Til varnar AMX

Ólafur Arnarson og Egill Helgason eru að drulla yfir AMX.

AMX er nú vefur engum líkur hér á Íslandi. Helst má líkja hann við FOX-News í USA.

Hér á þessu bloggi hefur verið í gangi "AMX-Vaktin" þar sem skotið er föstum skotum á þennan vef.

Þessi vefur er ágengur, nafnlaus og vægðarlaus. Það á að umgangast hann sem slíkan. Ekki taka hann of alvarlega.

Það varð uppi fótur og fit þegar Össur var sakaður um hræsni, mér fannst það ekkert alvarlegt. 

Fólk getur aðeins slakað á og lesið AMX í léttum gír en ekki taka öllu svona alvarlega.

kv

Sleggjan


"VG munu hætta í ríkisstjórn rétt fyrir kosningar"

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar Verslunnar segir að VG munu reyna að styrkja stöðu sína fyrir kosningarnar með eftirfarandi hætti:

".....bendir ýmislegt til að Vinstri grænir slíti ríkisstjórnarsamstarfinu á næstu mánuðum út af ESB-umsókninni til að bæta stöðu sína fyrir næstu alþingiskosningar."

 

Hann hefur góð tengsl og hefur kannski einhverjar heimildir fyrir þessu.

VG þarf allavega að gera eitthvað stórkostlegt ef hann ætlar ekki að enda sem örflokkur.

kv

Sleggjan

 

 


Skuldir USA

Svona í ljósi þess að kosningarnar nálgast í USA

 

Kv

sleggjan

 


Þvert á móti minni áhætta lífeyriskerfisins

Sú grundvallarbreyting hefur orðið á eðli lífeyrissjóðakerfisins á árunum 2008 til 2012 að nú eru gegnumstreymiseignir – skuldabréf með ríkisábyrgð, skuldabréf sveitarfélaga og sjóðsfélagalán – orðnar hátt í 60% af öllum eignum lífeyrissjóðanna, borið saman við um 35% í ársbyrjun 2008.

 

 

Skrýtið þegar þeir halda fram að aukning á öruggum ríkis og sveitafélaga skuldabréfum sé varhugaverð. Úr 35%-60% af heildarsafni. Af öllu jöfnu þá ætti safnið þá að vera ÖRUGGARA. Þvi leiða má líkur á að vægji skuldabrefa og hlutabréfa fyrirtækja hafi lækkað.

 

Ekki sanngjart að tala um að þó eggin í körfunni séu einsleitari (er það eitthvað einsleitara en byrjun árs 2008, really? VR,Kaupþing,Exista?) þá sé þetta áhættusamari pakki.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Aukin áhætta lífeyriskerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigaunar er rétta orðið

Óþarfi að vera kalla þetta Rómafólk. Það er frekar villandi.

Rétt er að tala um Sígauna (enska: Gypsy). Sumir vilja meina að það sé móðgandi orð yfir fólkið. En ég tel það ekki vera. Pólítíski rétttrúnaðurinn þarf ekki að ná yfirhöndinni enn og aftur.

Uppruni Sigauna er í Indlandi (líklega). Þar fór stór hópur fólks í burtu frá landinu og til Evrópu. Algengt var að þau unnu fyrir sér með tónlistarspileríi, betli, vasaþjófnaði og jafnvel alvarlegri glæpum.

Þekktust eru þau samt fyrir tónlsitina. Talað er oft um sigaunatónlist eins og hún sé einhver sérstök tónlistarstefna. En líklega má segja að þau aðlöguðust tónlistarstefnu í hverju landi fyrir sig, enda háð fjárframlögum frá local fólkinu.

Þetta er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum í Evrópu í dag (Gyðingarnir fengu sitt eigið ríki 1948 og ekki minnihlutahópur lengur í skilningi orðsins). Þeir eru 2-5 milljónir talsins.

Oft gleymist að þeir voru ofsóttir og drepnir af Nasistum í seinni heimstyrjöldinni af sama eða svipaðri ákefð og gyðingar voru ofsóttir.

 

Það er vonandi að Sigaunar geti sest að í löndum heims án þess að vera ofsóttir, og þá um leið aðlaga sig að siðum og menningu. Landvistarleyfi, vinnuréttindi, jafnvel ríkisborgararétt.

 

Til gamans má geta þess að hatur á Sigaunum á sérstakt orð líkt og hatur á gyðingum. Antiziganism= Hatur á Sigaunum.

Anti-semitism= Hatur á Gyðingum.

 

The Big Issue in the North_Roma

 Hér er Sigaunafjölskylda að bíða eftir matarúthlutun

 

Kv

Sleggjan


mbl.is Rómafólk á vergangi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er með Snorra í þessu máli

Tjáningafrelsið!

Snorri bloggar um að samkynhneigð sé synd. Hann er kristinn maður og algengt er að þeir túlk Biblíunna á þennan máta.

Ísland er kristið land. Maður fæðist inn í þjóðkirkjunna. Kross á fánanum okkar o.s.frv.

 

Hann var ekki að predika á móti samkynhneigð í kennslu, heldur í sínum frítíma!

 

Þó einhverjir foreldrar voru að krefjast uppsagnar hans á skólinn ekki að beygja sig fyrir því!

 

Áður en hann skal vera rekinn eigum við fyrst að aðskilja ríki og krikju.

kv

Sleggjan


mbl.is „Hvar endar þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tengt ESB umsókn

Það er ekkert að marka Jón Bjarnason (eins og svo oft áður).

Makríllinn tengist ekki ESB umsókn.

 

Þó írskur sjávarútvegsráðherra segji eitthvað til heimabrúks þá er óþarfi að panikka.

 

Við erum í samningsviðræðum og það gengur sæmilega. Svo fáum við að kjósa um aðildarsamninginn. Það geta Já og Nei sinnar sætt sig við. Hver vill ekki láta þjóðina ráða?

kv

Sleggjan


mbl.is Segir Íra krefjast íslenskrar uppgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar sorglegir

Við leggjum okkar stolt í sjálfbærar veiðar.

Sækjum um vottun þess að veiðar okkar eru sjálfbærar.

 

En makríllinn er allt annað. Við ofveiðum hann að vild.

Fyrstu dagarnir fór hann beint í bræðslu. Skiptir litlu hvað gert er við hann, við vorum bara fá veiðireynsluna.

 

Samningsvilji Íslendinga enginn. Erum við þjóð meðal þjóða eða ekki?

kv

Sleggjan


mbl.is Aukin harka í makrílstríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lausn grikklands

það er bara ein lausn í grikklandi

hún er erfið en góð til langstíma.

 

það þarf að lækka laun hjá öllum um helming

það jafngildir gengisfalli einsog var á Íslandi eftir hrunið.

þá verða grikkir samkeppnishæfir á ný.

hvells


mbl.is Spáð vaxandi atvinnuleysi í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamir endurskoðunarstaðlar.

Evrópubúar nota IFRS staðla.
USA nota GAAP.

Báðir þessir staðlar hafa sína kosti og galla. Þó að mitt mat er sú að IFRS hefur fleiri kosti en GAAP hefur gríðarlega kosti varðandi bókhaldsblekkingar. Þeir tóku sig til í andlitinu eftir ENRON hrunið. En betur má ef duga skal.

Eitt sem er mjög varhugavert varðandi GAAP staðlana. Tengist fjármálafyrirtækjum.

Ef virðismat í lánasafni banka lækkar. Þá getur banki fært þessa lækkun til tekna vegna þess í kenningunni þá getur bankinn keypt safnið á lægra verði og hagnast.

JP Morgan birtir árshlutareikninginn sinn á morgun og mun eflaust beita þessum brögðum.

"U.S. accounting rules allow banks to record a decrease in the value of its debt as a profit because they could theoretically buy the debt for a lower price and earn a return."

http://money.cnn.com/2012/07/11/investing/jpmorgan-earnings/index.htm

hvells


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband