Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 29. maí 2014
Vel gert
Ég greip í þetta blað í morgun og ég verð að hrósa Morgunblaðinu fyrir vel unnin verk. Þetta er veglegt blað og það verður veisla fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptum og efnhagsmálum á hverjum fimmtudegi. Samstarfið við Financial Times gefur svo blaðinu mikla dýpt.
hvells
![]() |
ViðskiptaMogginn nýtt og endurbætt blað um viðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Stálpípuverksmiðja- Upprifjun
Sleggjan hefur fylgst með pólítíkinni í meira en tíu ár.
http://www.vf.is/vidskipti/40-milljon-dollara-stalpipuverksmidja-ris-i-helguvik/8128
"Nú fyrir stundu voru undirritaðir samningar um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík. Undirskriftir fóru fram á Ránni og voru það Valgerður Sverissdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Barry Bernsten forstjóri IPT og Pétur Jóhansson hafnarstjóri sem skrifuðu undir. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um það bil 40 milljónir bandaríkjadala, en hráefniskostnaður verður um 10 milljónir bandaríkjadala.Fyrsta verksmiðjan verður 17.500 fermetrar á um það bil 43.000 fermetra lóð, en framleiðslugeta verksmiðjunar er áætluð um 175.000 tonn af stálrörum. Byggingaframkvæmdir á lóðinni hefjast tíu mánuðum eftir að lokið hefur verið við fjármögnun verkefnisins en Barry Bernsten sagði í samtali við Víkurfréttir að mjög líklegt væri að verksmiðjan yrði komin í gang um mitt ár 2004.
Talið er að verksmiðjan skapi um 200 stöðugildi en einhver hluti vinnuafls verður innfluttur fyrst um sinn vegna kennslu og þróunar hér á landi. Þá mun IPT á Íslandi framleiða stálrör samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, að þvermáli um það bil 50-160 millimetra. Rörin verða af mestu gæðum sem þekkjast á markaði í dag, og verður hvert einasta rör þrýstiprófað á grundvelli ISO 9000 staðalsins. "
Þetta er 24 maí 2002. Hvað ætli var í gangi nokkrum dögum seinna?
KOSNINGAR KANNSKI?
Hvað er að gerast núna, er það ekki Kísilverksmiðja.
kv
sleggjan
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Dreift safn
Ef menn vilja spila á hlutabréfamarkaðinn er mikilvægt að dreifa hlutabréfasafninu á nokkur fyrirtæki.
Best væri að nota 40% af sparifénu og kaupa í skuldabréfasjóðum. Þú getur svo leikið þér með 60% á hlutabréfamarkaðinum.
Íslenski markaðurinn er mjög mikill og best væri að kaupa í 3-5 fyrirtækjum. Þið verðið að passa að eiga hlut í mismunandi geirum atvinnulífsins. Ef þú átt bara í VÍS, Sjóvá og TM þá ertu með öll eggin í tryggingageiranum. ÞAÐ GENGUR EKKI.
Best væri að hafa helming af hlutabréfum í fyrirtækjum sem lifa á gjaldeyristekjum (Icelandair, Össur, Marel, HB Grandi) og svo hinn helminginn í fyrirtækjum sem eru á innanlandsmarkaði (Hagar, N1, Vodafone, Reginn, tryggingafélögin)
Þegar höftin fara þá er gott ráð frá Hvellinum að vera með peningana sína í félög sem eru með tekjur sína í gjaldeyri. Þú getur víst ekki fjárfest í gjaldeyri áður en höftin fara og þessvegna er næstbesta að fjárfesta í fyrirtækjum sem er með gjaldeyristekjur.
Þess má geta að tryggingafélögin eru með mikla fjármuni á hlutabréfamarkaðinum sjálfir. Þessvegna áttu alls ekki að fjárfesta í tryggingafélögunum nema að þú hefur mikla trú á kauphöllinni íslensku því þessi þrjú tryggingafjélög eru með mikla peninga á þeim markaði.
hvells
![]() |
Tryggingafélög fjárfesta í hlutabréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Múslimaskeptískir vinna á
Það er greinilegt að þeir sem eru skeptískir í garð múslima eru að vinna á. Það er ljóst að XB er að bæta í og það kæmi mér ekki á óvart að Framsóknarflokkurinn endar í tvo menn inni.
Þeir sem kjósa Framsókn eru ómenntaðir og á landsbyggðinni. Í tilfelli Reykjavíkur þá eru þetta ómenntaðir og þeir sem eru heimskir (gamla merking þess orðs)... auðvelt er að æsa þetta lið í kosningum... en það verður mikið óbragð í Framsókn að fá mann inn með þessum hætti. En svo á móti þá hefur Framsóknarflokkurinn gert allt fyrir atvkæði og frambjóðendur flokksins virðast ekki vera með neina samvisku.... né hugsjónir.
En það er ljóst að flugvallarmálið var ekki eins stórt mál og Framsóknarmenn héldu... þessvegna gerður þeir moskvumálið að kosningamáli. Í raun er kosningastjóri XB algjör snillingur. Hann þekkir markhópinn sinn og kann á hann.
En það er jákvætt að sjá þá flokka sem vilja þétta byggð að raka inn atkvæðum (XS og BF)... vonandi halda þeir áfram með aðalskipulagið. Þeir hafa fullt pólitiskt umboð til þess.
hvells
![]() |
Framsókn með einn mann í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Kosningapróf á Eyjunni er snilld
Kosningapróf Eyjunnar er snilld
Hér er niðurstaða Sleggjunnar í Kosningaprófi Eyjunnar. Samkvæmt því á ég að kjósa Pírata. Það gæti vel verið að svo fari. Hef ekki ákveðið mig ennþá.
Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.
Annars er þetta próf betri en prófið á DV.IS því þarna þarf maður að forgangsraða. Í dv.is kosningaprófinu var hægt að merkja allt fyrir alla og engin skynsemi eða forgagnsröðun. Hérna þarf maður að segja að eitt sé mikilvægari en annað, ekki að allt mikilvægt. Mæli með fyrir alla að taka prófið og deila niðurstöðum í athugasemdum.
Hér er linkur á kosningaprófið: http://vefir.pressan.is/kprof/rvk2014/
kv Sleggjan
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Hvar er álverið í Helguvík
Hvar er álverið í Helguvík?
Sagt var að vinstri stjórnin var að stoppa það. Nú er hún farin í burtu.
Hvar er álverið? XD og XB ?
Og hvar eru snillingarnir sem sögðu að Vinstri stjórnin voru að stoppa málið en ekki orkuskortur?
kv
Sleggjan
![]() |
Tímamót í þremur kísilverkefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2014
XS skal ekki kjósa meðan Kristín Soffí er á listanum
Tvískinnungurinn í henni er alger. Það er versti löstur stjórnmálamanns.
Ólafur fór yfir þetta í pistli:
"Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að kynvillingar væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér, varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir.
Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu.
Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju?
Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkju"
Kristín má ekki samkvæmt lögum segja af sér. Best væri þá að kjósa ekki Samfylkinguna. Aldrei hef ég kosið hana sjálfur og mun aldrei gera það. En þessi kona má ekki fara inn í borgarstjórn með sinn tvískinnung.
kv
Sleggjan
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Sænska leiðin
Það er mikilvægt að fara sæsnku leiðina
"Þorsteinn benti í erindi sínu á að góð leið til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað á Íslandi væri að nýta kosti einkareksturs í auknum mæli í heilbrigðis- og menntakerfinu, að hvetja konur til að stofna fyrirtæki á þeim sviðum sem þær hafa menntað sig á. Vægi einkaframtaksins er afar lítið hér á landi í þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála samanborið t.d. við Svíþjóð og því tækifæri til breytinga."
Verst að konur í VG eru á móti þessu.
Sannast það margkveðna. Konur eru konur verstar.
hvells
![]() |
Berum af í alþjóðlegum samanburði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2014
Tímasetningarnar ótrúlegar
Núna korter fyrir kosningar hafa Thorsil skrifað undir og United Silicon mun hefja framkvæmdir. Allt á sama deginum.
Annaðhvort mesta tilviljun í heimi eða kosningabrella Árna Sigfús bæjastjóra.
En ég fagna þessum verkefnum að sjálfsögðu. Erlend fjárfesting er mikilvæg.
hvells
![]() |
Samningur upp á 67 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. maí 2014
Himin og haf
Það er himin og haf á milli þessara kvennmanna. Áslaug María Friðriksdóttir er bráðgreind og vill aðhald í rekstri borgarinnar.
Oddviti Framsóknar er lýðskrumari alar á kynþáttahatri hér í borginni.
Valið er augljóst.
hvells
![]() |
Munaði bara einu atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |