Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 14. júlí 2014
Lógíkin hjá Íslendingum varðandi Palestínu
Þegar Palestínumenn skjóta eldflaugum á Ísraela þá er það kallað "hróp á hjálp".
Þegar Ísrael svara þeim árásum (legg áherslu á að Palestínumenn byrjuðu) þá er það kallað "þjóðarmorð".
Þetta er snilldar lógík hjá Íslendingum. Tær snilld má segja.
Ísraelar skjóta á strategísk skotmörk á Gaza strönd til að reyna að hafa áhrif á herskáu Hamas samtökin (sem fela sig oft í skólum og sjúkrahúsi, "cowards"). En Palestínumenn skjóta ekki á strategísk skotmörk heldur í átt að næstu byggð og reyna að drepa sem flesta. Það er í einu orði sagt ógeðfellt.
Íslendingar mega alveg segja að eldflaugarnar hjá Hamas séu tæknilega lélegri miðað við Ísrael vopn, en ásetningurinn breytist ekki við það. Ef hamas hefði aðgang að öflugri vopnum mundu þau nota þau (það ætti að svara af hverju mikil öryggisgæsla er við Gaza sem Íslendingar skilja seint).
Þessir sem mættu á þennan mótmælafund eru allir snillingar. Tærir.
kv
Sleggjan
![]() |
Hernámið burt, frjáls Palestína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2014
Lærði mikið
"China Labor Watch (CLW), sem segja að í verksmiðjunni starfi börn undir sextán ára aldri."
Ég starfaði í Bakkavör þegar ég var í áttunda bekk. Semsagt mun yngri en 16ára og ég var mjög þakklátur fyrir starfið og lærði á vinnumarkaðinn og aflaði mér dýrmæta reynslu um að vinna fyrir peningunum.
Það er óskiljanlegt að kalla þetta barnaþrælkun bara vegna þess að börn yngri en 16.ára vinna.
Er Bakkavör þá barnaþrælkunarfyrirtæki?
hvells
![]() |
Barnaþrælkun í verksmiðju Samsung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2014
Of seint
Einsog allir vita þá er alltof seint að gera eitthvað í þessu.
Það var fyrir nokkrum mánuðum að einhver túristi setti mynd inn á Facebook um að ein blokkin skyggir á sjóinn.
Og möppudýrin halda að þeir getra umturnað tíu ára byggingaráætlun vegna einnar myndar á Facebook.
Það er greinilegt að engin af þessum gagnslausu skrifstofudýrum hafa rekið fyrirtæki.
hvells
![]() |
Sjá sér ekki fært að færa turninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2014
Þurfa að svara fyrir það
Þetta forðast hjúkrunarfræðingar að ræða í kjarasamningaviðræðum. Að einhverjum ástæðum.
hvells
![]() |
Farið að líkjast gegnumstreymiskerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2014
Áfall fyrir NEI sinna
NEI sinnar hafa haldið því fram að Ísland og önnur smáríki geta ekki haft áhrif á ESB.
Nú eru norðurlöndin smáríki og þeir eru að fá öll stærstu embættin í ESB.
Sem hlítur að vera mikið áfall fyrir NEI sinna.
Enn ein fullyrðingin þeirra skotin niður í kaf.
hvells
![]() |
Flestir veðja á Thorning-Schmidt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. júlí 2014
Ríkiskrumlan alsráðandi
Heilbrigðisþjónustan er merki um mikla ríkisbresti. Það eru þúnduri milljarða sem fer í handónýtt ríkisbatterí sem getur ekki einusinnni þjónustað fólk á sómasamlegan hátt.
Svo halda hjúkrunafræðingar þessa lífsnauðsýnlegu þjónustu í gíslingu reglulega með hótunum um verkfall ef skattborgarar vilja ekki punga út meiri pening til þeirra. Þetta kallast græðgi hjá siðmenntuðum þjóðum.
Meðan sérhagsmunargæslegumenn ráðast á allt sem kallast það að leyfa einkaframtakið blómstra til hagsbótar fyrir sjúklingana er það skotið í kaf. Þessi afstaða hefur leytt til dauða í mörgum tilvikum.
Á meðan Svíþjóð hafa færst sig nær einkaframtakinu. Allt heilsugæslukerfið í Svíþjóð er rekið af læknunum sjálfum. Með öðrum orðum hefur heilsugæslukerfið verið "einkavætt" með frábærum árangri. Sænska kerfið er það gott að íslenskir læknanemar sem hafa sótt sérfræðinám í Svíþjóð hafa ekki snúið til baka í krumlu íslenska ríksisins.
Við þurfum að leyfa fjölbreyttum rekstri í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Það er spurning um líf og dauða.
hvells
![]() |
Ánægja þrátt fyrir niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. júlí 2014
Steypa
Ég var að lesa þessa skýrslu í gær. Hún er frá byrjun til enda algjör steypa. Það er gefið í skyn að það þarf að tvöfalda FME. Það hefur nú þegar fjórfaldað þetta batterí frá hruni og í raun er verið að biðja um að tífalda umfangið miðað við fyrir hrun þegar bankarnir voru margfallt landsframleiðslu.
AGS er bara samtök stjórnmálafólks sem þykist hafa vit á efnahagsmálum. Formaður AGS er sósíaldemókratískur stjórnmálamaður.
Sumir segja að AGS er einhverskoanr frjálshyggjustofnun. Það er fjarri lagi.
Í raun er þessi klúbbur hálfgert djók.
Þessi skýrsla um Ísland er sönnun þess.
hvells
![]() |
Haldi í umbæturnar frá 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. júlí 2014
Niðurgreiðsla
Það fyrsta sem þú lærir í hagfræði er að ef þú niðurgreiðir einhverja vöru þá verður umframeftirspurn. Í þessu tilfelli húsnæði.
Kemur i sjálfu sér ekkert á óvart.
hvells
![]() |
Þúsundir í húsnæðisvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. júlí 2014
Eilífðarstofnun
Nothing is so permanent as a temporary government program.
― Milton Friedman
![]() |
Hundruð óska aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. júlí 2014
Möppudýrin
Við skulum athuga það að þessi könnun Neytendastofu var ekki ókeypis. Starfsmenn í þessari stofnun eru ríkisstarfsmenn og kosta skattborgara tugi ef ekki hundruði milljóna á ári.
"almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur"
Barþjónninn notar rúmmálsmerkt vínmál....... gott
En þau eru ekki löggild!!!!! Það þarf augljsólega annað möppudýr til þess að votta að 50cl mæliglasi sé alveg örugglea 50cl.
Það er einsog hið opinbera halda að við almenningur séum hálvitar og getum ekki keypt okkur tvöfaldan gin í tonik án hjálpar möppudýrana.
hvells
![]() |
Vínmál hvergi í lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |