded therapy programmes for abusers which have seen record number of people seeking help. Rates of HIV infection and drug-related deaths have also halved in the ten years since the new legislation."
hvells
![]() |
Fjölskyldan saman í kannabisrækt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. október 2013
Vandamál Obama
Miðvikudagur, 2. október 2013
Þögnin æpandi
Píratar skýra sig í höfuðið á The Pirate Bay. Ef þeir eru virkilega Píratar þá eiga þeir að sýna það í verki.
Í gær voru Píratar að láta sjá sig með mótmælendum og talandi gegn ríkisstjórnina með hefbundið vinstri hjal.
Á meðan er þetta í gangi.
Ef Píratar álykta ekki um þetta? Hverslags flokkur er þetta þá?
Svik við kjósendur.
hvells
![]() |
Neyðarúrræði rétthafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. október 2013
20% VSK
Markmiðið skal hafa eitt skattþrep í 20%.
Þessvegna er ég hugsi afhverju hann var að færa taubleyjur í 7% og svo sleppa að hækka hótelvaskinn í 14%. Það væri allavega að minnka bilið.
En AGS er búið að taka þetta út. En það segir.
"Virðisaukaskattur á vörur og þjónustu verður 20 prósent yfir línuna ef íslensk stjórnvöld taka ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur lægri skattprósentu á nauðsynjavörur ekki skila sér til þeirra efnaminni."
"sá tvöfaldi virðisaukaskattur sér hér er, sjö prósent á nauðsynjar en 25,5 prósent að aðrar vörur, flæki hlutina um of og leiði beinlínis til tekjutaps fyrir ríkið"
"Mælir AGS með að allar breytingar verði þó gerðar í skrefum. 20 prósenta flatur skattur yfir línuna myndi að mati sérfræðinganna lækka verðlag um 2,6 prósent."
http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/06/17/ags-maelir-med-flotum-20-prosenta-virdisaukaskatti-yfir-linuna-herlendis/
Hvellurinn er sammála þessari nálgun og ég vona að þetta verður stefnan.
hvells
![]() |
Vill lækka og hækka virðisaukaskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. október 2013
Sænska leiðin
Afhverju beitir Kennarasamband Íslands ekki fyrir því að koma að ávísunarkerfi. Fara sænsku leiðina. Bætir samkeppni á milli skóla, eykur hagkvæmni og gæði náms. Svo fá kennarar laun í samræmi við árangur og mannauð.
Þeir sem eru duglegir og færir fá hærri laun en þau vanhæfu.
En einsog staðan er í dag þá fá allri sömu laun og engin umbun fyrir góð störf... sem kemur niður á gæði kennslu.
hvells
![]() |
Rekstur skólanna mun þyngjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. október 2013
Glæsilegt
Erlend fjárfesting
Innspýting í atvinnulífið og byggingageirann.
5 stjörnu hótel sem trekkir að dýrari ferðamenn sem eyða meira.
Stuðlar að fleiri ráðstefnum í Hörpu sem er helst tekjulind hennar.
"tórviðburðir séu flestir haldnir í stórborgum, þar sem allur aðbúnaður sé til staðar og hótel fyrir stórstjörnur og auðugt fólk. Með því að byggja 5 stjörnu hótel verði skapaður grunnur til að taka á móti gestum fyrir slíka viðburði."
Ekkert nema jákvætt um þetta að segja.
hvells
![]() |
Fyrsta 5 stjörnu hótel landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. október 2013
Framsóknartékkinn
Eftir kosningar þá voru margir að bíða eftir "framsóknartékkanum"... stærsta kosningaloforð í sögu lýðveldisins.
En það verðist vera þannig að eini tékkinn sem þjóðin fær frá Framsóknarflokknum er í skuld... beint frá Íbúðarlánasjóð.
XB- sér um sína.
hvells
![]() |
Ríkið leggur ÍLS til milljarða næstu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. október 2013
Arðgreiðsla Landsbankans í gær
Það hefur ekki farið mikið fyrir arðgreiðslu Landsbankans í gær. Enda er það ekki í "týsku" að segja jákvæðar fréttir af bönkum.
En Landsbankinn greiddi íslenska ríkinu 10milljarða í arð 1.október sem nemur 39% af hagnaði seinasta árs.
hvells
![]() |
Sex milljónir á klukkustund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |