Hvenær ætlar kona að tala um efnahagsmál

Ég er áhugamaður um jafnrétti.

Það hefur náðst hér á landi í lagalegum skilningi og launum (það þarf bara taka tillit til allra þátta eins og reynslu, menntun og YFIRVINNU).

En svo er það frjálst hvort konur vilja vera í fjölmiðlum , koma sér á framfæri eða blogga (öllum frjálst að stofna bloggsíðu, en karlmenn einu sem nenna því).

 

Það var frétt í gær um að konur fá ekki að fjalla um efnahagsmál í fyrstu frétt í fréttum. 

Það er vegna þess að konur hafa ekki efni á þessu. Vikan, Smartland Mörtu, bleikt.is og hún.is súmmerar upp ágætlega megináhugamál kvenna (meirihluti kvk les þetta og er að halda þessu uppi, óumdeild staðreynd). Ástæðan er mér hulin. Af hverju eru kvk alltaf að lesa svona heilaleysu?

 

Aftur að fyrirsögninni. Hvenær var skelegg kona að tala um efnahagsmál. Síðast þegar ég man var það Guðrún Jóhnsen í Janúar á þessu ári. Svo hafa liðið margir mánuðir.

http://kvennabladid.is/2014/01/20/gudrun-johnsen-skrifar-bok-um-hrunid/

Öllum konum er frjálst að fjalla um þessi mál. Ekkert feðraveldi sem er að trappa þau niður. Það er ímyndun. Það vantar grein eftir kvk í öll blöð. Fréttablaðið, Moggann, Kjarnann, nefnið það. Þessi blöð eru ekki með "þöggun". Bara skrifa vandaða grein.

 

Hvet konur til þess að láta sig þessi mál varða í jafnréttislandinu Íslandi.

kv

Sleggjan


mbl.is 253 konur á móti 73 körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband