Sunnudagur, 27. janúar 2013
S-listinn
Í fyrsta lagi vil ég fagna því að Árni komst ekki á listann.
Tvær sterkar konur leiða listann og þó að þær báðar hafa brenglaðar hugmynir um ESB þá hafa þeir meginstef Sjálfstæðisflokksins á hreinu.
Lægri skattar og báknið burt.
Þriðja sæti lyktar hinsvegar að einhverskonar kjödæmapoti. Ásmunudur Friðriks er fv bæjarstjóri í Garði og hann fékk nokkur atvkæði með því að lofa að berjast fyrir "sína menn" ásamt því að lofa afskriftir af verðtryggðu lánum án þess að geta þess hvar peningarnir eiga að koma.
hvells
![]() |
Ragnheiður Elín í fyrsta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2013
What about the children?!?!?!?!?!?!
Alltaf þegar það á að skerða frelsi einstaklingsins þá er þa gert í "göfuglegum" tilgangi.
Er það hlutverk ríkisstjórnarinnar að ala upp okkar eigin börn?
Í betri netverslunum er hægt að kaupa ákveðna internetvörn og foreldrar geta sjálf stýrt hvað má skoða og hvað má ekki.
Þetta er í höndum ykkar. Ekki ríkisstjórnarinnar.
hvells
![]() |
Femínistar fagna aðgerðum gegn klámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2013
Virkaði í fyrra
Danir hafa hugsað. Jó LOOREN vann í fyrra. Berfætt náttúrubarn í efnislitlum kjól. Gerum það nákvæmlega sama.
En þú þarft að vera orginal til að vinna í Eurovision.
hvells
![]() |
Konunglegt framlag Dana í Eurovison |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2013
Grunnvandinn
Það göfgar manninn að gera gagn. Þú færð sjálfsvirðingu við því að vinna og skila framlagi í samfélaginu.
Til langstíma skapar mikla vanlíðan að vera þyggjandi allt sitt líf.
Til þess að hjálpa Guðrúnu sem mest þó væri heppilegast fyrir borgina að hjálpa henni á vinnumarkaðinn þar sem hún getur öðlagst stolt, sjálfsvirðingu, sjálfstraust og hamingju.
Hærri húsaleigubætur gerir ekki þetta gagn.
hvells
![]() |
Öryrki stefnir Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2013
Trúverðuga leiðin
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4197522
Bjarni Ben vildi og vill evru.
Flestir sjálfstæðismenn reyndar.
Munur á núna og 2009 er að þeir mega ekki tala um það.
kv
sleggjan
Laugardagur, 26. janúar 2013
Stærsta auðlind Ísland er hugvitið
Alltaf gaman að lesa jákvæðar fréttir.
Ég vill hrósa HR fyrir því að gjörbylta tækninámi á Íslandi. Þeir hafa tekið frumkvæmi í að mennta verkfræinga og tölvunafræðinga á heimsmælikvarða. Þetta er menntun framtíarinnar og er ávísun á verðmætasköpun á Íslandi.
Ég vill óska öllum kandídátum til hamingju með árangurinn.
hvells
![]() |
HR brautskráir 184 kandídata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. janúar 2013
Ólafur hefur rangt fyrir sér enn og aftur
Ríkið eyddi gríðarlegum peningum til að bjarga fjármálakerfinu. Gjaldþot Seðlabankans kostaði okkur hundruði milljarða.
http://www.austurlandid.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1033:gratleg-mistoek-seelabanka-ureu-til-tess-ae-gjaldtrot-hans-vare-hatt-i-300-milljarear&catid=21:almennt&Itemid=19
Ríkið eyddi hátt í hundrað milljarða í peningamarkaðssjóði
http://eyjan.pressan.is/frettir/2009/10/06/peningamarkadssjodir-kostudu-83-milljarda-landsbanki-langdyrastur-med-63-milljarda/
Svo eru innistæður í bönkum tryggðar uppí topp með ríkisábyrgð. Ef Ólafur er að halda því fram að á Íslandi er litið á banka sem hvert annað fyrirtæki þá hefur Ólafur rangt fyrir sér. Og ekki í fyrsta skiptið.
Bankar hafa ríkisábyrgð á Íslandi.
hvells
![]() |
Bankar eins og hvert annað fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. janúar 2013
Ánægulegt
Það er ánægulegt að við skulum ná fríverslunarsamningi við Kína. Í raun væri best að ná fríverslunarsamningi við flestöll lönd. Ef ekki öll.
Þess má geta að ESB er komin lengra með fríversllunarsamning við Kína og heimildir segja a hann sé mun betri heldur en sá sem við erum að fá.
Svo betur fer er Ísland á leið inn í ESB og fær þá að njóta þennan góða fríverslunarsamning við Kína.
Ef þjóðin verður svo heppin að segja JÁ-ESB.
hvells
![]() |
Ætla að ljúka samningum sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. janúar 2013
Frá hverjum vilja hjúkrunarfræðingar stela?
Það er augljóst mál að ef almenningur þarf að gefa meiri pening til hjúkrunarfræðinga þá þarf að eiga fyrir því.
Spurningin er hvar á að skera niður í staðinn?
Hjúkrunarfræðingar hafa ekki komið með svar við þeirri spurningu. Þeir halda að peningarnir koma frá himnum ofan. Money heaven einsog Björgólfur Þór sagði. Það er greinilega ennþá 2007 hjá hjúkrunarfræðingunum. Enda fengu þau myndarlega launahækkun á hrun árinu. Ein stétta.
En nú vilja hjúkrunarfræðingar meiri pening. Tökum frá fjölskilduhjálp, tökum frá fötluðum, tökum frá ellilífeyrisþegum. Hjúkrunarfræðingar eru alveg sama. Bara ef þær fá meiri pening undir rassin á sjálfum sér.
hvells
![]() |
Styðja kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. janúar 2013
Sama stefna og XD í evrópumálum
Eina von til þess að VG kemst í stjórn eftir kosningar er að XD mun leita til flokksins vegna ESB.
Báðir flokkarnir vilja nú stoppa viðræður og halda þjóðaratkvæðisgreiðslur hvort það á að byrja aftur.
Ég hef reyndar aldrei skilið þetta.
Þetta er hugmyn frá Björn Bjarna.
Afhvejru að stoppa viðræðurnar fyrst og spyrja svo?
Afhverju ekki að spyrja þjóðina um framhaldið? Hvort hún vilji stoppa viðræðurnar?
En svona vilja VG og XD hafa þetta. Skjóta fyrst og spyrja svo.
hvells
![]() |
VG álykta í lok flokksráðsfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |