Samþykkjum Icesave!

Það fór einsog Sleggjan spáði (sjá fyrri bloggfærslur).

Að Bretar og Hollendingar samþykktu ekki fyrirvarana. Þar voru íslenskir þingmenn að semja við sjálfan sig. Algjörlega fáránlegt og skrýtið hvað þjóðin var einhvernveginn með á nótunum í þessu rugli.

En samþykkjum þetta plagg. Við þurfum hvorki að borga vexti né afborganir í 7 ár. Eftir 7 ár er pólítíska landslagið allt öðruvísi. Þetta er fyrst og fremst pólítískt mál. Þetta er ekki about the money hjá B og H. Hlutfallslega er þetta lítil summa. En stjórnmálamennirnir þar á bæ mega ekki sýna veikleika í garð okkar vegna þess að kosningar eru í nánd og þjóðin vill ekki sjá sína menn beygða.

Eftir 7 ár semjum við uppá nýtt. Eða sleppum jafnvel að borga. Já ég sagði þetta. SLEPPUM JAFNVEL AÐ BORGA.

Bloggfærslan byrjaði á því að Sleggjan sagðist hafa enn og aftur haft rétt fyrir sér. Og Sleggjan mun að liðnum 7 árum blogga um það sama.

 

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða, og hlustaðu nú aðeins á mig, eða að við bara greiðum þeim ígildi 20 þús evra í íslenskum krónum að þeirri fjárhæð sem tryggingasjóður innistæðueiganda nær upp að fyrir og þeir geta reynt að sækja restina í þrotabúið eins og lögin gerðu ráð fyrir ?

gunso (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:53

2 identicon

Ertu að meina þangað til tryggingarsjóðurinn tæmist ? Eigum nebbla ekki nóg til að dekka 20k € á haus í sjóðnum.

ingi (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 01:43

3 identicon

Amms, nákvæmlega það.

Hollendingar og Bretar mega ekki sýna veikleika í okkar garð kannski, en það er algjör óþarfi að við sýnum þeim einhvern veikleika. Láta hart mæta hörðu bara og hætta þessum djöfulsins aumingjaskap um að annars verði allir vondir við okkur, verða klárlega allir vondir við okkur þegar þeir sjá að það er auðvelt að valta yfir okkur. Klárlega kominn tími á nýtt þorskastríð

gunso (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Hawk

þetta hljómar alveg vel hjá sleggjunni.

"þetta reddast" hugsjónin hefur komið Íslandi áfram sem besta land í heimi. "þetta reddast" hugsjón hefur komið Íslandi á hausinn. Og "þetta reddast" hugsjón mun koma okkur útur kreppunni.

Hawk, 14.10.2009 kl. 01:17

5 identicon

Það eru margir lögfræðingar sem segja að íslenska ríkið eigi að ábyrgjast sem er umfram summu í innistæðutrygginasjóð. Áhætta í því.

Svo mismunuðum við innistæðueigendum í neyðarlögunum. Íslendingar fengu allt tryggt, en útlendingar ákveðið hámark. Viljum vil málshöfðun og þurfa borga allt heila klabbið sem var á Icesave?.

gunso leiðin er ekki alslæm. En hún er mjög lögfræðileg. Júratískur þankagangur hefur yfirtekið heilbrigða skynsemi. Svona einsog þegar lögfræðifélagið talaði um "svokallaða" hrun.

Sleggjan vill taka pólítíska pólinn á þessu. Bíða og sjá, samþykkja þetta rugl. Einsog áður sagði. Við Íslendingar erum voða harðir. Sterkustu menn Íslands. Unnum þorskastríðið. Mestu blökkumenn vestur-Evrópu búa í Keflavík sem eru reiðubúnir í hvað sem er. En nú er ekki tími í að vera ógeðslega svalur og leyfa þeim að lögsækja okkur og sýna þeim stórt fokkjú merki. Ég vill vera vinur Hollands og Bretlands og ESB. Núna strax

Sleggz

Sleggz (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 07:05

6 identicon

Á ég ekki líka að koma á fundi með þér og jóni einari þar sem þú biður hann afsökunar á að hann hafi lamið þig ?

Fyrst bretar hafa nú öll þessi lögfræðirök með sér af hverju harðneita þeir þá að fara með þetta fyrir dómstóla ? Og já okkar færasti fræðimaður á sviði evrópumála hefur haldið því fram að við eigum ekki að borga þetta.

Málshöfðun = kannski borga allt heila klabbið, kannski sleppa við það sem var í innistæðutryggingarsjóðnum

samningar = borga allt heila klabbið

úff erfitt val

ps. ég lít ekki á svo á að ég búi í vestur evrópu heldur norður evrópu

Skilgreining sleggz á heilbrigðri skynsemi: lúffum fyrir öllum sem erum stærri en við því það er miklu einfaldara heldur en að berjast fyrir rétti okkar.

Ef þú ætlar að samsama mig með öllum lögfræðingum þá ætla ég hér með að samsama þig með viðskiptamönnum og hrunið var þar af leiðandi þér að kenna

gunso (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:22

7 identicon

-Bretar vilja ekki fara með þetta fyrir dómstóla því þessi glufa í innistæðutryggingalögunum á EES svæðinu gæti opnast og "run" á banka í allri Evrópu gæti verið yfirvofandi. Ég einungis sagði margir lögfræðingar. Einnig margir lögfræðingar á hinni skoðuninni. Aldrei geta lögfræðingar verið á einni skoðun, því þá mundu þeir missa vinnuna mjög fljótlega. Þannig lögfræðingar vita alveg hvað þeir eru að gera með því að passa sig á að vera ósammála.

Ég skal fræða þig aðeins sem er að gerast hérna því þú fylgist ekki það mikið með fréttum:  Við erum með tromp á hendi sambandi við glufu í EES samningnum! Bretar eru með tromp í hendi útaf neyðarlögunum!. Ef þú vilt nánari útskýringu á af hverju Bretar eru með tromp út af neyðarlögunum þá endilega commentaðu á það og ég útskýri. Nenni því ekki núna!

Þessvegna er best að semja, við erum bæði með tromp á hendi. Það væri frekar fjandsamt að nota trompið, þá nota hinir það einnig. Og allt fer í bál og brand. Getum haldið stoltinu. En landið ein brunarúst. 

Ég vil ítreka sem stendur á blogginu sjálfu!

Samningar: Borga ekki allt heila klabbið vegna breytt pólítísks landslags í heiminum. Gengið verði að samningsborðinu á ný og fundið einhver góð lausn fyrir okkur Íslendinga. Sjáum bara til, sjáum til. Seivaðu þessa færslu og skoða eftir 7 ár.

 SKRIFUM UNDIR OG BYRJUM AÐ BYGGJA UPP LANDIÐ SEM ÉG VIÐSKIPTAFRÆÐINGURINN SETTI Á HAUSINN.

sleggz (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 15:07

8 identicon

Það vita allir að það er bannað að labba upp að einhverjum og skjóta hann, samt sjáum við lögfræðinga vinna við það.

Bæði eru með tromp í hendi, athugum hvort þeirra er sterkara í stað þess að lúffa fyrirfram fyrir hinu trompinu og vonast til þess að landslagið verði eitthvað annað eftir 7 ár. Hættum þessari helvítis óskhyggju um að bretar og hollendingar gefi okkur 500 milljarða eftir 7 ár.

Hvar í djöflinum finnur þú stolt í því að lúffa og láta undan kröfum annarra?

Bretar vilja ekki fara með þetta fyrir dómstóla því þá gæti verið run á alla banka evrópu, nauh nauh nauh, enn einn hluturinn sem við getum notað í samningaviðræðum til að lúffa breta undir okkar vilja.

Án þess að ég hafi nennt að skoða það sérstaklega, en er það ekki rétt munað hjá mér að þeir breyttu bara forgangskröfunum í þrotabúið. ríkisstjórnin sjálf sagðist svo tryggja allar innistæður en það skemmtilega við það er að ríkisstjórnin getur ekki bundið ísland fjárhagslegum skuldbindingum umfram það sem lögl eyfa og ef ég man rétt hefur alþingi ekki enn samþykkt að tryggja allar innistæður, veitti þeim bara forgang í þrotabúin og það er bara allt annar hlutur

gunso (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:38

9 identicon

lúffa og ekki lúffa.

 Kallt hagsmunamat á að ráða ferðinni. Ekki eitthvað djöfulsins stolt.

Stolt hefur ollið of mögrum styrjöldum í heiminum . Stolt má eiga sig í samskiptum ríkja.

Ingi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 19:17

10 identicon

Kalt hagsmunamat, Ísland á meiri pening ef við þurfum ekki að borga icesave en ef við þurfum að borga icesave, nokkuð auðvelt hagsmunamat þar í gangi

nefndu nú allar þessar styrjaldir sem hafa verið vegna stolts í samanburði við allar styrjaldir sem hafa verið vegna fjárhagslegra hagsmuna.

Ef ísland hefði alltaf litið til skammtímasjónarmiða líkt og þú virðist gera þá væri lögsagan okkar enn 2 mílur

Kalt skammtíma hagsmunamat á sínum tíma hefði líka verið að samþykkja það þegar að Þjóðverjar óskuðu eftir hernámi hér landi. Það var stolt okkar samviska sem fékk okkur til að neita.

En þitt kalda hagsmunamat felst í að taka lán upp á einhverja þúsund milljarða til að borga innistæður breta til þess eins að við getum tekið fleiri lán upp á enn hærri fjárhæðir ?? Greinilegt að þú lærðir þína viðskiptafræði þegar að Baugsmenn voru snillingar í skuldsettum yfirtökum

gunso (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 00:42

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lestu bloggfærsluna. Sleggjan segir að landið mun ekki þurfa borga þetta að liðnum 7 árum.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband