Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Lýðskrum lýgi og blekkingar
Það er frekar sorglegt að sjá þessar auglýsingar hjá HH í sjónvarpi, útvarpi, netinu og í dagblöðum.
Ég spyr bara.... HVAR KOMA PENINGARNIR?
HH vill afnema verðtryggingu. Í fyrsta lagi eru óverðtryggt lán í boði í ÖLLUM bönkum. Ef þú vilt losna við verðtryggingu... takktu þá óverðtryggt lán.
Þó að Alþingi afnemi verðtryggingu þá koma háir vextir í staðinn. Er það skárra?
Svo er að sjálfsögðu mjög enkennilegt að HH skuli ekki berjast fyrir ESB aðild. Þar eru lágir vextir og engin verðtrygging.
Svo hefur ENGINN úr HH sagt hvar peningarnir eiga að koma? Íbúðarlánasjóður þarf á 14milljarða innspítingu á að halda einsog staðan er í dag. Ef vertryggingin verður afnumin og lánin færð til byrjun árs 2008 eisog HH vilja þá þurfa skattboargara að borga tífallt þessa upphæð.
Hvar í verlferðarkerfinu á að skera niður til að borga fyrir óráðsíufólk?
Enginn úr HH hefur sagt orð um þetta
en halda áfram að blekkja
hvells
![]() |
Fullt hús á borgarafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Sjúkraflugið
Þetta er það sem ég hef haldið fram í mörg ár og enginn hefur nennt að hlusta.
Það eru þyrlur sem eru lang fljótastar að ná í slasaða manneskju og svo skutla henni á spítala.
Þess má geta að það verður nýr þyrlupallur á Nýja landspítalanum.
hvells
![]() |
Fluttur með þyrlu eftir slys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Áfram Gillz
Vona að hann hætti að hlusta á "boðbera pólítiskar rétttrúnaðar". Þeir eru að gegnsýra þetta samfélag.
Gillz er kominn í útvarpið aftur, stendur sig vel og hefur ekkert breytt sínum stíl.
Nú fara sjónvarpsþættirnir í bíó.
Svo bara að hann haldi áfram að leiðbeina fólki í ræktinni, hvetja fólk að stunda betri lífstíl gegnum hreyfingu og matarræði.
Svo bíð ég eftir sjóvarpsseríu nr 3. Ef einhver sjónvarpstöð þorir.
kv
Sleggjan
![]() |
Situr undir svívirðingum réttsýnna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Markaðspistill sleggjunnar
Furðulegt að fyriræki séu ennþá markaðssetja sig gegnum email. Þetta er það fyrsta sem blasir við mér þegar ég fer á Dominos.is. Beiðni um að fara í póstlistann.
Í dag er það yfirleitt þannig að fólk lítur á skilaboð frá fyrirtækjum í email sem ruslpóst og les það sjaldan. Ekki er dóminos aðeins sek um þetta. Líka Hopkaup, vodafone og fleiri fyrirtæki.
Markaðsstarf er farið frekar yfir á Facebook , like it or not. Þessi skilaboð á dominos ætti frekar að vera "like-aðu við síðuna okkar á facebook, relguleg tilboð, gætir unnið pizzu, leikir o.sf.rv"
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Að nenna að kanna málið sjálfur
http://www.vb.is/frettir/78109/
" Sigríður tók nýlega sæt á Alþingi og spyr ráðherra að því hvort skattstjóra sé heimilt án sérstakrar lagaheimildar að gera og birta opinberlega lista yfir annars vegar þá einstaklinga og hins vegar þá lögaðila sem hæstir skattar hafa verið lagðir á samkvæmt álagningarskrám hvers árs."
Hvernig væri að kanna þetta sjálf?
Ég kannaði þetta og það tók nokkrar mínútur. Það er engin sérstök heimild fyrir því að það má birta topplistann. Enda væri það fáránlegt að getið er sérstaklega um það í lögum.
Hinsvegar ekkert sem bannar það, sem ætti að vera lykillinn.
Hún þurfti að eyða tíma og peningum skattborgara í að komast í fjölmiðla.
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Rangfærslur og bull í Jibril Rajoub
Ávarpið hans:
"Hann segir að mótmælin eigi að senda þau skilaboð til Ísraelmanna að Palestína sé raunverulegt land, raunverulegt ríki og eigi rétt á sér sem slíkt. Ætlunin er að hindra för ísraelskra farartækja um Palestínu."
Palestína er ekki raunverulekt ríki og hefur ekki verið síðan á Biblical times. Ef eitthvað er þá er Palestína Jórdanía. Enda stór hluti "Palestínu" í Jórdaníu. Palestína er ekki viðurkennt sem ríki á alþjóðavettvangi (nema hjá honum Össurri Skarhéðinnssyni).
"Palestína" er í tveim pörtum. Gaza parturinn er stjórnaður af hryðjuverkasamtökun.
Einnig segir þessi Jibril að þetta verði friðsöm mótmæli. En samt ælta þeir að hinda för allra ísraelskra farartækja um Vesturbakkann. Það kalla ég ekki friðsamt. En kannski friðsamt í hans skilningi því þeir eru ekki að sprengja sjálfan sig í loft upp.
kv
Sleggjan
![]() |
Boða friðsamleg mótmæli í Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Sparið sjálf
Greiðið andvirði Heimilistryggingu, Kaskótryggingu o.s.frv. á sérstakan sparireikning í bankanum ykkar. Notið svo þann pening þegar eitthvað kemur upp á.
Það er jú auðvitað hætta á að þið endið í tapi ef það kveiknar í húsinu ykkar. En líkurnar eru svo litlar.
Það eru allar líkur á að þið endið í góðum plús til lengri tíma.
Sérstaklega í sambandi við heimilistryggingu. Ef þið greiðið andvirðið samviskusamlega líður ekki langt þangað til þið séuð komin með summu sem er jafn mikil og flatskjárinn sem stolinn var í fréttinni, og fartölvan.
kv
Sleggjan
![]() |
Heimilistrygging er tilgangslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 12. nóvember 2012
Þetta venjulega með íslenska fjölmiðla og umfjöllun um Mið-Austurlöndin
http://www.ruv.is/frett/israelsmenn-gera-aras-a-syrland
"Ísraelsmenn gera árás á Sýrland" er fyrirsögnin.
Þegar nánar er gáð var Ísrael að svara árás frá Sýrlandi. Sýrland sem sagt gerði árás á Ísrael og Ísraelar svöruðu þeirri árás.
Fyrirsögnin hjá RUV ætti að vera eitthvað í þessum dúr: "Ísraelar svara árás Sýrlendinga" eða "Átök milli Ísraels og Sýrlands".
Þetta er orðið frekar þreytandi hvernig íslenskir fjölmiðlar haga sér þegar þeir fjalla um Mið Austurlöndin og Ísrael. Hef sent þeim skeyti og held áfram að benda á þeirra rangfærslur hér á blogginu. Dropinn holar steininn.
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. nóvember 2012
Villandi
Það er mjög villandi að segja að Borgin sé að bjóða í bíó.
Skattborgarar í RVK er að bjóða í bíó. Hvort sem þeir vilja eða ekki.
Það var allavega ekki spurt skattborgara hvort þau vildu bjóða í bíó. Embættismennrinri tóku ákvörðun fyrir okkur hvernig átti að eyða okkar eigin peninga.
RVK er með útsvarið í hámarki. Stað þess að lækka skatta þá er notað peningana til þess að "bjóða" í bíó.
Borgin tekur of okkur pening og gefur okkur hluta af honum aftur í formi bíómiða.... og þykjast vera voða góð við okkur.
hvells
![]() |
Borgin býður í bíó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. nóvember 2012
Lýðskrumarinn horfist ekki á við raunveruleikann
http://www.dv.is/frettir/2012/11/12/vilhjalmur-midstjorn-asi-grenjar-lokudum-fundum/
Vilhjálmur setti fram nokkrar tillögur. M.a:
-Afnám verðtryggingar.
-Þak á húsnæðisvexti.
Hver í raunveruleikanum (ekki draumaheimum) lánar fyrir húsnæði við þessi skilyrði?
Hann Vilhjálmur vill kannski stofna banka og demba sér í lánastarfsemi og fara þá á hausinn jafnóðum.
kv
Sleggjan