Vilhjálmur Birgisson á sér nokkra drauma

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/eg-a-mer-drauma

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi skrifar pistil:

Feitletrun er mín.

-Í fyrsta lagi vil ég sjá að verðtrygging á húsnæðislánum heimilanna verði afnumin enda er hún að murka lífið úr íslenskum heimilum hægt og rólega.

Óverðtryggð lán þegar í boði. Vextirnir ráðast á markaði 7-8% og eru breytilegir. Hann vill loka á þann möguleika að verklýðsfólkið með lágar tekjur geti tekið verðtryggt lán þar sem afborganirnar eru töluvert lægri miðað við óverðtryggt. Þó eignamyndunin verði hægari þá er þó þak yfir höfuðið staðreynd með hagstæðum mánaðarlegum útgjöldum. Leigumarkaðurinn er t.d. tvöfalt dýrari í mánaðarlegum afborgunum.

 

-Í öðru lagi vil ég sjá að vaxtaþak verði sett á húsnæðislán heimilanna.

Hérna byrjar skrumið. Hvaða banki ætlar að lána þegar nokkuð víst er að hann muni tapa á því? Vilhjálmur passar sig reyndar á að nefna ekki neina vaxtatölu í þessu samhengi. Ef hann er að meina 3-4% vexti óverðtryggt með íslensku krónuna þá er þetta bara draumaheimur og lýðskrum. Íbúðalánasjóður fer t.d. á hausinn ef hann fær ekki hjálp frá ríkinu, er að lána VERÐTRYGGT með 4% vöxtum.

 

-Í þriðja lagi vil ég að sá miskunnarlausi forsendubrestur sem heimilin urðu fyrir og bera ekki nokkra ábyrgð á verði leiðréttur. En ég vil taka fram að heimili og alþýða þessa lands eru ekki að biðja um neina ölmusu heldur sanngjarna og réttláta leiðréttingu á þeim skelfilega forsendubresti sem reið yfir íslensk heimili.

Hérna á að nota fjármuni almennings til að hygla afmörkuðum hópi. Þvílíkar upphæðir. Kaldhæðnislegt í ljósi þess sem hann segir í fimmta lið að hann er kominn með nóg af kjördæmapoti þar sem afmörkuðum hópi er gert hærra undir höfði.

 

-Í fjórða lagi vil ég að fyrirtækjum þessa lands verði búin þannig rekstrarskilyrði að þau geti vaxið og dafnað sem leiði svo til fjölgunar starfa og að svigrúm myndist til að bæta kjör starfsmanna þeirra. Það verður að fá erlenda fjárfestingu inn í landið og fyrirtæki sem skapa hér gjaldeyri. Það er þannig sem við náum að byggja upp og reka okkar velferðarsamfélag.

Sammála því. Hann er þá líklega að tala um að skipta um gjaldmiðil. Annars fæst ekki stöðugleiki.

 

Í fimmta lagi vil ég að forgangsröðun byggist á hagsmunum þjóðarinnar í heild sinni sem eru að sjálfsögðu heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál, en ekki einhverju dæmalausu kjördæmapoti sem við verðum því miður alltof oft vitni að.

Já, hugsum um þjóðina í heild. Eitt kjördæmi væri heppilegast.

 

kv

Sleggjan

 


Flokkarnir kasta Framsókn frá sér eins og heitri kartöflu

Sjálfstæðimenn reyna að fæla fylgi frá Framsókn með því að segja fólki að Framsókn vilji helst mynda vinstri stjórn.

Vinstri menn telja hins vegar einsýnt að hjúskapur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar frá tíma Davíðs og Halldórs verði endurnýjaður, með frjálshyggju Hannesar Hólmsteins og félaga að leiðarljósi.

Kv

Sleggjan


Kosningafjárlögin og íslenski hugsunarhátturinn

Nú er AGS farinn úr landi. Eina apparatið sem krafðist sparnaðar. Ef AGS hefði ekki tekið að sér tímabundna hagstjórn væru skuldir íslenska ríkisins miklu hærri.

Nú eru kosningafjárlögin komin. Þar eru hent peningum í allar áttir, í öll kjördæmi nema kannski Suðurkjördæmi.

Enginn flokkur er með það á stefnu sinni að lækka skuldir ríkisins.

Þvert á móti lofar stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum 300milljarða skuldaniðurfellingarpakka og 60-70 milljarða startpakka fyrir Landspítalann til að bregðast við "bráðavanda" spítalans.

 

Óábyrgir stjórnmálamenn. Enda eru kjósendur á Íslandi alveg sama um skuldasöfnun. Þeir hugsa bara "where´s my money". Hvað getur þú gert fyrir mig, engar hugsjónarspurningar, bara hvar er peningurinn minn og jarðgöngin mín.

kv

Sleggjan


mbl.is Lausara haldið um pyngjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor?

Stæsta spurningin er augljós.

Hver verður stærstur eftir kosningar. XD eða XB?

Það veltur mikið á þessu atriði.

Formaður stærsta flokksins verður forsætisráðherra.

Svo er ekki ljóst mál að XD og XB vilja starfa saman. Eða geta það yfir höfuð.

Bjarni Ben mundi aldrei sætta sig við að vera utanríkis eða fjármálaráðherra og Sigmundur forsætisráðherra.

Og öfugt.

 

hvells 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TM á markað

"Þrír stjórnendur Glitnis, Jón Sigurðsson, Lárus Welding og Þorsteinn M. Jónsson, hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur fengið viðurkennt að hluti stjórnendatryggingar sem Tryggingamiðstöðin veitti Glitni banka er enn í gildi. Þetta þýðir að TM gæti þurft að að greiða málskostnað stjórnenda og bætur sem þeir kunna að vera dæmdir til að greiða"

 

Og þetta félag er að fara á markað.

 

Má bjóða þér að kaupa?

 

hvells 


mbl.is Lárus ætlar að sækja bætur til TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland markmið

Það er greinilegt hvað markmið Iceland var.

Að mælast með lægsta verðið í fyrstu verðkönnunni en svo hækka verðið.

Þessi blekking endist ekki lengi.

 

Er Iceland lágvöruverslun yfir höfuð? 

hvells 


mbl.is Lægst hjá Bónus - hæst hjá Hagkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönnun

Þetta er bara sönnun þess að hver sem er getur gegnt þessu starfi. Þarf enga þekkingu og þar af leiðandi eiga hjúkrunarfræðingar ekki skilið há laun.

Laun eiga að miðast við framboð og eftirspurn.

hvells 


mbl.is Hafði lokið tveggja ára námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfræði

Þetta er eintóm fáfræði hjá Guðlaugi.

Það hefur legið fyrir í fjölmörg ár að uppgjör á skuldabréfinu var 31.3.13.

Hann Guðlaugur er í vinnu við að vita svona hluti. 

hvells 


mbl.is Eðlilegt eftirlit ekki til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómur

Ríkissjóður er tómur og ég á ekki að þurfa að niðurgreiða leigu hjá öðrum.

Það er enginn að niðurgreiða mína leigu

hvells


mbl.is „Ekkert í boði sem ég ræð við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafbílinn - jákvætt?

Menn verða að skoða alllar hliðar.

 

hvells


mbl.is Verðum í fararbroddi rafbílavæðingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband