Ekkert svigrúm

Það er ekkert svigrúm fyrir ríkið að hækka laun ríkisstarfsmanna. Það er enginn peningur til. Hvorki hjá sveitafélögum né ríkinu.

Ef þessir kappar hjá BHM eða BSRB eru svo verðmætir starfsmenn og eiga skilið hærri laun þá eiga þeir bara að sækja um vinnu á hinum almenna markaði þar sem þú færð laun eftir verðleikum.

hvells


mbl.is Ætla að gera skammtímasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra vill sóa orkuauðlindum þjóðarinnar

Þau sjónarmið sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, talaði fyrir á haustfundi Landsvirkjunar í gær eru dapurleg. Hún þrýsti fast á forstjóra Landsvirkjunar að selja orku til verkefna sem henni eru þókknanleg alveg óháð þeim arði sem þau verkefni myndu skila. Henni er til dæmis mikið í mun að Landsvirkjun selji orku til álvers í Helguvík (sem er í hennar kjördæmi) þótt nokkuð ljóst sé að slíkt álver geti ekki borið að kaupa orku á mikið meira en 40 Bandaríkjadali á Mwstundina á meðan allt bendir til þess að unnt sé að selja orku til Bretlands um sæstreng fyrir fjórum sinnum hærra verð. Fjórum sinnum hærra verð!!!

Ragnheiður Elín er því tilbúin að veita 75% afslátt af orkuauðlindum þjóðarinnar til þess að vinna atkvæði í heimbyggð. Ef hún nær sínu fram mun það kosta þjóðina hundruð milljarða (sem þýðir að það mun kosta hverja fjögurra manna fjölskyldu á landinu margar milljónir).

Ragnheiður segir að til hennar komi fjárfestar á hverjum degi sem hafa áhuga á því að kaupa orku. Er nema vona þegar menn vita að hún er tilbúin að veita 75% afslátt. Hvað heldur þú að gerðist, lesandi góður, ef þú auglýstir húsið þitt til sölu með 75% afslætti? Það mætti segja mér að þú fengið talsvert af tilboðum.

Segjum sem svo að olía finnist á Drekasvæðinu. Verður þá hugsunarháttúrinn sá sami? Álver á Íslandi keyrð áfram af olíu? … Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvar vitleysan mun enda. Ertu viss um að þú vitir það? Hvað með fiskinn? Það er líka hægt að bræða allan fisk sem veiðist við Ísland og nota sem eldsneyti í álver. Það er náttúrulega ómögulegt að vera að flytja fiskinn út. Eða hvað?

Ég hreinlega trúi því ekki að það sé skoðun þorra almennra Sjálfstæðismanna að skynsamlegt sé að þvinga Landsvirkjun til þess að selja orkuauðlindir þjóðarinnar á tombóluverði til þess að búa til stundarhagvöxt í héraði. Forysta flokksins virðist vera á villigötum í þessu máli. En ábyrgð flokksins verður mikil ef forystan nær sýnu fram. Ég hvet almenna flokksmenn til þess að láta heyra í sér. Viðskiptasjónarmið eiga að ráða því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Ekki geðþótti og sérhagsmunir ráðherra.

Tekið af bloggsíðu Jóns

 

Svona endar þetta þegar stjórnmálamenn hugsa einungis um sitt kjördæmi.

Svona er þetta þegar stjórnmálamenn hugsa bara um "fjölda starfa", en ekki heildarsamhengið. T.d. þessir hundruðir milljarðar á ári sem hægt er að fá meira í staðinn fyrir álverið, hversu mörg störf er hægt að skapa þar (ef það sé hennar markmið sem ég er ekki sammála reyndar) ? Allnokkur, Ragnheiður fattar það ekki.

kv

Slegg


mbl.is Óþreyjufull og vill sjá árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða "snillingar" eru þetta?

Skammtíma auglýsingaherferðir virka mjög vel. ÞAð þarf stundum að koma af krafti á markað til þess að ná góðri markaðsstöðu. Oft á markað sem er svo til mettur þegar.

Nova er t.d. fínt dæmi. Þeir notuðu alla auglýsingamiðla samtímis með mjög góðum árangri. Náðu markaðshlutdeild fljótt.

Svo fleiri fyrirtæki eins og WOW-air, Atlantsolía tóku skammtíma herferð til að ná hlutdeild.

 

Þessir snillingar segja semsagt að það sé ekki málið? Þeir um það. Vona að það verða ekki eintómir já-menn á þessari ráðstefnu.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Skammtíma herferðir skila sér ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að lögleiða fíkniefni?

Yaron Brooks kom til Íslands í seinustu viku og hélt fyrirlestur í HÍ. Þetta var ótrúlega flott hjá honum og það var boðið uppá hvítvín eftir fyrirlesturinn þar sem Yaron hékk með okkur Íslendingunum og við gátum spurt hann um hitt og þetta. Ég tók í spaðan á honum og spjallaði við hann. Topp maður.

 Þegar Brynjar Níelsson vill lögleiða vændi þá segja feministar að hann hlítur sjálfur að vilja kaupa vændi. Sá sem vill lögleiða fíkninefni er sjálfur bendlaður við fíkniefnaneyslu.

Í myndbandi eru Yaron Brooks að koma með solid rök fyrir lögleiðingu. Hann er enginn fíkill og skálaði með vatni í staðinn fyrir hvítvíni einsog við Íslendingarnir. 

hvells


Gunnar Bragi og félagar

Gunnar  Bragi sagði í viðtali erlendis að hann gefur skít í ESB og vill stunda viðskipta við Kína og taka Kína til fyrirmyndar.

Kínverjar kunna þetta.

 

Gunnar Bragi!!   Til hamingju. Þú ert akkur fyrir okkur Íslendinga.

Tær snilld einsog einhver sagði.

hvells


Mannfjöldi

http://www.washingtonpost.com/blogs/worldviews/files/2013/08/population-map.jpg

sl


Baráttan búin

Jafnrétti kynjanna er hvergi meira en á Íslandi. Það er niðurstaða Alþjóða efnahagsráðsins, World economic forum

http://www.ruv.is/frett/island-i-fyrsta-saeti

 

við erum með heimsmet þegar kemur að jafnrétti kynjana... þá getum við hætt að rífast um gesti Gísla Marteinn og annað í þeim dúr.

hvells


Hagkvænn sæstrengur

Skýrsluhöfundar segja að tvöföldun tekna Landsvirkjunar gæti skilað tekjuauka til íslensks samfélags upp á um 40 milljarða á ári, sem jafngildir um það bil árlegu heildarframlagi ríkisins til reksturs á Landspítalanum.

 

hvells


mbl.is Sæstrengur gæti skilað 40 milljörðum á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert einasta ár er metár

Hvert einasta ár er metár. Það er ekkert flóknara. Það mun aldrei verða minnkun á gróðurhúsalofttegundum.

 

Það sem verið er að berjast við er að láta magnið aukast hægar en ella. Einfalt.

kv

Sleggjan


mbl.is Metmagn gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju í fjölmiðla?

Því gerir hún ekki þessa tilraun í kyrrþei?

Kemur okkur ekkert við að hún sé að taka lán og ætli að reyna á það við dómstóla um lögmæti.

Er hún að þessu í pólítískum tilgangi?

kv

sleggjan


mbl.is Skilmálar Kredia brjóti gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband