Þriðjudagur, 1. september 2009
Gæluverkefni góðæris lagt niður
Öllum 14 starfsmönnum Alþjóðahúss var sagt upp í gær. Fjárhagsstaðan er svo slæm að ekki náðist að greiða starfsmönnum laun nú um mánaðamótin.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Ágreiningur er milli Alþjóðahúss og borgarinnar um ástæður slæmrar fjárhagsstöðu.
Katla Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Alþjóðahúss, sagði í frétt RÚV að ástæða uppsagna starfsfólksins væri að Reykjavíkurborg hafi ekki gengið frá samningum við alþjóðahús fyrr en í júlí á þessu ári. Samningum sem átti að ljúka í september á síðasta ári.
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri borgarinnar, sagði ástæðuna hins vegar vera að eftir sé að leggja fram reikninga vegna reksturs Alþjóðahúss. Húsið fái samtals 20 milljónir á árinu og við það verði staðið. Það hafi þegar fengið 15 milljónir og 5 milljónir til viðbótar verði greiddar út þegar ársreikningi verði skilað, að því er kom fram.
Katla sagði borgarstarfsmenn hengja sig í formsatriði í þessu máli og að stífni þeirra valdi fjölda manns miklum fjárhagslegum erfiðleikum og óöruggi.
http://eyjan.is/blog/2009/09/01/29150/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tilgangslau stofnun. bara fyrir einhverja trefla sem vilja drekka kaffi latte með útlendingum
Hawk, 2.9.2009 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.