Spá fyrir kostningar

Held að það sem komi mest á óvart er hve lítil kjörsókn verður. Held að kjörsóknin verði sú minnsta í manna minnum og kannski sprettur loks upp alvöru umræða um almennt áhugaleysi fyrir lýðræðislegum kostningum.

Í Reykjavík mun framsóknarflokkurinn fá sæti í borgarstjórn þvert á skoðanakannarnir. Þannig Björn ingi kemst í sæti greyið drengurinn. Hann er að fara á taugum í dag. Svo munu "litlu" flokkarnir fá sitthvort sætið þ.e.a.s Svandís frá vg og fyrrverandi sjálfstæðismaðurinn hann ólafur frá Frjálslyndum. Svo mun Samfylkingin því miður vera lúserarnir í kostningunum. Dagur B Eggertsson mun ekki ná að sigla skútunni til sigurs , það þarf meira til en myndarleika og góða stíllista til að vinna kostningar.Mér finnst hann sýna almennt áhugaleysi.  XD mun fá ágætiskostningu. Samt ekki meirihlutann í borgarstjórn, þeir munu þurfa að díla við annaðhvort björn , svandísi eða ólaf um meirihlutastjórn :P Gaman að sjá hverja þeir velja. Tel ekki mikinn möguleika á samstarf samfylkingu og sjálfstæðisflokk

 

Í Reykjanesbæ mun D listinn ekki vinna eins stórt og skoðanakannarnir sýna í dag, en samt bæta við sig einum manni frá sem fyrir var. A-listinn munu vera lúserarnir , þvi miður, og ekki fá nema 4 bæjarfulltrúa. VG munu ná manni inn. En hinir flokkarnir,,,r listinn og frjalslyndir munu þvi miður ekki ná manni inn , þó að mér persónulega mundi finnast bara gaman ef Baldvin úr Rlistianum mundi komast inn og sja hvað hann mundi gera og líka gefa spámönnunum sem sögðu að þetta var alveg vonlaust hja honum langt nef. Semsagt meirihlutastjórn Dlistanns, málefnastaða hinna er ekki það góð. Og greinilega finnst bæjarbúum alltilæ að skulda (eru ekki annars allir islendingar að drukkna úr skuldum ? af hverju ekki bærinn líka ?) . Mér finnst einsog eina sem litlu flokkarnir og alistinn hafi á moti dlistanum er hvað hann skuldar mikið og hvað hann var að selja eignir sínar til Fasteign hf, ef þeir höfðu eitthvað fleira, þá var það ekki nógu hávært til að ná til sleggjunnar.

 Sleggjunni er almennt sama hvað gerist annarsstaðar á Íslandi þannig frekari spádomar verða ekki gerðir. Sleggjan spyr bara að leikslokum og hvet alla til að mæta allavega og kjósa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband