Reykjavík

Þessi forræðishyggja hja Svandísi og félögum hennar í Vinstri Grænum í Reykjavík er ekki sniðug. Fólk vill greinilega ÞVI MIÐUR ferðast um á einkabílum. Þau i vinstri grænum vilja setja fleiri stöðumæli og þá sérstaklega við FRAMHALDSSKOLA OG HÁSKÓLA og á stórum vinnustöðum. Sú ákvörðun gengur þvert á þær yfirlýsingar að vinstri grænir styðja námsmenn í einu og öllu. En já, það er auðvitað draumur okkar að almenningssamgöngur verða raunhæfur ferðakostur í framtíðinni. En hann er það ekki í dag.  Ef að ég byggi í Reykjavík og mundi fara glaður í strætó í vinnuna. En EFTIR vinnuna mundi ég sem dæmi þurfa að  nr 1 . fara í banka, nr2 kaupa mat í bónus nr3 skreppa í ríkið nr 4 fara með filmu í framköllun.......... Já, segjum sem svo að ég fari á biðskýli eftir vinnu (hálf fjögur) og svo bíða eftir strætó, fara í banka,,,svo fara í biðskýlið og bíða aftur eftir strætó til að fara í bónus...svo eftir matarinnkaupin að bíða eftir strætó fyrir að fara í ríkið...Svo þegar í ríkið er komið þá þarf að burðast með bónuspokana í ríkinu sem maður mundi ekki gera ef farið væri á einkabíl (þvi pokarnir væru bara í skottinu á bílnum) svo bíða aftur eftir strætó að fara með filmu í framköllun þ.e.a.s ef framköllunarþjónustan sé ennþá opinnn því allt þetta er svo tímafrekt. Það sem ég er að reyna að segja er að einkabíllinn sparar svo miklu meira tíma heldur en að ferðast með strætó. Og í þessu nútímasamfélagi þá þarf maður á öllum sínum tíma að halda .Í t.d london þá borgar sig að nota almenningssamgöngur. þar er marr að taka neðanjarðarlest milli staða. Þá er maður í alvöru að spara tíma á þvi að nota lestina.  En á meðan enginn timi sparast á að nota almenningssamgöngur í rvk þá býst ég ekki við þvi að fólk notfæri sér þær Og má ég spurja Svandísi og félaga hennar í vinstri grænum............sýnið þið gott fordæmi og notið strætó í ykkar ferðum ? eða eiga bara allir aðrir NEMA þið að gera það ??????

Svandís í öllu sínu veldi

vinstri grænir...........sýna ekki gott fordæmi

 

 

sleggjan hefur talað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað þarftu að burðast með allt í strætó í Reykjavík ef þú ætlar að fara að gera allt þetta eftir vinnu, og sérstaklega ef þú ætlar að ná því fyrir lokun. Það tekur, og mun alltaf taka lengri tíma að nota almenningssamgöngur, svo lengi sem það er ekki möguleiki á neðanjarðarlestum. London hefur möguleikann. Reykjavík ekki. Hinsvegar finnst mér fáránlegt að ætla að láta fólk borga fyrir að leggja bílnum á meðan það er í skólanum. Frekar ætti að láta fólk kaupa mánaðarkort af bílastæði eða eitthvað.. þeas. ef það á að verða vandamál að veita frí bílastæði.
En málið er ekki alltaf að spara tíma. Það sparar peninga. Og jú, tíma líka, ef fólk virkilega legði sig í að nota almenningssamgöngur. Vegna þess að umferðin myndi minnka. Mér finnst frekar óraunhæft að á morgnana þurfi endilega 60 ÞÚSUND bílar að keyra í gegnum vesælu Hringbrautina okkar til þess að komast leiðar sinnar. Það gæti minnkað heilan helling umferð, slysahættur, peninga osfrv. við að fólk myndi taka sig á og skella sér í strætó.. Þótt það þurfi kannski að bíða í 5-15 vesælar mínútur :) Takk fyrir.

JóaKizi (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband