Föstudagur, 8. febrúar 2013
Óðinn hjá Viðskiptablaðinu er einn besti þjóðfélagsrýnirinn á Íslandi í dag. Hér er grein sem allir tilvonandi þingmenn eiga að lesa.
Skuldir ríkisins í lok nóvember voru 1.509 milljarðar króna. Skuldbind ingar ríkisins samkvæmt Lánamál um voru á sama tíma 1.321 milljarður króna, þar af voru 333 milljarðar vegna Landsvirkjunar og 952 milljarðar vegna ábyrgða á skuldum Íbúðalánasjóðs. Beinar skuldir og ábyrgðir ríkisins námu því 2.830 milljörðum króna. Ábyrgð ríkisins á halla opinberu lífeyrissjóðanna er síðan líklegast orðin töluvert hærri en 500 milljarðar króna þannig að beinar skuldir ríkisins og ábyrgðir nema rúmlega 3.330 milljörð um króna eða 191% af vergri lands framleiðslu.
* * *
Til að skila komandi kynslóðum sjálfbærum ríkisfjármálum er algjör nauðsyn að lækka skuldir og ábyrgðir ríkisins hratt og örugglega. Það næst seint með því einu að skila afgangi á ríkissjóði heldur þarf að gera það með samhæfðri áætlun sem miðar að því að lækka skuldir, losa ábyrgðir og auka hagvöxt. Ríkið á að selja eignir og þar nægir ekki bara að selja hlut í Landsvirkjun heldur á ríkið einnig að selja hluti sína í bönkunum og víkjandi skuldabréf sem það á á Arion banka og Íslandsbanka, jafn framt á ríkið að selja sértryggð skuldabréf Kaupþings sem það eignaðist við fall bankanna. Víkj andi skuldabréfin eru í erlendum myntum sem hentar lífeyrissjóð um vel. Víkjandi skuldabréf Arion banka eru 32,5 milljarðar og víkj andi skuldabréf á Íslandsbanka eru 22 milljarðar. Sértryggð skuldabréf í eigu Seðlabankans eru á bilinu 100150 milljarðar króna og virði eignarhlutar ríkisins í bönkunum á bilinu 100-150 milljarðar króna. Ef þessu til viðbótar fengjust 100 milljarðar fyrir þriðjungs hlut rík isins í Landsvirkjun þá gæti þetta lækkað beinar skuldir ríkisins um u.þ.b. 400 milljarða eða 27%.
* * *
Helgi Magnússon, formaður VR, hefur nefnt þá hugmynd að lífeyr issjóðirnir kaupi allt að 50% hlut í Landsvirkjun og eigið fé félagsins verði aukið til þess að hægt verði að létta ábyrgð ríkisins af skuldum félagsins. Ef það væri gert myndu ábyrgðir ríkisins lækka um 333 milljarða króna, þegar þau lán sem félagið er nú með eru komin á gjald daga. Þar með hefðu skuldir og ábyrgðir ríkisins lækkað um u.þ.b. 750 milljarða króna og eru komin úr 191% af VLF í 148% af VLF.
* * *
Eins og áður sagði er ríkið í ábyrgð fyrir 952 milljörðum af skuldum Íbúðalánasjóðs. Þessi upphæð mun sem betur fer aldrei lenda öll á ríkinu þótt hætt sé við að tap sjóðsins geti legið á bilinu 100 til 200 milljarðar þeg ar upp verður staðið. En miðað við hversu vel bönkunum hefur gengið að fjármagna fasteignalán og ekki síður vegna þess hversu illa hefur tekist til við rekstur Íbúðalánasjóðs er ekkert því til fyrirstöðu að sjóð urinn hætti lánveitingum og að á sama tíma verði skástu lán sjóðsins tekin út úr honum og pakkað eins og sértryggðu fasteignabréfum bank anna. Eigendum íbúðabréfa yrði boðið að skipta íbúðabréfum í ný bréf sem væru ýmist uppgreiðanleg eða óverðtryggð og án ríkisábyrgð ar, ríkið gæti þurft að taka á sig út gjöld vegna þessa, en kostnaðurinn myndi í sjálfu sér ekki aukast. Það væri hætt að sópa honum undir teppið eða öllu heldur ýta honum á undan sér. Ef eftirspurn reynist næg þá eru um 240 milljarðar af lánum sjóðsins þar sem veðþekja er und ir 70% samkvæmt skýrslu IFS ráð gjafar. Þar með tækist að minnka skuldir og ábyrgðir ríkisins í 134%. Þessu til viðbótar yrði síðan að end urskoða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, en það er óraunhæft að ætla að þeir muni bera nema lít inn hluta halla sjóðanna.
* * *
Skuldir og ábyrgðir upp á 134% af vergri landsframleiðslu er vit anlega enn alltof hátt. Þess vegna verður að sveigja af leið núverandi stjórnarstefnu sem er að skattleggja okkur út úr kreppunni og taka upp efnahagsstefnu sem stuðlar að hag vexti. Skrefin sem þarf að taka til þess eru að lækka jaðarskatta og skatta á sparnað, hætta sérstakri skattheimtu á sjávarútveginn og skemmdarstarfsemi á kvótakerf inu. Frekar á að auka möguleika á framsali aflaheimilda og loks þarf að samþykkja nýja rammaáætl un um nýtingu náttúruauðlinda. Allt styður þetta hvað annað. Ný rammaáætlun myndi hækka verð gildi Landsvirkjunar og aukinn hagvöxtur myndi auka verðmæti bankanna og bæta veðstöðu lán taka Íbúðalánasjóðs og minnka vanskil.
* * *
Ef hagvöxtur verður 3,5% á ári hér næstu tíu árin myndi hlut fall skulda og ábyrgða miðað við að upphæð þeirra héldist óbreytt lækka niður í 95% af VLF og ef rík issjóður yrði rekinn með 2% af gangi á ári á þessu tíu ára tímabili myndu skuldir og ábyrgðir lækka í 86% af VLF. Það er enn mjög hátt hlutfall, en myndi sennilega verða lægra þar sem þessi árangur þýddi að tapið á Íbúðalánasjóði yrði ekki eins mikið og ella, bæði vegna þess að kaupmáttur mun aukast hratt og vegna þess að fasteignaverð mun hækka.
Allar þessar aðgerðir hér að ofan styðja svo meginmarkmiðið sem er afnám gjaldeyrishafta og upp taka alþjóðlegrar myntar á Íslandi. Sala ríkisins á eignum minnkar peningamagn í umferð og þar með snjóhengjuna, lægra skuldahlut fall eykur líkurnar á því að erlend ir lánamarkaðir opnist íslenskum fyrirtækjum, það lækkar vaxta gjöld hins opinbera og betra fjárfestingarumhverfi laðar að erlenda fjárfestingu.
* * *
Markmiðin hér að ofan fyrir hag vöxt og afgang á fjárlögum eru hvorutveggja mjög metnaðarfull. Það sýnir að við megum engan tíma missa. Okkur mun alveg örugglega ekki takast að vinna okkur út úr vandanum ef við ekki reynum.
http://www.vb.is/skodun/80103/
hvells
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Hver borgar?
Hver á að borga fyrir afskriftirnar?
Fínt að Sigmundur upplýsir okkur um það.
hvells
![]() |
Stökkbreytt húsnæðislán verði leiðrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Lýðskrumaflokkurinn
Skríllinn finnst gama af hókus pókus lausnum sem kemur okkur í gjaldþrot seinna.
Hver man ekki eftir 90% íbúðarlánin sem hafa komið meirihluta landsmanna nánast á hausinn og var upphafið að mestu fasteignabólu frá upphafi á Íslandi.
Næsta töfralausnin er að afskrifa þetta rugl... það sem Framsókn á sökina til að byrja með.
Þetta er mest rugl flokkur sem ég veit um og það er ótrúlegt að skríllinn vill kjósa þetta pakk.
Allt er leyfilegt í pólitik. Bara ljúga nógu mikið að þjóðinni til að láta skrílinn kjósa sig..... og svo má ekki gleyma þjóðrembunni...... hún virkar vel.
hvells
![]() |
Framsókn fengi 19,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Hver á að borga?
XB verður að segja það hreint út hverjir eiga að borga þessar afskriftir. Annars er þetta líðskrum og rugl.
hvells
![]() |
Skjaldborgin sneri öfugt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Vinstri veröldin
Vigdís er í Framsóknarflokknum og tala um þessa hræðilegu vinstri veröld.
Hefur hún ekki lesi stefnu XB? Hefur hún ekki talað við menn í Framsóknarflokknum?
Sjá hér
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/03/hoskuldur-framsoknarflokkurinn-er-of-haegri-sinnadur/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/15/frjalslyndur_vinstri_flokkur/
"Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á Alþingi í dag að hjartað í framsóknarmönnum væri vinstra megin."
Kannski er best fyrir Vigdísi að vinna heimavinnuna sína... jafnvel spjalla við fólk í sínum eigin flokki áður en hún opni á sér kjaftinn.
hvells
![]() |
Vill út úr veröld vinstri flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Minnihlutastjórnin
Það er klárt mál að stjórnin núverandi hefur engin völd. Þetta er minnihlutasjórn. Þingmenn hafa gengið frá stjórninni í röðum seinustu fjórum árum.
Nú hefur hún svikið eitt stærsta loforðið stjórnarinnar ásamt kvótakerfisbreytingunum. Best væri að hún boði til kosninga sem fyrst.
hvells
![]() |
Ekki ný stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Ekkert að marka
Það er ekkert að marka dagvinnulaun. Ofan á þetta smyrjast vaktarálag, bakvakt, yfirvinnutímar og annað slíkt.
Þetta er svona svipað og me Alþingismenn.
Þingfarakaup er rúmelga hálf milljón en svo smyrjast einhver nefndarlaun afaná og ef þú ert þingflokksformaður eða ráðherrra eða formaður nefndar þá smyrst ofan á launinn og þau enda í tæpri milljón
hvells
![]() |
Almennir hjúkrunarfræðingar með 354 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Hjúkkur hafa logið að almenningi
Hjúkrunarfræðingar hafa ávalt sagt að hækkun hjá þeim þurfa ekki að leiða til hækkun annarstaar.
Raunveruleikinn er annar.
Einsog alltaf þegar hjúkkurnar tala.
Þær þurfa að svara fyrir svona glapræði.
hvells
![]() |
Krefjast sömu leiðréttinga og hjúkrunarfræðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Hefur þjóðin?
Hefur þjóðin einhvertímann verið spurð að einhverju ever fyrir utan Icesave og Stjórnarskrá?
Var þjóðin einhvertíman spurð að einhverju m.a þegar Tómas var þingmaður?
Svarið er einfalt. NEI.
Þetta kalla ég að kasta steina úr glerhúsi.
Nú vilja gröðustu NEI sinnar lifa á einhverri þjóðaratkvæðisgreiðslu... tefla fram þjóðarspilið þegar þeim henntar.
hvells
![]() |
Lýðræðishalli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Eðlilegar ástæður
Hár rekstrarkostnaður er ekki vegna skorts á samkeppni. Hann skýrist að því leiti að það eru gerðar auknar kröfur á bankanna. FME þurfa margfallt fleiri skýrslur, fara eftir margfallt fleiri reglum, bankarnir eru með nokkra starsmenn í vinnu sem sinna engöngu þessum kröfum. Nú er skilda fyrir bankanna að vera með endurskoðunarnefnd og endurskoðunarráð.. það kostar sitt.
Svo hefur ríkisstjórnin lagt sérstakann bankaskatt ofan á öll laun hjá starfsmönnum sem nemur 10% ofan á brúttó launin. Þetta telst allt til rekstrarkostnað.
Það er mjög langsótt að kenna samkeppnisumhverfinu um þennan aukna rekstrarkostnað.
hvells
![]() |
Jafnast á við tvo Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |