Miðvikudagur, 26. júní 2013
Betra en ekkert
Betra að mæta einu sinni í viku en aldrei.
Ég mæti 5x í viku. 4x lyfti loðum. 1x þolæfingar.
Hvert skipti 40-45 mín. Það gera 200-225 mín í viku. Það er ekki voða langt frá 150 mínútunum sem mælt er með í greininni í þetta eina skipti í vikunni.
Í rannsókninni var aðeins mælt heilsa og fitubrennsla. Ekki vöðvabætingar.
Ég tala fyrir sjálfan mig, en það er alveg mjög stór pakki að lyfta í heilar 150 mínútur á einum degi. Geri ráð fyrir að aðilinn verði orðinn mjög þreyttur eftir 80-90 mínútur og væri ekki að bæta nein persónuleg lyftingarmet. Ergó: ert ekki að gera þitt allra besta og ná hámarksárangri.
Frekar fer ég 4-5x í viku og tek almennilega á því í staðinn fyrir 1x.
En aftur: 1x er betra en aldrei.
kv
Sleggjan
![]() |
Líkamsrækt einu sinni í viku nægir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. júní 2013
Skera niður á móti
Hvað vill Guðmundur skera niður á móti?
Blaðamaður Morgunblaðsins hreinslega gleymdi að spurja hann að því.
Ríkiskassinn er tómur. Því miður.
Snú skal spara. Koma böndum á ríkishallan. Borga niður millljarða skuldir.
Allir þurfa að taka höndum saman. Líka Öryrkjar.
kv
Sleggjan
![]() |
Þetta eru mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. júní 2013
Jákvæð þróun í fallandi bransa
Einokun er slæm. Fínt að það sé verið að uppræta hana.
Það fyrirkomulag að menn hringi í Símaskrá til að fá símanúmer og borga hátt gjald fyrir mun ekki lifa lengi.
Flestir eru nú með snjallsíma. Símarnir verða betri og viðmótið batnar með tímanum. Nettengin verður hraðari. Í nánustu framtíð tekur fólk upp snjallsímann sinn og fer á netið og finnur það símanúmer sem það þarf að finna. Í staðinn fyrir að borga 150-200kr við að hringja í 118.
Fyrirtækið Miðlun sem er að fara í samkeppni við Já hlýtur að hafa kannað það. Sleggjan spáir Miðlun ekki langlífi á þessum markaði allavega.
kv
Sleggjan
![]() |
Langri einokun á símanúmerum hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. júní 2013
Eins og við mátti búast
Auðvitað er þetta eðlilegt. Bjóst ekki við öðru en að ferðamenn borguðu með bros á vör.
Hagsmunagæslumenn ferðaþjónustunnar eru þeir einu sem tárast og hafa hvað hæst.
Við könnumst við þetta bara á ferðalögum okkar í útlöndum. Gjaldtaka á ferðamannastöðum og ekkert eðlilegra. Hvert sem ég hef farið.
Bæti við að við Stonehedge í Englandi þá fylgdi heyrnatól með. Hægt var að labba um steinana með heyrnatól á hausnum og þar var hægt hlusta á smá sagnfræði í kringum steinana og hvaða þýðingu þetta undur hefur á Englendinga.
kv
Sleggjan
![]() |
Fyrsti dagur gjaldtöku gekk vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. júní 2013
Eina klúðrið
Eina klúðrið var að senda menn þarna út.
Afhverju eiga þrír óbreyttir þingmenn að ferðast til útlanda á okkar kostnað til að leika sér á einhverju sumarþingi.
Alþingi átti bara að nota eina tölvu þarna frammi með Skype fyrir alla konur og karla.. sem vilja spjalla við þá háu herra uppí Strossborg.
hvells
![]() |
Skammarlegt klúður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. júní 2013
Lygarinn Al Gore. hvells
Sunnudagur, 23. júní 2013
Rétt
Laugardagur, 22. júní 2013
Lebron rétt að byrja
Laugardagur, 22. júní 2013
Það kostar að fjölga ráðherrum
Að hægri stjórn fjölgaði ráðherrum á fyrstu dögum var vonbrigði.
Ég sem hægri maður vill minnka báknið. En fyrsta sem stjórnin gerði var að stækka báknið.
Steingrímur fær þessi svör von bráðar. Þá sjáum við bruðlið.
kv
Slegjan
![]() |
Spyr um kostnað við fjölgun ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. júní 2013
Að hugsa útá við
Ég hef hvatt femínista ítrekað að einbeita sér að kvenréttindamálum í útlöndum því allt er í góðu hér á landi. Bendi í því sambandi oft á Mið-Austurlöndin. Kína er líka sjálfsagt mál.
Þarna er dæmi um eitthvað í þá áttina. Sleggjan hefur fátt útá þetta að setja.
Nema það að þetta er á ríkisspena. Jafnréttisstofa og sendiherra.
Ef kvenréttindabaráttan sé með svona mikið fylgi hér á landi, þá ættu femínistar ekki að þurfa á ríkisstuðning að halda, heldur láta sér nægja frjáls framlög fólks. Enda gríðarlegur stuðningur við þeirra málstað að þeirra sögn.
kv
Sleggjan
![]() |
Talaði um kynjajafnrétti í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |