Föstudagur, 28. júní 2013
Eftirsóknarvert bandalag
Þetta sýnir það svart og hvítu að ESB er eftirsóttarverkt bandalag.
Þjóðir sjá sig hag að fara þarna inn.
Nema Íslendingar. Við erum svo spes.
Þetta sýnir líka svart á hvítu að sjálfstæðið mun ekki glatast við ESB enda er Serbía eitt af þeim löndum sem mesta þjóðremban leynist.
Getur slegið Ísland út á góðum degi.
hvells
![]() |
ESB hefur aðildarviðræður við Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. júní 2013
Verkefnin
Það þarf að lækka tekjuskatt niður í 20%
Fyrirtækjaskatt niður í 15%
Fjármagstekjuskatt niður í 10%
Vaskurinn á að vera jafn. Þ.e flatur 20%. Engar undanþágur.
Skera þarf hressilega niður í ríkisrekstri. Fara skal að hugmyndum Mckingsey skýrslunni og svo eru fínar hugmyndir hjá SUS http://www.sus.is/wp-content/uploads/2012/11/Fj%C3%A1rlagatill%C3%B6gur-SUS-2013.pdf
Afnema gjaldeyrishöftin strax. Leysa snjóhengjuna sem fyrst. Mæli með leið Róbert Wessmann http://snjohengjan.is/
Tökum upp upprunnar legu rammaáætlun áður en VG tætti hana í sig niður í pólitiskan drullupoll.
Með þessum aðgerðum mun hagvöxtur aukast til langstíma.
Þetta ætti að geta verið framkvæmt á fyrsta kjörtímabili.
hvells
![]() |
Fjárfesting mun aukast um 14% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. júní 2013
Þéttari borg
Því þéttari sem borgin er því fleiri verða hverfisferslanir og nærþjónusta.
Þetta er bara borgarhagfræði 101.
Þessvegna er stórundarlegt að margir sem vilja þessa nærþjónustu (verslun og þjónusta) eru á sama tíma að berjast fyrir útþennslu borgarinnar.
Hvet það fólk til að fræðast aðeins um málið.
hvells
![]() |
Flestir vilja einbýlishús í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. júní 2013
Fyrirmynd
Þetta er lifandi dæmi þess að öryrkjar er mikill mannauður. Í stað þess að henda pening í vandann þá á að virkja fólkið til þess að komast á vinnumarkaðinn.
Tökum Freyju sem dæmi.
Það eru miklu fleiri Öryrkjar á Íslandi sem eru miklu minna fatlaðir en hún og Freyja er að fara að sinna einu mikilvægasta starfi á Íslandi.
Hættum að henda pening í vandann. Það hefur ekki virkað. Förum nýjar leiðir.
hvells
![]() |
Freyja tekur sæti á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. júní 2013
Haldið áfram í blindi
Það er haldið áfram í blindi. Þvert á ráðgjafar allra nema Verkalýðsfélag Akranes.
En það er sjálfsagt að "taka þetta út" og skoða niðurstöðuna. Sem verður væntanleg sú sama og allar aðrar.
Að þessi aðgerð er bara bull.
hvells
![]() |
Tillaga um skuldavanda samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. júní 2013
Þá er það komið á hreint
Hvernig væri nú að hætta að tala um þetta loforð.
Þessi loforð var kosningabrella. Einungis til þess að bjarga Framsókn frá því að þurrkast út.
SA, ASÍ, SÍ, OECD, AGS,,,hvað þurfa margir í viðbót að segja að þetta sé bull?
Þeir sem tala fyrir þessu eru Hagsmunasamtök heimilanna, þá er spurningin, hver er trúverðugri?
Þið voruð blekkt af Framsókn. Ok, það er leiðinlegt. Verður bara að hafa það.
Horfum fram á veginn. Hættum að tala um þetta bullloforð.
kv
Sleggjan
![]() |
Flöt lækkun lána ekki ráðleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 27. júní 2013
Trúgjarnir kjósendur
http://www.dv.is/frettir/2013/6/27/ils-a-moti-afnami-verdtryggingar/
"...samkvæmt samtölum við viðskiptavini séu margir sem segist vart geta beðið lengur eftir leiðréttingu lána sem núverandi ríkisstjórnarflokkar boðuðu í kosningabaráttunni. Almenningur hafi því miklar væntingar vegna boðaðrar niðurfærslu lána og því sé brýnt að hraða framkvæmd við leiðréttingu lána."
Er fólk í alvöru að bíða eftir þessu.
Stóra ávísunin.
kv
Sleggjan
Miðvikudagur, 26. júní 2013
Þristarnir
Steve Kerr er með bestu hittnina í sögu NBA þegar kemur að þriggja stiga skotum
http://www.basketball-reference.com/leaders/fg3_pct_career.html
45% nýting sem telst gríðarlega gott. Hann var ekki að skorast undan stóru skotunum heldur.
Eitt frægasta mómentið hans Steve.
Topp íþróttarmaður
hvells
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. júní 2013
Verðtrygging með ISK
Meðan við höfum íslensku Disney krónuna þá munum við hafa verðtryggingu.
Góð þróun á sér stað í dag. Óverðtryggðum lánum fjölgar. En verðtrygging hverfur aldrei.
Vextir eru einfaldlega of háir þökk sér krónunni.
Ég vill ganga í ESB, taka upp evru. Taka lán í banka í alvöru samkeppnisumhverfi. Deutche Bank, Danske Bank eða Landsbankanum. Hver býður best.
Annars vil ég þakka fyrir verðtryggða lánið sem ég tók mér fyrir nokkrum mánuðum. Mjög hagstætt. Geri mér fyllilega grein fyrir því að það muni hækka í takt við vísitölu. Enda stendur það skýrt í samningnum.
Þeir sem eru á móti verðtryggðum lánum eru um leið á móti krónunni. Þetta vinnur á móti hvoru öðru. Annað er einfaldega þekkingaleysi og skal sá aðili ekki vera marktækur.
kv
Sleggjan
![]() |
Gæti sín á verðtryggðum lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. júní 2013
Al Gore laug og er bannaður í grunnskóla
Allt sem ég hef haldið fram uppá síðkastið um hann Al Gore hefur komið á daginn.
Dæmi hver fyrir sig
hvells