Tekjuskattur. Skattþrep.

 

Nú hafa flestir skilað inn sinni skattskýrslu. 

Hvernig verður þetta hjá skattmanni á þessu ári?

 

Tekjuskattur 2012

Á vef fjármálaráðuneytisins hafa verið birtar upplýsingar um skattheimtu einstaklinga á næsta ári. Á árinu 2012 verður staðgreiðsla tekuskatts eftirfarandi:

Skattþrep

Viðmiðunartekjur á mánuði

Staðgreiðsluprósenta

1. þrep

0 -230.000 krónur

37,34%

2. þrep

230.001 -704.366 krónur

40,24%

3. þrep

Yfir 704.367 krónur

46,24%

Persónuafsláttur verður 46.532 krónur á mánuði. Skattleysismörk á mánuði eru því 124.617

 

hvellurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég borga á fyrsta og öðru þrepi.

Hef ekki verið svo heppinn að komast á þriðja þrep hehe.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 21:33

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nei það er helvíti hátt maður.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 22:37

3 identicon

Neðstu mörkin á öðru þrepi er frekar lágt. 230kall.

Skrýtið að "velferðarstjórnin" hækkar skattinn við svona lágt þrep.

330kall væri eðlilegt.

sleggjan (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 23:25

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

og hátekjuskatturinn 600þús......

en svona er þetta

það er spurning um það hvort það sem tilviljun að þingfarakaupin eru akkurat að sleikja 3skattþrepið hehe

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 23:37

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er frábær leið til að letja framleiðni, hamla hagvexti og senda restina að hagkerfinu underground. Húrra fyrir kommunum. Ætli þetta dragi úr fólksflóttanum?  Þið eruð vonandi sáttir, enda ætlið þið að lifa á aumingjastyrkjum alla ævi.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2012 kl. 02:34

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Steinar.

Sá sem skrifaði færsluna er Sjálfstæðismaður og er algjörlega á móti þrepaskiptingu. Hærri jaðarskattur (ef þú veist hvað það er) er letjandi.

Framleiðni getur verið sú sama þrátt fyrir það.

Þú hefur örugglega ekki hugmynd um hvað framleiðni er.

Ég er kapitalisti. Ég er viðskiptafræðingur og vinn hjá einkafyrirtæki og stunda mastersnám samhliða vinnu ásamt að reka mitt eigið fyrirtæki. Ég vill ekki sjá aumingjastyrki og hef aldreið þegið svoleiðis.

Mér finnst gaman af fjörugum umræðum en mér leiðist svona rugl skot úti loftið þegar þú ert að ásaka fólk um að vera eitthvað sem það er ekki.

Ertu ekki sammála því að þú þarft aðeins að endurskoða álit þitt?

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2012 kl. 09:43

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er sammála flötum skatti.

Bæði tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt.

Því fyrr því betra

Auðveldari skattkerfi er hagkvæmast

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2012 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband