Föstudagur, 12. september 2014
Engin haldbær rök
"Þar segir, að Landsbankinn eigi að hafa burði til að starfrækja bankaútibú í rúmlega 1.600 manna samfélagi og bjóða bæði íbúum og fyrirtækjum þjónustu í nærsamfélaginu. Þannig stæði banki í ríkiseigu undir samfélagslegum skyldum og ábyrgð."
Það er einsog framhaldsskólakrakki í samfélagsfræði 103 hafi skrifað þetta.
Er það "samfélagsleg skylda" bankans að vera með útibú í Sandgerði?
Bankinn er í eigu ríkisins og er það réttmætt að stunda óhagkvæman rekstur sem leiðir til verri lífskjara landsmanna í framtíðinni?..... skiljanlegt að bæjarstjórnin vill halda þessum stöðugildum enda fá þeir útsvar frá skattgreiðendum... en þeir eru þá að hugsa um sérhagsmuni en ekki heildarhagsmuni almennings.
hvells
Skora á Landsbankann að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. september 2014
Ekkert að þessu
Hvað er að því að lána 90%?
13mkr íbúð í RVK. Ef þú vilt eignast hana þá þarftu að eiga 1,3mkr í eigið fé og færð lánað fyrir rest.
Afborgun er 60þús á mánuði.
En þessi íbúð er í útleigu á 120þúsund á mánuði ef þú vilt vera á leigumarkaði.
Það er augljóst betra að kaupa og þessi viðskipti er bara á milli tveggja aðila. Bankans og viðstkipavinar og það kemur í raun engum örðum við hvernig lánin eru háttuð.
Þó að stjórnmálamenn gera allt til þess að trufla hin frjálsa markað.
hvells
Níutíu prósent lánin PR brella? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. september 2014
Heildarverð lækkar
Það er villandi að einblýna bara a matarútgjöld.
Heildarverð mun lækka og þar með lán heimilana.
Efra þrepið mun fara frá 25,5% í 24% og langflestar vörur eru í því þrepi.
Ásamt mun ríkisstjórnin afnema vörugjöld.
Verð hér á landi mun lækka til hagsbótar fyrir fólkið í landinu.
hvells
Matarútgjöldin aukast um 42 þúsund á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. september 2014
Viðskiptaráð hefur enn og aftur rétt fyrir sér
"Allar þessar breytingar eru til þess fallnar að auka skilvirkni virðisaukaskattskerfisins og styrkja grundvöll verðmætasköpunar hérlendis. Þá hafa stjórnvöld útfært breytingarnar þannig að þær komi best út fyrir tekjulægstu heimilin í landinu. Launþegahreyfingar líkt og VR og ASÍ ættu því að fagna boðuðum breytingum"
Það er frekar sérstakt að VR og ASI séu að berjast gegn velferð í landinu. Vissulega eru margir líðskrumarar í ASI og vilja taka Vilhjálm Birgisson pólinn í hæðina og vilja stúta efnahag landsins til þess að fá kreddur sínar uppfylltar.
En afstaða VR er mér mikil vonbrigði. Nýji formaður Ólafía Björk Rafnsdóttir er á vafasamri vegferð innan samtakana. Eitt er ljóst. Hún er ekki að berjast fyrir hag féalgsmanna heldur litast öll störf hennar af pólítískri kænsku...enda var hún kosningastjór Ólaf Ragnar, fv. ráðherra Alþýðubandalagsins.
Ég ætla að hvetja Viðskiptaráð áfram að stinga á kýlin og benda á staðreyndavillur.
hvella
Sakar VR og ASÍ um rangfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. september 2014
Gjafmildir á annarra manna fé
Á sama tíma og fulltrúar Bjartrar framtíðar felldu tillögu þess efnis að styrkja Gazasvæðið þá safnaði bæjarfulltrúi peningum.
Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði safnaði frjálsum framlögum og hljóp í maraþoni til að styrkja Gaza-svæðið fyrir skemmstu. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrir mánuði síðan afgreiddi bæjarstjórnin tillögu um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza, skrifaði formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði vegna þess. Stóð þá til að Samfylking og VG myndu veita milljón til Gaza-svæðisins úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar.
Skemmst er frá því að segja að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins felldi tillöguna, bætir hann við. Því er hálf vandræðalegt að fylgjast með bæjarfulltrúanum hlaupa Reykjavíkurmaraþon fyrir Palestínu Ég velti því fyrir mér hvort um eintóma sýnimennsku sé að ræða, sagði formaðurinn þá. Ekki fylgir sögunni hvort ungi formaðurinn hafi sjálfur hlaupið í hlaupinu. Hann er að minnsta kosti gjafmildur á annarra manna fé.
kv
Slegg
Sunnudagur, 7. september 2014
Barnabrúðkaup að hætti múslima
Miðvikudagur, 3. september 2014
Ekki sama her og her
Rökin gegn ESB hjá Framsóknarmönnum hafa m.a. verið vegna þess að ESB verði með her og Íslendingar munu taka þátt í honum. Reyndar ekki satt en þetta setja þeir fram.
Nú er Gunnar hérna að segja að það sé allt í góðu að Íslendingar myndi her í sambandi við NATO.
Af hverju er ESB her verri en NATO her? Framsóknarmenn þurfa að svara því.
kv
Sleggjan
Ekki á móti stofnun hersveitanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. september 2014
Alveg eftir bókinni
Gaf þessu séns, ef ske kynni að skoðanir þeirra væru aðeins öðruvísi en t.d. pistlaskrifarar í Monitor eða pennar í framhaldskólablöðunum.
Viti menn, ég smellti á "pólítík" flipann hjá þeim. Þar voru tvær greinar.
Ein var um femínista. Ef þú ert ekki femínisti þá ertu vitleysingur svo var rantað án þess að geta heimilda.
Hin var um Gaza svæðið, Palestínu og Ísrael og þar var enn meiri rant og ekkert getið um neinar heimild, þessi grein full af vanþekkingu og staðreyndarvillum.
Hafði veika von að þarna væri frumlegt fólk með bein í nefinu, jafnvel laus við pólítíska rétthugsun. En svo var ekki.
kv
Sleggjan
Ungt fólk skrifar fyrir ungt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. september 2014
Íslendingum sama
Íslendingum er sama.
Þessi frétt er með 0 like.
Enginn er að missa sig á Facebook yfir þessu.
Engir hópar stofnaðir á Facebook.
Engir bloggarar að missa sig yfir þessu.
Íslensku mannréttindaelskendurnir tjá sig bara þegar Ísraelar eiga í hlut.
En alvöru þjóðernishreinsanir skipta engu máli í huga Íslendinga.
Það er ekki sama Jón og Séra Jón hjá Vinstri mönnum.
kv
Sleggjan
Þjóðernishreinsanir í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. september 2014
Ennþá hægt að hætta við
Það er enn hægt að hætta við mesta glapræði Íslandssögunnar.
Það þarf hinvegar stjórnmálamenn með bein í nefinu. Ég horfi til Sjáflstæðismanna.
Ein leið og sú áhrifaríkasta er auðvitað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og taka upp samstarf við aðra flokka eða boða til kosninga.
Hin leiðin er bara að greiða atkvæði á móti þessu. Framsóknarflokkurinn verður bara take it or leave it. Flokkurinn hefur engan áhuga að ganga til kosninga með 11% fylgi skv nýjustu könnun.
Þessi millifærlsa á almannafé til sumra er glapræði og ég kalla þetta versta meðferð á almannafé í manna minnum.
kv
Sleggjan
69 þúsund umsóknir um leiðréttingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |