Pólitiskt þrek eða lýðskrum

Það er klárt mál að Sigmundur skilur ekki heildarmyndina. Hann hugsar bara að leigugjaldið hefur fengið þessa og þessa umfjöllun í fjölmiðlum.

Vissulega hljómar þetta illa. Að byrja að rukka "sjúklinga".

En er það sanngjarnt að rukka komugjöld? 

Er það þannig að ef þú ert veikur og þarft að hitta lækni nokkrum sinnum í viku í stuttan tíma þá þarftu að borga tugi þúsunda en ef þegar þú verður laggður inn og notar mun meiri þjónustu og skattfé þá færðu allt frítt?

Sigmundur hefur ekkert pólitiskt þrek einsog Bjarni Ben. Svo eru fáur eins veikir fyrir lýðskrumi og þessi drengur...... enda vann hann forsætisráðherrastólinn fyrir stærsta kosningarloforð og lýðskrum frá stofnun lýðveldisins...    hann hefur viðurkennt það sjálfur. 

hvells


mbl.is Hætt við legugjald ef 200 milljónir finnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágmarkslaun..... ekki allt sem sýnist

hvells


Samfélagið

"Áætlað er að heildarveiðgjöld fiskveiðiársins nemi tæpum 10 milljörðum. "

"Á síðasta fiskveiðiári nam heildarupphæð veiðigjalda 12,8 milljörðum kr."

 Allt tal um að samfélagið fær enga "leigu" af auðlindum sínum er einfaldlega rangt.

Leiðréttist hér með.

hvells


mbl.is Fyrsta lota veiðigjalda 5,2 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæð

Þeir eru ekki mikið "sjálfstæð" ef þeir eru að mjólka ríkisspenann.

hvells


mbl.is „Óskiljanleg“ ákvörðun ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

úps

Kaldhæðnislegt að Gunnar (aðal NEI sinninn) sé í vandræðum með fé til Matís.

Hann hafnaði sjálfum gefins pening frá ESB í þetta verkefni... sem hljóðaði uppá milljarða.

En í staðinn er Gunnar að stuðla að minni tekjuafgang.

Vel gert Gunnar.

Með allt niðrum sig.

hvells


mbl.is „Þar fer einn fimmti af afganginum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð lausn

Það væri góð lausn að lækka fyrirtækjaskatta niður í 10%.

Í staðinn fyrir að taka peninga úr fyrirtækjunum og gefa þeim þá svo aftur í formi styrkja.

Fyrirtæki skapa störf... ekki stjórnmálamenn.

Steingrímur á erfitt með að skilja það. 

hvells


mbl.is „Anda með nefinu; klukkan er ekki orðin ellefu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvartaði ekki

Ég fór í tannréttingar fyrir ekki svo löngu.

Það kostaði mig svona 700-800þúsund allt í allt.

Engin niðurgreiðsla frá ríkinu.

Ég kvartaði ekki við sálu.

 

hvells


mbl.is Milljón úr eigin vasa í meðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt ruglið

Þetta er enn eitt ruglið hjá honum Frosta.

Hann hefur greinilega lagt gaddakylfuna og haglabyssuna á hilluna og einbeitt sér að tómri tjöru í staðinn.

"Þess vegna hafa söluaðilar neyðst til að setja álag vegna greiðslufrests inn í verðlagið," þetta er einfaldlega rangt.

Frosti er eitthvað ruglaður þessa dagana. Lærður viðskiptafræðingur en kallar sig rekstrarhagræðing, ætlaði að gefa fólki Framsóknartékkann í sumar en í staðinn fá skattborgarar framsóknarskudina beint í hausinn með 230milljarða tapi Íbúðarlánasjóðs....   en besta sem Frosti dettur í hug er að djöflast í greiðslukortum.

hvells


mbl.is Þykir óréttlátt að þeir sem staðgreiði borgi álag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

týpískt

Hún vill skera allt niður nema hjá sjálfum sér.

Vel gert

Ekkert prinsipp... 

hvells


mbl.is „Er að springa úr reiði og vonbrigðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Satt og rétt

"Hins vegar sé ljóst að flugvöllurinn þurfi að fara. Það sé bara spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær. "

"Að sögn Jóns er það  niðurstaða flestra sem skoða borgarskipulagsmál í Reykjavík af einhverju ráði að þessi flugvöllur þarf að fara."

Þeir sem vilja flugvöllinn í RVK hafa ekki kynnt sér málið eða hafa ekki hundsvit á málinu. 

"Hann þarf að flytjast. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að það mun fjölga töluvert í Reykjavík og okkur vantar byggingarland. Vatnsmýrin er mjög ákjósanlegur staður til þess að byggja. Ef við byggjum ekki þar þarf að halda áfram að byggja langleiðina upp í Bláfjöll. Það mun þýða aukinn umferðarþunga, fleiri umferðarslys, meiri svifryksmengun, aukinn kostnað og svo framvegis. Við myndum í raun fara inn í ákveðin vítahring með því að horfast ekki í augu við þetta vandamál."

 

Jón Gnarr veit hvert hann er að fara í þessu máli.

hvells


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband