Sunnudagur, 6. september 2009
VG, kunnuleg stjórnmálaflokksklemma
Drífa Guðmundsdóttir fjármálastjóri VG þáði styrk frá Íslandspósti fyrir kosningar 2007. Ólöglegt er fyrir íslenskan stjórnmálaflokk að þiggja fé frá opinberri stofnun. VG sendi bréf til margra fyrirtækja (Íslandspóstur meðtalinn) og bað um styrk byrjun árs 2007.
Fjölmiðlar komust í málið. Þá er tími fyrir flokkinn að reyna redda því sem reddað verður. Því auðvitað skal ekki viðurkenna mistök. Sjálfsögðu ekki. Það var þrennt í stöðunni hjá Drífu:
1 : Segjast ekki vita að Íslandspóstur var opinbert fyrirtæki.
2: Umsóknin um styrk var send til Íslandspóst óvart.
3: Fjármálastjórinn sá ekki Íslandspóst á þessum fyrirtækjalista.
Og hvaða kost valdi Drífa? Jú , hún valdi nr 3, klapp klapp
Hún sá ekki að Íslandspóstur var á þessum fyrirtækjalista. Og hún sá þá væntanlega ekki millifærsluna á reikning VG frá Íslandspósti ?!?
Nýtt Ísland. Frábær tími.
Sleggz
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.