Kostningaloforð??

Kostningar nálgast óðfluga og kostningarloforðin streyma inn um bréfalúfur okkar  Reykjanesbæjinga og eflaust víðar á landinu. En ég er svona að lesa með öðru auganu þessi loforð hjá þessum framboðum í bænum og sé svona ekki alveg hvernig hægt er að framkvæma sumt af þessum loforðum. Það er einsog þeir sem eru á þessum framboðslistum skilji ekki mörkin milli valdanna hja bæjarfélögunum annarsvegar og hinsvegar ríkisvaldinu. Nokkur dæmi........

Álver: Allir í framoði í Reykjanesbæ nema VG eru fylgjandi álveri í Helguvík. Allt gott með það. Það er fínt að bjóða fram lóð fyrir álver og beita þrýstingi til að álverið muni rísa á lóðinni. En endanleg ákvörðun er hjá ríkisvaldinu. Við getum ekki skipað iðnaðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu til að reysa álver á Helguvík . Var ekki annars búið að ákveða að hafa það á Húsavík ? Allavega lengra komið þar en í Reykjanesbæ. Þessvegna eiga flokkar að passa sig að LOFA ekki álveri ef þeir fá góða kostningu. Heldur bara LOFA því að beita þrýstingi fyrir álveri í Helguvík til stjórnvalda á landsvísu. Svo hvort að stjórnvöldin láti til leiðast er annað mál :P

Landhelgisgælsa: Fá Landhelgisgæsluna til Keflavíkur. Aftur minni ég á að valdið er ekki hja bænum. Heldur ríkinu. Þrýstingur og allt það. Lofiðið frekar þrýstingi af ykkar hálfu til ríkisvaldsins um að fá Landhelgisgæsluna hingað suður í staðin fyrir að lofa því.

Krókaveiðar: Reykjanesbæjarlistinn vill leyfa krókaveiðar smábáta bla bla, allavega frasinn er svona "vegna brotthvarfs hersins verði leyfðar frjálsar krókaveiðar smábáta við Reykjanesið allt að 6 sjómílur út og svæðið lokað öllum öðrum veiðarfærum. Þessi heimild verði aðeins veitt þeim aðilum sem skráðir eru og landa aflanum á svæðinu" Þetta væri gríðarlegt óréttlæti gagnvart öðrum bæjarfélögum ef bara Keflvíkingar mundu mega gera svona lagað en aðrir ekki. Bara útaf herinn er að fara. Mjög góð hugmynd ef framkvæmanleg er. Aftur er valdið hja ríkisvaldinu.

Eldri borgarar: Allir flokkarnir með tölu hafa það á stefnuskránni að bæta kjör eldri borgara. Já, mjög gott. En aftur , þá heldur ríkisstjórnin um taumana. Bæjarfélagið getur alveg byggt slatta af dvalarheimilum fyrir aldraða og svona hjúkrunarhús fyrir aldraða. En á meðan fjárlmálaráðuneytið/heilbrigðisráðuneytið ( það er annað hvort. Allavega veit ég ekki hvort ráðuneytið sér um lokaákvörðunina þvi að ráðuneytin benda hver á annan, Árni VS Sif) heldur fast utan um budduna þá er ekki mikið hægt að gera. Ég verð samt að koma út úr skápnum núna og segja að bæjarfélagið er ekki alveg ráðalaus. Það getur alveg lækkað fasteignaskatta á eldri borgara (þeir sem búa í sínu húsi) og annað í þeim dúr. En það ætti að koma skýrt fram í loforðalistanum að þetta sé þeirra eina tromp. Ekki varpa fram setningu einsog "útrýma biðlistum á hjúkrunarrýmum í Reykjanesbæ" . Því þar heldur ríkisvaldið því miður utanum budduna , og það FAST

Innanlandsflugið til Keflavíkur : Ekki lofa innanlandsflugi til Keflavíkur ef þið fáið umboð kjósenda á Laugardaginn.  Því það liggur fyrir að Reykjavík hefur úrslitavaldið um hvað flugvöllurinn skuli vera. Og það er að sjá á öllum frambjóðendum í Reykjavík að þeir séu ekkert á leiðinni að flytja þennan flugvöll til Keflavíkur. Enda væri það pólítískt sjálfsmorð hjá flokkum í Reykjavík að hafa á stefnuskránni að færa innanlandsflugið til Keflavíkur því þá ertu að flytja til keflavíkur tugi, ef ekki hundruði starfa frá Reykjavík. Ekki mundi það fá mikið fylgi. En munið þessi orð sleggjunnar : Ég held að fyrr eða síðar mun innanlandsflugið flytjast til Keflavíkur. Mark my words. Þegar kostningar í RvK eru yfirstaðnar þá þora pólítikusirnir í borgarstjórn RVK að tala um þennan möguleika útaf, JÚ, kostningar búnar og valdið er ÞEIRRA  næstu fjögur ár. Svo treysta á gullfiskaminni borgarbúa sem jú,  sorlegt og leiðinlegt að segja, VIRKAR ALLTAF

Heilbrigðisþjónusta : A-listinn er t.d. með heilann dálk undir þessarri loforðayfirskrift. Þeir vilja koma á sólarhringsvakt í keflavík. 24/7 skurðstofu svo fólk þufri ekki fara til Reykjavíkur þegar illa ber á og margt fleira sem mér finnst vera vafasamt að lofa. En því miður, leitt að segja. Ríkisvaldið heldur í taumana og buddana í þessu málefni. En þið megið gjarnar beita þrýstingi. Aldrei að gefast upp en ég vill svona minna á að Reykjanesbær er ekki eina bæjarfélagið á Íslandi þannig samkeppnin um hylli  ríkisvaldsins er hörð.

En hvaða flokkur hefur ekki svikið loforð............en allavega......

vil ég óska frambjóðendum góðs gengis í kostningunum. Vonum að kjörsóknin verði góð!Ég vill fá nitiu prósent kostningu eða meira!!! já, vera bara bjartsýnn!! Allir að kjósa á Laugardaginn !! og velja rétt =)

 

Sleggjan hefur talað

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra segi ég nú bara. Það væri nú allt annað ef að fleiri ungmenni í Reykjanesbæ settu sig jafn vel inní málin, og kynnu sér þau eins og þú hefur augljóslega gert...

En nú spyr ég..hvað á að kjósa???

Gylfi (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 11:07

2 identicon

Húrra fyrir þér. Það væri nú gaman ef fleiri kynntu sér málin jafn vel og hefðu skoðun á þeim, eins og þú augljóslega hefur...

En nú spyr ég: Hvað á að kjósa???

Gylfi (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 11:11

3 identicon

Spáin þín rættist nokkuð vel og er það gott. Eitt kosningaloforðið varðandi Reykjanesbæ, þoli ég ekki orðið lengur að heyra, en það er þetta með Landhelgisgæsluna. Gott og blessað með flugflotan, en þetta með skipin. Nei takk leifum Reykjavík að hafa þau, því skip Gæslunnar eru undanþegin hafnargjöldum og því höfum við ekkert við þau að gera, auk þess sem nálægðin við Reykjavík er það mikil að þeir myndu kaupa þjónustuna áfram þaðan og þar myndu skipverjarnir búa.

Emil Páll Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband