Sleggjan- Hægri frjálslyndi maðurinn

Ég er frjálslyndur hægri maður.

Ég vill lægri skatta á fólk og fyrirtæki.

Ég vill lækka virðisaukaskatt hér á landi. Hann er sá hæsti á byggðu bóli.

Ég vill hafa flatan tekjuskatt á alla launamenn. Ekki þrepaskatt. Ef hjálpa á láglaunuðum þá skal hækka persónuafsláttinn.

Ég vill lágan skatt á fyrirtæki. Það gefur fyrirtækinu tækifæri að vaxa og dafna og ráða til sín fleiri starfsmenn.

Á endanum vill ég að það sé sama skattprósenta á fyrirtæki og launamenn.

 

Þegar kemur að reglugerðum er ég íhaldsamari.

Ég er hlynntur reglugerðum sem koma í veg fyrir einokun á markaði. Fákeppni er eitt það versta sem neytendur verða fyrir. Sérstaklega á okkar litla landi.

Er líka hlynntur reglugerðum á banka (á meðan þeir eru á ábyrgð ríkisins að einhverju leiti). Lög um eigið fé. Fjárfestinga. Glass Seagall lögin sem voru sett í kjölfar kreppunnar miklu í USA eru góð. Bush snillingur afnumdi þessi lög með slæmum afleiðingum fyrir heimsbyggðina.

 

Svo er stórt krabbamein í þessu frelsi:

http://www.dv.is/frettir/2013/3/9/med-trilljonir-i-skattaskjolum/

Það eru skattaskjólin. Stórfyrirtækin fara með fjármuni í skattaskjól með þeim eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslum. Það er mjög slæmt fyrir ríkissjóð í hverju landi. Minna í samneysluna. Þá neyðist að hækka skatta á launamenn. Slæm þróun. Ég sem hægri fjálshyggjumaður vill koma í veg fyrir þessa þróun með einhverjum hætti.

 

Það eru til fallegar hagfræðikenningar mæla með auknu frjálsræði og lægri sköttum sem virka vel á blaði. Hef ekki séð neina sem tæklar á raunveruleikanum eins og leyndarhyggju og fjármagnsflótta til skattaskjóla.


kv

Sleggjan

 


Snillingarnir í Ungum Jafnaðarmönnum

Ungir jafnaðarmenn eru nú orðnir vísindamenn.

Þeir telja sig vita betur en sérfræðingarnir í Blóðbankanum.

Vita betur en læknar, heilbrigðisvísindamenn sérfræðimenn og doktorar.

 

Þeir segja að rök sérfræðinganna séu ekkert að marka. Ætli þeir séu ekki allir doktorar með mikla rannsóknarvinnu að baki þrátt fyrir ungan aldur. Allavega eru þeir frekar uppréttir í tilkynningunni.

kv

Sleggjan


mbl.is Segja vísindaleg rök ekki eiga lengur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki

Ég skil ekki afhverju stjórnmálamenn séu að pönkast útí laun slitastjórnarinnar. Þetta eru erlendir kröfuhafar að borga Íslendingum fyrir ákveðna þrotabúsvinnu.

Afhverju ættu kappar á Alþingi að skipta sér að þessu?

Ég veit að skríllinn finnst þessi laun hneyksli en það er óþarfi að skriða eftir pöpulinum í öllum málum.

Sérstaklega ekki ef þú villt kenna þér við Sjálfstæðisflokkinn sem stiður frjáls viðskipit og þar með frjálsum launum á markaði.

hvells 


mbl.is Jóhanna fékk hrós úr óvæntri átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spkef

Hvað var að gerast þarna í SPKEF?

Þetta er furðulegasta lán sem ég hef nokkurn tímann heyrt um.

 

Hver eru helstu rökin að borga ekki lánið til baka?

Jú. að bankinn var í svo miklu rugli og þeir áttu aldrei að lána okkur. "Þeir voru það heimskir að lána okkur að við eigum ekki að þurfa að borga krónu".

 

hvells 


mbl.is Jón Ólafsson þarf að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaut að enda með einhverskonar regluverki

Voðalega er auðvelt fyrir vinstri stjórnina að koma inn einhverjum bannlögum. Ljósabekkja, klám, netspil, kynjuð fjárlög o.sfrv. Svíkja svo stjórnarskrámálið og kvótamálið.

Jæja:

 

Ég spila Póker sirka 2-3 í viku, klukkutíma í senn. Aðallega um helgar mér til skemmtunar. Er ekki spilafíkill, hef ekki gamblað húsið frá mér og skulda ekkert. Er reyndar í 1500dollara gróða þegar allt er talið. Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Jú, ég er með sjónarhornið hjá þeim sem spila pókerinn hérna á Íslandi.

Netspil í pókernum er aðallega hjá Pokerstar.com og Fulltilt.com hér á landi (80%).

 

Það sem hentar okkur sem best er einhverskonar "don´t ask don´t tell" gagnvart yfirvöldum. Við viljum ekki bann við pókerspil augljóslega. Viljum samt ekki að þetta verði leyft. Ef þetta verður leyft með lögum þá væri byggt regluverk í kringum þetta sem ekki hentar okkur. Er sérstaklega að tala um skattinn og eftirlitið með millifærslum.

Þeir sem hafa þetta að atvinnu hafa kannski hæfni sem jafnast á við að vera 20% betri en meðalspilarinn. Þá ætti þessi spilari til lengri tíma vera í 20% gróða af þeirri heild sem hann spilar með. Ef Ögmundur setur 40% skatt þá lækkar "edgið" verulega og forsendur spilarans til þess að hafa þetta að atvinnu breytist. Það má líta á þetta með svipuðum gleraugum fyrir áhugaspilara sem er í fulri vinnu, bara lægri upphæðir um að ræða.

 

Við viljum helst spila í þessu nokkurskonar svartholi sem er í gangi núna þar sem ekkert regluverk er í kringum þetta.

 

En við erum raunsæir. Fyrr eða síðar koma lög í kringum þetta. Það er að gerast í flestum löndum í kringum okkur. Nýlegast á Frakklandi, Ítalíu og fleiri Evrópulöndum. Í USA var þetta bannað og allt gert upptækt á reikningum sumarið 2011.

 

Eina sem við spilarar getum vonast til er að regluverkið verði hagstætt. Það sem ég hef lesið um þetta frumvarp Ögmundar sé ég að þetta er ekki hagstætt. Mér sýnist hann vera fara banna þetta. Af netspilarasamfélaginu sem ég hef aðgang að er mér sagt að alltaf er hægt að finna leið framhjá reglugerðum. Ekki er hægt að controla netinu. Það er bara þannig.

 

Ég vona samt að á endanum leyfi Ögmundur mér að spila smá netpóker í mínum frítíma. Þetta er eitt af þremur aðaláhugamálum mínum og leiðinlegt að Ömmi ætlar að stjórna þeim.

 

P.S. Póker er eina fjárhættuspilið sem hægt er að vera í plús til lengri tíma ("tipparar" geta haft það líka gott). Rúlletta, spilakassar, teningaspil og svona pjúra fjárhættuspil gambling vinnur "húsið" auðvitað alltaf að lokum. Sé ekki tilganginn að spila svoleiðis. Ég er einungis að tala um pókerspil.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Lög um happdrætti úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósköp

Það er ósköp eðlilegt að bankastjóri stærsta banka á Íslandi sé með samkeppnishæf laun og í samræmi við laun hjá starfsfólki í hans stöðu.

Ég held að femínistafélag Íslands væri búið að segja eitthvað ef Birna í Íslandsbanka væri með mun lægri laun en karlarnir tveir í Landsbanka og Arion.

hvells 


mbl.is 47 milljónir teknar frá fyrir Steinþór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenna

Það verður spenna á mánudaginn á Alþingi. Aldrei þessu vant.

hvells 


mbl.is Þingmenn geti verið viðstaddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XD maður

Er hægri maðurinn farinn að kvarta yfir minni ríkisútgjöldum?

 

Er þessi drengur ekki í röngum flokki?

 

hvells 


mbl.is „Ekki ein einasta króna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostir og gallar verkalýðshreifingar!

Hvet fólk til að horfa á þennan þátt fyrir svefninn. Áhugaverður þáttur um verkalýðshreifingar og hverjum þær eru að þjóna?

 

hvells 


...

ræðan á vel við í dag

hvells 


mbl.is Stjórnarskrá þjóðarinnar drepin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband