Færsluflokkur: Bloggar

Spá fyrir kostningar

Held að það sem komi mest á óvart er hve lítil kjörsókn verður. Held að kjörsóknin verði sú minnsta í manna minnum og kannski sprettur loks upp alvöru umræða um almennt áhugaleysi fyrir lýðræðislegum kostningum.

Í Reykjavík mun framsóknarflokkurinn fá sæti í borgarstjórn þvert á skoðanakannarnir. Þannig Björn ingi kemst í sæti greyið drengurinn. Hann er að fara á taugum í dag. Svo munu "litlu" flokkarnir fá sitthvort sætið þ.e.a.s Svandís frá vg og fyrrverandi sjálfstæðismaðurinn hann ólafur frá Frjálslyndum. Svo mun Samfylkingin því miður vera lúserarnir í kostningunum. Dagur B Eggertsson mun ekki ná að sigla skútunni til sigurs , það þarf meira til en myndarleika og góða stíllista til að vinna kostningar.Mér finnst hann sýna almennt áhugaleysi.  XD mun fá ágætiskostningu. Samt ekki meirihlutann í borgarstjórn, þeir munu þurfa að díla við annaðhvort björn , svandísi eða ólaf um meirihlutastjórn :P Gaman að sjá hverja þeir velja. Tel ekki mikinn möguleika á samstarf samfylkingu og sjálfstæðisflokk

 

Í Reykjanesbæ mun D listinn ekki vinna eins stórt og skoðanakannarnir sýna í dag, en samt bæta við sig einum manni frá sem fyrir var. A-listinn munu vera lúserarnir , þvi miður, og ekki fá nema 4 bæjarfulltrúa. VG munu ná manni inn. En hinir flokkarnir,,,r listinn og frjalslyndir munu þvi miður ekki ná manni inn , þó að mér persónulega mundi finnast bara gaman ef Baldvin úr Rlistianum mundi komast inn og sja hvað hann mundi gera og líka gefa spámönnunum sem sögðu að þetta var alveg vonlaust hja honum langt nef. Semsagt meirihlutastjórn Dlistanns, málefnastaða hinna er ekki það góð. Og greinilega finnst bæjarbúum alltilæ að skulda (eru ekki annars allir islendingar að drukkna úr skuldum ? af hverju ekki bærinn líka ?) . Mér finnst einsog eina sem litlu flokkarnir og alistinn hafi á moti dlistanum er hvað hann skuldar mikið og hvað hann var að selja eignir sínar til Fasteign hf, ef þeir höfðu eitthvað fleira, þá var það ekki nógu hávært til að ná til sleggjunnar.

 Sleggjunni er almennt sama hvað gerist annarsstaðar á Íslandi þannig frekari spádomar verða ekki gerðir. Sleggjan spyr bara að leikslokum og hvet alla til að mæta allavega og kjósa.


Reykjavík

Þessi forræðishyggja hja Svandísi og félögum hennar í Vinstri Grænum í Reykjavík er ekki sniðug. Fólk vill greinilega ÞVI MIÐUR ferðast um á einkabílum. Þau i vinstri grænum vilja setja fleiri stöðumæli og þá sérstaklega við FRAMHALDSSKOLA OG HÁSKÓLA og á stórum vinnustöðum. Sú ákvörðun gengur þvert á þær yfirlýsingar að vinstri grænir styðja námsmenn í einu og öllu. En já, það er auðvitað draumur okkar að almenningssamgöngur verða raunhæfur ferðakostur í framtíðinni. En hann er það ekki í dag.  Ef að ég byggi í Reykjavík og mundi fara glaður í strætó í vinnuna. En EFTIR vinnuna mundi ég sem dæmi þurfa að  nr 1 . fara í banka, nr2 kaupa mat í bónus nr3 skreppa í ríkið nr 4 fara með filmu í framköllun.......... Já, segjum sem svo að ég fari á biðskýli eftir vinnu (hálf fjögur) og svo bíða eftir strætó, fara í banka,,,svo fara í biðskýlið og bíða aftur eftir strætó til að fara í bónus...svo eftir matarinnkaupin að bíða eftir strætó fyrir að fara í ríkið...Svo þegar í ríkið er komið þá þarf að burðast með bónuspokana í ríkinu sem maður mundi ekki gera ef farið væri á einkabíl (þvi pokarnir væru bara í skottinu á bílnum) svo bíða aftur eftir strætó að fara með filmu í framköllun þ.e.a.s ef framköllunarþjónustan sé ennþá opinnn því allt þetta er svo tímafrekt. Það sem ég er að reyna að segja er að einkabíllinn sparar svo miklu meira tíma heldur en að ferðast með strætó. Og í þessu nútímasamfélagi þá þarf maður á öllum sínum tíma að halda .Í t.d london þá borgar sig að nota almenningssamgöngur. þar er marr að taka neðanjarðarlest milli staða. Þá er maður í alvöru að spara tíma á þvi að nota lestina.  En á meðan enginn timi sparast á að nota almenningssamgöngur í rvk þá býst ég ekki við þvi að fólk notfæri sér þær Og má ég spurja Svandísi og félaga hennar í vinstri grænum............sýnið þið gott fordæmi og notið strætó í ykkar ferðum ? eða eiga bara allir aðrir NEMA þið að gera það ??????

Svandís í öllu sínu veldi

vinstri grænir...........sýna ekki gott fordæmi

 

 

sleggjan hefur talað


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband