Fimmtudagur, 3. september 2009
Árétting
Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ hafa verið í umræðunni upp á síðkastið. Og margir hverjir í viðtali.
Talað er við bæjarfulltrúa í "samfylkingunni" .
Það er rangt með farið. Þó að viðkomandi fulltrúar kynna sig sem samfylkingarfólk við blaðamenn er það ekki rétt.
Þeir eru í A-listanum.
Í bæjarstjórnarkosningunum 2005 bauð A-listinn fram. Í honum var Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn.
Þeir buðu afhroð í kosningunum. Big time FAIL.
En þeir geta ekki kastað fortíðinni bakvið sig fyrir það. Rétt skal vera rétt.
A-LISTINN er flokkurinn. Allavega fram að næstu bæjarstjórnarkosningum.
Efast stórlega að Alistinn mun bjóða fram aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri nær lagi að sameina XS og VG saman í flokk. En A-listinn getur gert ágætis hluti núna. Ég stórefa að XD sé með þetta stóra forskot í Reykjanesbæ legnur. Aðalega vegna bæjarstjóra sem er að keyra kaupstaðinn í þrot og eina leiðin út er að selja auðlindir.
Einnig er fólk þreitt á þessu álveri í Helguvík. Eða hálf-veri einsog það er núna. Skóflustungan var árið 2007 með Björgvin G Sigursson í fararbroddi. Hvað er annars staðan með þetta álver í Helguvík?
Það verður gaman að sjá hvernig bæjarstjórnarkosningarnar enda. Munu Keflvíkingar senda skýr skilaboð og kjósa A-listann. Eða mun Keflvíkingar kjósa XD í blindni. Halda með sínum flokki einsog fótboltaliði.
Ég gruna að það verður seinni kosturinn.
Hawk, 4.9.2009 kl. 10:51
Er A-listinn flokkurinn ? Er þá Þráinn enn í Borgarahreyfingunni ? Er það ekki frekar flokkurinn sem tekur ákvarðanir fyrir stjórnmálamennina sem er flokkurinn frekar en hvað þeir voru kosnir fyrir ? Geta framsóknar og samfylkingarmenn þá hvítþvegið sig af því sem misfærist hjá A-listanum ?
gunso (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.