Sunnudagur, 2. september 2012
Einfaldar spurningar, hver svarar fyrir sig
http://www.dv.is/blogg/ding/2012/9/1/hvort-viltu/
- Hvort viltu að Guðmundur í Brimi eigi kvótann eða þjóðin?
- Hvort viltu að ríkisstjórnin geti þröngvað þér í ESB með undirskrift forsetans einungis eða með undirskrift forsetans OG þjóðarinnar?
- Hvort viltu að ráðherra geti ráðið Soffíu frænku í dómaraembætti ef hann er í þannig stuði eða ekki?
- Hvort viltu að eina vopn þitt gegn valdhöfum sé gamalt grænmeti sem þú hendir í Alþingishúsið af og til eða þjóðaratkvæðagreiðslur?
- Hvort viltu að flokkarnir ráði hvernig þitt atkvæði telur eða þú sjálf/ur?
- Hvort viltu einn maður, eitt atkvæði eða ekki?
- Hvort viltu að þingmenn geti greitt atkvæði um mál sem snerta þá persónulega eða ekki?
- Hvort viltu að ráðherrar ráði öllu, þar með talið lögum og dómurum, eða ekki?
Liggur í augum uppi hvert svarið er við hverri.
kv
Sleggjan
Laugardagur, 1. september 2012
Vonlaust verkefni frá byrjun. Gjaldþrot í höfn, svik og prettir
http://www.dv.is/frettir/2012/8/31/eca-program-gjaldthrota-eftir-svik-og-pretti/
ECA Program, hollenskt fyrirtæki sem óskaði eftir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli árið 2009, var tekið til gjaldþrotaskipta í Lúxemborg í fyrra. Fyrirtækið sveik bandarískt fyrirtæki um 1,66 milljónir dollara árið 2009. Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu á Eyjunni í dag.
ECA lofaði 200 milljarða fjárfestingu á Íslandi á sínum tíma og vildi flytja til landsins allt að 30 orrustuflugvélar frá Hvíta Rússlandi sem leigja átti erlendum flugherjum NATO-ríkja til heræfinga. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði það að síðasta embættisverki sínu sem samgöngu- og sveitastjórnarráðherra að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir ECA þegar honum var skipt út úr ríkisstjórn árið 2010. Ögmundur Jónasson sló málið endanlega út af borðinu þegar hann settist í ríkisstjórn.
Eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í Lúxemborg stofnaði Melville ten Cate, stofnandi fyrirtækisins, nýtt félag undir sama nafni í Hollandi. Fram kemur á Eyjunni að þar haldi hann áfram að gera út á herþjálfun og noti meðal annars tengslin við Ísland í kynningarefni sínu.
Sleggjan hafði aldrei trú á þessu blessaða verkefni. Eigandinn með slæma sögu og eignarhald ekki ljóst. Ekki þekkt, og svo ætlaði fyrirtækið að koma færandi hendi. Þetta leit bara mjög illa út.
Margir hér á landi fögnuðu ECA og þeirra áætlunum án þess að skoða nánar. Sáu bara orðið "atvinnuskapandi" og blinduðust. Bölvuðu svo stjórnmálamönnum fyrir að taka ekki vel í þetta frá byrjun.
Því fór sem fór ECA gjaldþrota og vonandi eyddum við ekki neinum peningum í þetta. Hefði getað endað verr.
Til viðbótar nefni ég þetta:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/04/12/einkasjukrahus_ad_asbru_tefst/
Ekkert að frétt í þessu. Eini sem er búinn að púnga út pening fyrir þessu er ísenska ríkið. Breyta húsnæði og annað slíkt. Þetta er alveg vonlaust, þeir eru ekki með neina kúnna. Búnir að gefast upp á Evrópu og USA, stíla inná Kína wftuuu.
Hef ekkert á móti atvinnuskopun, en ég hef mikið á móti að ríkið þarf að byrja á að splæsa! Einsog í þessu spítalafíaskói.
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. ágúst 2012
Tímabundið
Þessi lækkun er einungis tímabundin.
Vonskuveðrið gengur yfir.
Svo er Ísrael að fara að ráðast á Íran. Það verða væntanlega miklar hækkanir tengdar því stríði.
kv
sleggjan
![]() |
Lækkandi olíuverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Um siðgæðið
Með því að hafa ekki ákvæði um Þjóðkirkju í stjórnarskrá þýðir ekki að allt gott siðgæði hverfi hér af landi.
Talandi um siðgæði.
Kristnidómurinn í heiminum og saga hennar sýnir fram á að það er ekki mikið um siðgæði í þeim geira.
Heimild: Alþjóðleg saga kristnidóms
kv
Sleggjan
![]() |
Berjast gegn ákvæði um þjóðkirkjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Draumur Sjálfstæðismanna hefur ræst
Þeir Sjálfstæðismenn sem mótmæla þessu eru ekki góðir pappírar. Vinstri stjórnin er að framkvæma það sem þeir hafa beilaðá í mörg ár.
Kosningaloforðið fyrir kosningar 2007 (Sjálfstæðisflokks):
Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að fækka ráðuneytum enda væri hagræðing í efsta lagi stjórnsýslunnar öðrum stofnunum, sem neðar eru, gott fordæmi. Auðvelt væri að fækka ráðuneytum töluvert, t.d. með sameiningu í eitt atvinnuvegaráðuneyti og eitt velferðarráðuneyti. Samhliða endurskoðun ráðuneyta verði farið yfir hlutverk einstakra ríkisstofnana.
There you have it
kv
sleggjan
![]() |
Breytingar á Stjórnarráðinu staðfestar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Jón Bjarnason á leið út af þingi
http://www.dv.is/sandkorn/2012/8/30/jon-i-fallhaettu/
"Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er síður en svo af baki dottinn í stjórnarandstöðu sinni. Jón hraunaði um síðustu helgi yfir bæði Katrínu Jakobsdóttur varaformann og Steingrím J. Sigfússon formann vegna stöðu ESB-málsins og þingmannaflóttans úr VG.
Víst er að það verður á brattann að sækja fyrir Jón fyrir kosningar. Steingrímur mun væntanlega tryggja að honum verði fleygt úr öruggu sæti á framboðslista og þar með út af þingi."
Ef þetta er satt styttist í það að þjóðin verði laus við þennan mann. Hann snýr útur spurningum sem hann fær. Hann talar ekki rökrétt, er ekki samkvæmur sjálfum sér og er hagsmunaseggur.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Rangfærslur
Fækkun ferðamanna er ekkert borðliggjandi.
Aukning mun vera á ferðamönnum þrátt fyrir þessa sanngjarna hækkun á virðisaukaskatti. Óþarfi að gefa ívilnanir á einstakar atvinnugreinar.
Ég sé ekki framtíðna fyrir mér en mark my words.
Ferðamönnum mun EKKI fækka þrátt fyrir þessa hækkun.
2013 verður metár í ferðamennsku!
kv
Sleggjan
![]() |
Hækkun gerir hótel órekstrarhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Hægri-Grænir skora hátt
Hægri-Grænir skora hátt í óvísindalegum könnunum.
Þeir fengu 45% fylgi samkvæmt könnun Útvarp Sögu.
Svo var könnun á Bylgjunni :
Þetta gera 7 þingmenn fyrir hægri græna. 10%
Ég bíð spenntur eftir "alvöru" könnun. Þ.e. könnun með marktæku úrtaki og almennt viðurkenndum aðferðum.
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 28. ágúst 2012
Guðlaugur Þór notar netið
Guðlaugur Þór setti youtube myndband á netið fyrir stuttu. Gott hjá honum.
Ég furða mig oft á því af hverju þingmenn nota ekki netið meir. Blogga, Facebook, Twitter, Youtube o.s.frv.
Þingmenn halda að mikilvægast sé að fá aðgang í viðtölum í fjölmiðlum (Lilja Móses) eða eiga fjölmiðla (Sigmundur og Framsóknarflokkurinn).
Hver þingmaður hefur aðstoðarmann! Ætti ekki vera málið að fá hjálp og hafa smá tíma í góðu fríi.
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 28. ágúst 2012
Fjórflokkurinn fagnar
Þetta tryggir fjórflokknum völdin næstu 4 árin. Þeir kjósendur sem eru til í breytingar kjósa alltof marga flokka og þá detta atkvæðin dauð niður þar sem þetta 5% lágmark er til að komast á þing.
Er reyndar algjörlega sammála þessum 5% þröskuldi.
kv
Sleggjan
![]() |
Stefnir í á annan tug framboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |