Þriðjudagur, 15. janúar 2013
Furðurleg umræða
Skuldaþak var ekki sett á ástæðulausu. Bara ef við Íslenidngar höfðum skuldaþak. Það muni draga úr þessum gengdarlausa halla seinustu ára.
Bandaríkjamenn verða að sníða stakkk eftir vexti. Ekki eyða umfram tekjur. Krísan hér í USA er það að þeir vilja taka lán en geta það ekki vegna skuldaþakinu.
Í stað þess að draga úr útkjöldum þá vilja þeir hækka skuldaþakið og skullda enn meira og velta því framtíðarsköttum á börnin.
"Fyrr í dag sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti repúblikanar ættu alls ekki að reyna hagnýta sér ástandið til að fá það í gegn að stjórnvöld dragi úr ríkisútgjöldunum"
Fá það í gegn að ríkið dragi úr útgjöldum???? Er það ekki bara skynsamlegt.... í ljósi þess að USA skuldar 16billjón dollara
And counting
hvells
![]() |
Bernanke: Hækkið skuldaþakið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. janúar 2013
Þurfa að svara fyrir aukningu
http://www.ruv.is/frett/ferdathjonustan-tholir-ekki-haekkun
KPMG gerði skýrslu. Sagði að ferðamönnum myndi fækka ef skatturinn (á gistinótt) verði leiðréttur á við aðra þjónustu hér á landi.
Þjóðin hoppaði á vagninn með KPMG og talaði um fækkunina sem staðreynd.
Sleggjan, enn og aftur, synti á móti straumnum.
Skrifaði þessa færslu og fékk bágt fyrir http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1264288/
Stend enn við fyrri skoðun. 2013 mun vera metár þrátt fyrir hækkun á skattinum.
kv
Sleggjan
![]() |
Enn fleiri ferðamenn á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2013
Það sem eykur lífskjör. Ease of doing business index
http://en.wikipedia.org/wiki/Ease_of_Doing_Business_Index
Þetta er listinn sem við viljum vera ofarlega á. Vinstri stjórnin vill norrænt velferðarkerfi. En við verðum þá að vera hátt sett á þessum lista til að eiga efna á því kerfi. DK er í fimmta sæti.
Skattar eru ekki allt. Viðskiptafrelsi er eitt tvö og þrjú
2013 2012 2011 2010 2009 Country/region
1 1 1 1 1 Singapore
2 2 2 2 2 Hong Kong
3 3 3 3 3 New Zealand
4 4 5 4 4 United States
5 5 6 6 5 Denmark
6 6 8 10 10 Norway
7 7 4 5 6 United Kingdom
8 8 16 19 23 South Korea
9 9 12 13 16 Georgia
10 15 10 9 9 Australia
11 11 13 16 14 Finland
12 18 21 23 21 Malaysia
13 14 14 18 17 Sweden
14 16 15 14 11 Iceland
15 10 9 7 7 Ireland
16 25 33 46 61 Taiwan
17 13 7 8 8 Canada
18 17 19 12 12 Thailand
19 23 20 17 24 Mauritius
20 19 22 25 27 Germany
tökum svo neðstu sætin
165 164 166 153 150 Iraq
166 154 152 157 152 Senegal
167 159 165 166 161 Mauritania
168 160 167 160 168 Afghanistan
169 168 174 164 173 Timor-Leste
170 156 156 158 151 Gabon
171 170 158 163 157 Djibouti
172 172 163 169 170 Angola
172 171 157 159 160 Zimbabwe
174 174 162 151 154 Haiti
175 175 170 172 172 Benin
176 173 173 174 174 Niger
177 167 169 168 163 Côte d'Ivoire
178 179 179 173 171 Guinea
179 176 176 181 181 Guinea-Bissau
180 177 172 177 178 Venezuela
181 178 175 182 182 Democratic Republic of the Congo
182 180 180 175 175 Eritrea
183 181 177 179 179 Congo
184 183 183 178 176 Chad
185 182 182 183 183 Central African Republic
hér er augljóst að því auðveldara sem er hægt að stunda viðskipti því meiri lífskjör
hvells
Sunnudagur, 13. janúar 2013
Sparnaður?
Er þetta virkilega vilji þjóðarinnar í dag að eyða þrem milljörðum í þessar stofnanir... og þá á eftir að reka þetta batterí.
Er núna ekki tíminn til að skera niður? Minnka báknið.
Ég veit að enginn stjórnmálamaður þorir að gagnrýna þetta.
Það er svo miklu auðveldara að eyða en að spara.
Þessi gengdarlausa eyðsla mun aldrei hætta nema að það verður pólitiskt hagstætt að setja sig upp á móti eyðslu. Boltinn er hjá okkur almenningi.
hvells
![]() |
Húsið mun kosta yfir 3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2013
VG viðurkennir arðsemi virkjana
Nú hefur VG viðurkennt arðsemi virkjana og er þá núna orðinn hinn rétti stóriðjuflokkur
Þá vitum við það.
hvells
![]() |
Vara við einkavæðingu Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2013
Glöggt er gest augað
Íslenindgar finnst fáránlegt að auglýsa Ísland fyrir vonda verið. Þeir hugsa "hver vill fljúga til annara landa fyrir vont veður?"... en fyrir fólk sem býr við sama góða veðrið allt árið í kring finnst spennandi að komast í smá rigninug og rok... jafnvel snjó. .. þó að þetta meikar ekki sens fyrir Íslendinga.
Þetta sást mikið í umræðunni um Nubo. Helstu rökin hjá beservísunum sem vildu Nubo ekki til landsins var að þeir skildu ekki viðskiptaplanið hans. "ég skil ekki hvað hann vill gera þarna" " hver vill búa á Grímstöðum og afar í golf" málið er að Nubo sá tækifæri í þessu.... þó að sófaspekingarnir gerðu það ekki
hvells
![]() |
Vonda veðrið og myrkrið laðar að |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2013
Jón flottur
Ég óska Jóni velfarnaðar. Muddy Boots verur aldrei næsti Baugur en vonandi gengur þetta upp hjá kallinum og getur lifað á þessum viðskiptum og heldur sig við þar sem hann þekkir til þ.e í smásölunni
hvells
![]() |
Jón Ásgeir í hamborgarabransann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. janúar 2013
Kosningabaráttan
Þetta verður skemmtilegt. VG verður algjörlega á gati þegar verður spurt um þetta mál.
Það gerðirst seinustu kosninga þegar Kolbrún sagði NEI takk (og datt af þingi í kjölfarið) og steingrímur drá í land
Blessuð sé olían... svo ekki sé nema að hella olíu á þennan ósættiseld sem er í VG.
hvells
![]() |
VG fari ítarlega yfir olíumálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. janúar 2013
Óþarfi að biðjast afskökunar
Í íþróttum á maður ekki alltaf stjörnuleik.
Maður á góða daga og slæma daga.
Aron átti slæman dag. Þannig er það bara.
Hann skuldar okkur sófaspekingunum enga afsökun. Ekki getum við betur.
kv
Sleggjan
![]() |
Aron: Ég biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. janúar 2013
Japanir setja peninga í hagkerfið
http://www.vb.is/frettir/79750/
Japönsk stjórnvöld hafa samþykkt að setja fjármagn í hagkerfið til að glæða það lífi. Upphæðin nemur 116 milljörðum dollurum
Fjármagnið verður notað til að byggja upp innviði og til að örva fjárfestingu þar í landi. Talið er að þetta muni auka hagvöxt um 2% og fjölga störfum um 600.000.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, segir það nauðsynlegt að hafa áætlun sem fjölgar störfum og viðheldur vexti.
Stjórnvöld gætu líka í staðinn lækkað skatta á fólk og fyrirtæki sem jafngildir sömu upphæð til að byrja með. En til langs tíma skilar þetta sér allt til baka.
Þá fjölgar störfum af sjálfum sér í frjálsu hagkerfi.
kv
Sleggjan