Miðvikudagur, 5. september 2012
Lengra nám. Hækka laun.
Ef það er lengt kennaranám þá eiga laun að fylgja með. Það er rökrétt og sanngjarnt.
Með lengra námi var verið að reyna að bæta menntunina á Íslandi og ekki var það vanþurfa á.
Þessi bætta kennsla og fagmennska mun skila sér margfallt inn í hagkerfið og hækkun launa hjá kennurum því rökrétt skref.
Svo væri eðlilegt að stuðla að því að þeir kennarar sem "náður að plögga á sig kennsluréttindi fyrir þiggja ára nám" skuli fara í endurmenntunn. Til að fagmennskan verði sem jöfnust.
hvells
![]() |
Mikil fækkun nýnema í kennaranámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Lögleiðing.
Það á bara að lögleiða spilavítin og skattleggja þau duglega. Hluti af peningunum getur farið til Rauða Krossinn og önnur góð verkefni.
hvells
![]() |
Tekjurnar hrapa og skorið niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. september 2012
Það blasir við.
Það á að leggja þennan Íbúðarlánasjóð niður. Þetta er eitthvað leiktæki fyrir stjórnmálamenn.
Íbúðarlánasjóður kom Framsóknaflokknum í stjórn með glórulaus lán (90%) eftir kosningar 2003. Þessi aðgerð heldur betur magnaði þennsluna í hagkerfinu.
Og nú er Íbúðarlánasjóður notaður fyrir bitlingastað fyrir Framsóknarmenn sem vilja þægilega innivinnu og laun yfir milljón.
Það á að leggja þetta niður sem fyrst. Við getum ekki einkavætt íbúðarlánasjóð vegna þess að það er ekki neinn heilvita maður sem vill kaupa þetta apparat.
Við það sparast gríðarlegur kosnaður og skattpeningarnir geta farið í sjúkrahúsin sem dæmi. Ekki gjaldþrota banka.
hvells
![]() |
Rúmur milljarður í leigutekjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2012
Mín spá
Mín spa er að BF komi manni á þing. Skríllinn mun stiðja Liju og hennar flokki. Hún á möguleika að koma manni á þing.
Í dögum eru vitleysingar innanborðs meira og minna. 2-3% Íslendingar eru vitlausir og þannig mun niðurstðaan vera fyrir Dögun
Hægri grænir er mesta óvissan. Það væri gaman að fá þá með 5% inn. En þeir eru með of margar hókus pókus aðferðir og ölvunarakstur Guðmundar Franklín mun skaða flokkinn.
hvells
![]() |
Ná engum manni á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2012
Ábyrgðarleysi Íslendinga
"Hann segir að reynslan til þessa sýni að Íslendinga og Færeyinga hafi skort vilja til þess að ná málamiðlun í deilunni og komast að sanngjörnu samkomulagi um makrílveiðarnar. Enn eina ferðina hafi leið samningaviðræðna nú brugðist. Það er óviðunandi fyrir hvaða ríki sem er að stefna í hættu sjálfbærni deilistofna með því að ákvarða gríðarlega auknar veiðiheimildir. Og við höldum áfram að horfa upp á eiginhagsmunasemi og þrjósku einkenna afstöðu Íslands og Færeyja"
Við erum ekki að stunda sjálfbærar veiðar á makríl. Við montum okkur á því erlendis af okkar sjálfbæru veiðum. Besta veiðikerfi í heimi. Sækjumst eftir vottun á pakkningar sem sannar sjálfbærni. En högum okkur svona þegar kemur að makríl.
Hvernig væri að komast að sanngjörnu samkomulagi um markílveiðar.
kv
Sleggjan
![]() |
Telja samningaleiðina hafa brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2012
Rangfærslur
Hann nefnir að árið 2008 (eftir hrun) byrjuði ferðamönnum að fjölga.
Það er rangt
Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári frá árinu 2002. Já. Allt góðærið.
Árið 2007 var metár á sínum tíma þegar krónan var í hámarki.
Fyrirhugaður skattur mun ekki fækka ferðamönnum punktur.
Ekki hlusta á hagsmunaaðila, ferðamannaiðnaðurinn skal borga sömu skatta og aðrir.
kv
Sleggjan
![]() |
Hærri skattur fækkar ferðamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. september 2012
Göngum að samningaborðinu
Við Íslendingjar þykjumst vera þekkt fyrir sjálfbærar veiðar. Viljum fá vottun á pakkningarnar sem staðfestir það.
Makrílveiðarnar hér við land eru ekki sjálfbærar. Hrópandi ósjálbærar. Íslendingar ganga mjög hart að stofninum.
Það geta allir verið sammála um að ganga frá stofninum er ekki gott. Tapa allir.
Þessvegna gott að semja um ákveðna lausn og þá sérstaklega til að bjarga stofninum.
kv
Sll
![]() |
Enginn samningur betri en slæmur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 2. september 2012
Enn eitt dæmið
Enn eitt dæmið um vísbendingar markaðar.
Bankarnir voru tregir að lána til íbúðakaupa á landsbyggðinni. Íbúðalánasjóður sá nánast alfarið um það. Íbúðaverð var frekar hátt og einnig skoðuðu bankarnir líklega framtíðarþróun. En sú þróun er því miður að íbúum fer fækkandi og auðvitað fasteignaverð í leiðinni.
Íbúalánasjóður ákvað að hundsa þessar vísbendingar, enda ríkisrekinn og alveg sama þó það komi tap.
Önnur vísbending markaðar er bygging Hátæknisjúkrahúss. Þar vilja einkaaðilar ekki snerta með litla fingri, en Lífeyrissjóðirnir eru eitthvað að hugsa málin. Sjóðirnir ættu að sjá vísbendingu markaðarins. Sama á við um ýmis göng sem eiga að vera "góð fjárfesting" en enginn kemur að borðinu nema eitthvað ríkisrekið batterí eða Lífeyrissjóðir.
kv
Sleggjan
![]() |
Vandræði Íbúðalánasjóðs rétt að byrja? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. september 2012
Rökrétt hjá Tutu
Eins og Tutu segir þá á að senda þessa menn fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Rökin æpa á okkur.
Þeir fóru í stríð byggða á lygum. Sögðu blákallt, margoft að Saddam ættti efnavopn og héldi hlífiskyldi yfir Al-Queda.
En hvað gerðu Vestrænu ríkin í staðin. Jú. Gerður Blair að sérstökum friðarerindreka í Mið-Austurlöndunum!
Hlutverk:
" Vinna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs"
Þetta er fráleitt. Svona eins og að láta nauðgaran gefa áfallahjálp á fórnarlambið.
kv
Sleggjan
![]() |
Vill að Blair og Bush verði ákærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. september 2012
Bjarni kastar steini úr glerhúsi
Bjarni kastar steini úr glerhúsi.
Þessi gamli framsóknarmaður einbeitir sér að því að kljúfa flokkin með því að beita sér gegn stjórnarsáttmálanum. Það er auðvitað alvarlegt mál. Meirihluti var á Alþingi um að sækja um ESB og þar við situr. Bjarni beitir ýmsum meðulum til þess að eyðileggja það ferli og það fer illa með stjórnarsamstarfið og einnig VG.
Að gagnrýna Ögmund fyrir að brjóta lögin er ekki slæmt. Það er jákvætt. Verra væri það ef allir væru sáttir með Ögmund.
Hann nefnir Guðrfríði Lilju sérstaklega. Hún sé með honum í "liði". En Guðfríður Lilja gangrýndi Ögmund á Rás 1 í morgun í þættinum "Allir að rífast". Bjarni ætti að fylgjast með.
kv
Sleggjan
![]() |
Sakar forystuna um að vilja kljúfa flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)