Laugardagur, 22. september 2012
Ólga í Framsóknarflokknum, Sigmundur vill öruggt sæti á þingi sem formaður
Það er gríðarleg ólga og klofningur í Framsóknarflokknum. Grasrótin er þreytt á þjóðernisöfgum hjá forystunni og vill breytingar. Grasrótin og kjósendur Framsóknar eru mjög ósáttir við að þingflokkurinn hefur ekki farið eftir landsfundi t.d í sambandi við stjórnlagaþingið. Nú er Framsóknarflokkurinn að missa fylgið sitt og Sigmundur Davíð hefur ákveðið að fara í örugga kjördæmið því að hann þorir ekki að bjóða sig framm í Reykjavík
Sigmundur er hér með að tryggja sér öruggt sæti. Hann gleymdi reyndar að taka það fram í tilkynningunni.
Fólkið í Norðausturkjördæminu eru nægir snillingar til að kjósa þennan flokk. Sigmundur var áður í Reykjavík og það er bara alls ekki öruggt að þingmaður frá Framsókn komi inn þar.
Auðvitað er hrikalegt fyrir formann flokks að komast ekki á þing.
kv
S&H
![]() |
Birkir Jón hættir á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2012
Hægri Grænir- Flatur skattur
http://www.afram-island.is/efnahagsmal/flatur-skattur/
- 20% flatur skattur - eitt skattþrep.
- Lækkun á ári eitt í 35%, ári 2 í 30%, ári 3 í 25% og ári 4 í 20%.
- Útrýma millifærslum í skattkerfinu og fátæktargildrum.
- Minni skattsvik og meiri skattheimta.
- Jaðarskattar hafa letjandi áhrif.
- Innheimtan auðvelduð og framtalið passar á eitt A4 blað.
- Duglegu fólki verður að umbuna í samræmi við vinnuframlag.
- Æskilegt er að skattkerfi séu eins einföld og skilvirk og mögulegt er.
- Flatur skattur eykur gagnsæi og dregur úr líkum á skattundanskotum
Hef verið að skoða stefnumál Hægri Græna. Þeir vita alveg hvar þeir standa. Það er ekkert loforð sem heitir "auka almenna velferð almennings" sem er bara rugl froða. Þeir fara bara mjög nákvæmlega í það sem þeir vilja.
Ég er sammála svona 90% af þessu. Gæti vel verið að ég gefi þeim séns í kosningunum. Þeir eru reyndar harðir NEI-sinnar í ESB málum. En ég hef aldrei verið heitur Já-Sinni, aðeins viljað að almenningur fái að kjósa, meirihlutinn ræður.
Algjör tímaþjófur að lesa þessa síðu frá þeim í Hægri Grænum. Mæli með fyrir alla flokka að hafa nákvæma stefnuskrá. Sem dæmi er stefnuskrá Bjartrar Framtíðar alltof mikil froða. Mikil vonbrigði.
Froða virkar fyrir meirihluta landsmanna, en ekki fyrir mér.
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. september 2012
Arabíska vorið
Grundvallar sannleikur um ,,Arabíska Vorið er sá að það var aldrei til. Megin staðreyndin í Mið-Austurlöndum er aðeins einn og það er Íslam.
Það Íslam sem mótar Mið-Austurlönd innprentar múslímum þann sjálfssannleika að þeir séu meðlimir menningar sem sé óbreytanlega fjandsamlegur Vesturlöndum.
Bandaríkin eru samkeppnisaðili sem eigi að sigra, en ekki burðarás menningar sem beri að taka við.
Egyptar vilja svo banna móðgun við Íslam gegnum Sameinuðu Þjóðirnar
http://www.sis.gov.eg/En/Story.aspx?sid=63922
Grand Imam of Al-Azhar Dr. Ahmed el-Tayyeb in a statement to the Secretary General of the United Nations on Saturday 15/9/2012 stressed the need of a UN resolution to prohibit insulting symbols and sanctities of Islam by some fools and misguided, who do not know the value of social peace among peoples and agitate seditions among them.
Dr. Tayyeb called for punishing those who committed such heinous acts and insulted Prophet Muhammad of Islam.
Tayyeb also urged Ban Ki-moon to work for the adoption of this resolution thus criminalizing insulting symbols of Islam and other religions in order to avoid repetition of such acts in the future.
kv
sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2012
NEI sinnar í áfalli.
Þetta hlítur að vera einsog blaut tuska í andlit NEI sinna og krónu "aðdáðenda"
"Hann er ekki í vafa um að upptaka evru hafi verið rétt skref sem hafi skilað miklum árangri. Efnahagslíf Evrópu hefði vaxið hraðar eftir upptöku evru en áður en evran varð til. Evran hefði dregið til sín erlenda fjárfestingu. Verðbólga hefði minnkað með tilkomu evrunnar. Vextir hefðu einnig lækkað í Evrópu og það eitt og sér hefði stuðlað að vexti í efnahagslífi Evrópu. Samkeppnishæfi fyrirtækja hefði aukist með tilkomu evru. Hann sagði að á þeim áratug sem liðinn væri frá upptöku evru hefðu orðið til 50 milljónir nýrra starfa í Evrópu, en á áratugnum þar á undan hefðu orðið til 5 milljónir nýrra starfa. Atvinnuleysi hefði minnkað úr 9% niður í 7%. Hann sagði að þetta væri árangurinn áður en kreppan skall á árið 2008."
þetta sýnir svart á hvítu þvílik kjarabót Evran sé.
Ísland mun hagnast gríðarlega á Evrunni. Atvinnuleysi mun minnka mikið og almenn hagsæld aukast.
hvellurinn
![]() |
Evran notuð sem blóraböggull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2012
sammála
"Utanríkisráðherra sagði sterkari evru, sem komist hefði í gegnum þessa eldskírn, vera skýran valkost fyrir Íslendinga. Hann vísaði til nýrrar skýrslu Seðlabanka Íslands þar sem fram kemur afdráttarlaust að upptaka evru myndi hafa í för með sér lækkun vaxta, aðgang að stærri fjármagnsmarkaði, aukinn og langþráðan stöðugleika í íslensku efnahagslífi, lægra vöruverð og lægri verðbólgu. Þá myndi upptaka evrunnar geta aukið þjóðarframleiðslu um 20 til 160 milljarða króna árlega og dregið úr viðskiptakostnaði fyrirtækja um 5 til 15 milljarða króna, til viðbótar þeim mikla sparnaði sem fælist í því að þurfa ekki að halda úti gjaldeyrisvaraforða sem greiða þarf af tugmilljarðavexti á ári hverju."
tek undir hvert orð.
hvells
![]() |
Össur: Evran sterkari en dollar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2012
Frumkvæðni, nýsköpun og vit
http://www.vb.is/frettir/76453/
"Inga María Guðmundsdóttir, eigandi dúkkulísuvefsíðunnar Dress Up Games, hefur fengið samtals 163 milljónir króna greiddar út í arð af hagnaði fyrirtækisins síðastliðin þrjú ár. Þetta gera 54,3 milljónir króna að meðaltali á ári eða 4,5 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Arðgreiðsla félagsins nam 36 milljónum króna á síðasta ári.
Dress Up Games er að fullu í eigu Ingu Maríu sem er bókasafnsfræðingur og býr á Ísafirði. Þetta er tenglasíða sem gerir börnum kleift að finna tölvuleiki, svokallaða dúkkulísuleiki, og gengur út á að klæða persónum í föt."
Frábært framtak hjá henni Ingu. Hún þurfti ekki að væla um styrki frá ríkinu, skattaafslátt eða annarskonar ívilnanir (eins og heilsustöðin upp á velli eða gagnaver).
Þetta einstaklingsframtak sem hefur skapað henni góðar tekjur og gjaldeyrir inn í landið einnig.
Þurfum meira svona, þetta kallast verðmætasköpun upp úr engu nema hugviti.
kv
Sleggjan
Föstudagur, 21. september 2012
Engin þörf á stjórnarskrá, þeir eru með þetta
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2012
Kannski of mikið af því góða.
Þetta er allt gott og blessað nema þetta með grunnskólanna.
Það eru fjölmörg fög sem er mun mikilvægara en kvikmyndagerð til að færa í grunnskólanna t.d fjármálalæsi eða tölvunarfræði (í tækniheiminum sem við lifum í dag).
Vegna ókeypis niðurhals er alls óvíst hvort að kvikmyndagerð verði arðbært í framtíðinni
hvellurinn
![]() |
Marka stefnu um kvikmyndamenntun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2012
Yndislega krónan
Yndislega krónan sem NEI-Sinnar elska er að éta upp launahækkanir.
Gaman verður að fylgjast með áframhaldandi lof þeirra fyrir krónunni. Krjúpum fyrir krónunni.
kv
Sleggjan
![]() |
Verðbólgan étur upp launahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2012
Kunnulegt
ESB fer framúr áætlunum.
Mætti halda að þeir hafi lært af Íslendingum.
kv
Sleggjan
![]() |
Nýjar höfuðstöðvar 200 milljónum evra dýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |