Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Til varnar útrásinni
Allt er vitlaust í samfélaginu þessa dagana. Eignaspjöll hafa verið unnin á eignum útrásarvíkinga. Aðallega málningaslettur. Fólk heimtar réttlæti. Fangelsi, gæsluvarðhald, frystingu eigna o.s.frv.
En ég vil tala um þessa útrás í skynsömu ljósi. Margt var/er vel gert í útrásinni. Ég veit að þetta er gömul klisja en ég segji þetta samt : Össur og Marel eru að gera mjög góða hluti erlendis og starfa enn þann dag í dag við að þjónusta kúnna víðsvegar um heiminn.
CCP(Eve Online) er að gera það gott. Jón Ólafsson er að selja vatn víðsvegar um heiminn. Húsmóðir á Ísafirði er með meira en milljón á mánuði við að stofna og halda úti síðunni dressupgames.com.
Það voru helst fjárfestingarfélögin og bankarnir sem eyðilögðu orðspor Íslendinga erlendis. Þessi félög fóru of geyst. Skuldsettu sig of mikið og rekstrarkostnaður var úr öllu samhengi. Bónusgreiðslur einnig.
Mörg af þessum félögum hefði alveg átt möguleika á að lifa af þessa alþjóðlegu kreppu ef þeir hefðu tekið því aðeins rólegra í góðærinu. Haldið eyðslu í hófi og ekki skuldsett sig of mikið. Það hefði að vísu haft áhrif á stækkunarhraða fyrirtækjanna. En ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að stækka sig um helming á hverju ári. Las í kennslubók eftir 3 virta fræðimenn að 5%-10% vöxtur á ári sé vel ásættanlegur.
Hreiðar Már sagði í Kastljósinu um daginn að hann vilji ekki byðja íslensku þjóðinna afsökunar því ekkert hefur fallið á þjóðina varðandi Kaupþing. Hann vill byðja hluthafa og starfsmenn afsökunar því hluthafanir töpuðu öllu og starsmenn sumir hverjir misstu vinnuna.
Víst að titill þessa bloggs heitir "Til varnar útrásinni" þá verð ég að segja að ég skil hann að vissu leiti. Hann stjórnaði þessu fyrirtæki. Með glæpsamlegum hætti að margra mati. En samt ná eignir Kaupþings að dekka allar skuldir þess. Það bendir til að þetta fyrirtæki átti alveg sjénns.
Við erum öll búin að frétta af lánabók Kaupþings sem lak á Wikileaks.org. Þar voru mörg vafasöm lán.
Krosseignatensl. Hár rekstrarkostnaður, bónusgreiðslur og óeðlileg viðskiptavild líka vandamál. Skuldsetning einnig.
En bottom line er að eignir Kaupþings ná að dekka þetta. Meira segja lánin til þrautavara frá Seðlabanka Íslands rétt fyrir fall verður borgað upp með eignum.
Starfsemi Kaupþings erlendis hefur greinilega gengið ágætlega. Þeir héldu úti banka og ráðgjafarstarfsemi víðsvegar um heim. Þessi starfsemi hefur greinilega gefið af sér góðan hagnað og fínar eignir. Góð lán hafa verið veitt með traustum veðum. Eitthvað sem hinir íslensku bankarnir spáðu ekkert í.
Sleggjan spyr hvort Kaupþing hefði kannski náð að lifa af alþjóðlegu fjármálrkísuna ef dómínóáhrif frá hinum bönkunum við fallið hefði ekki verið svona gífurleg. Þá kannski ef Kaupþing hefði fært höfuðstöðvarnar út fyrir landsteinana 2006?
Svo eru það Glitnir og Landsbankinn sem voru ekki eins vel rekin. Glitnir með þessa peningamarkaðssjóði og Landsbankinn með Icesave. En það er ekki bara það. Það er líklegt að Glitnir og Landsbankinn nái ekki að dekka allar sínar skuldir. Sem bendir til að eignasafnið og lánasafnið var ekki eins sterkt og hjá Kaupþing.
Þessi færsla er ekki skrifuð út af Hreiðar millifærði milljón á sleggjuna ( eða hvað ? ;) ). Sleggjan er ekki leigupenni eins né neins. Bara hugrenningar þessa stundina.
Sleggjan vill trúa því að ef rétt hefði verið haldið á spöðunum fyrir hrun. Eða fyrir 2006 má frekar segja. Þá hefði verið hægt að bjarga miklu.
Svo til framtíðar litið vona ég að útrás haldi áfram í einhverju formi. Marel og Össur vaxi og dafni. Fleiri fyrirtæki fari í útrás. Eins og tónlistarsíðan Gogoyoko, kvikmyndagerð, jarðvarmafyrirtæki og þekking.
Horfum til framtíðar með bjartsýnum augum. Reynum að fá traust fjárfesta og lánastofnana aftur þó erfitt sé. Vonandi höfum við lært af ýmsum mistökum. Útrásarvíkingar af mistökum sínum og við hin af mistökum þeirra.
-Sleggjan-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða djöfulsins kjaftæði er þetta ? Hvar er svartsýnin ? er það svona sem þið farið með dygga lesendur ? Þið eruð engu skárri en útrásarpakkið sjálfir eftir þessi svik ykkar svið dygga lesendur ykkar sem koma hingað til að lesa áróður gegn auðmönnunum, samsæriskenningar og til að fyllast svartsýni !!!
gunso (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:14
Við erum með þetta blandað. En ef þú vilt einungis reiðilestur mæli ég með honum Þossa. Nágranni minn til margra ára og gæðablóð.
Slóðin er : http://thj41.blog.is/blog/thj41/
Hef samt heimildir fyrir því að þú veist af þessu bloggi. En þessar upplýsingar eru ætlaðar lesendum síðunnar einnig (öllum 6).
Sleggz
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2009 kl. 22:42
dohop.com er líka að gera góða hluti.
Ef Landsbankinn var svona fucked up af hverju var hann alltaf með miklu lægri skuldatryggingaálag?? Glitnir og KB voru alltaf á sama róli og Landsbankinn var alltaf langtum neðar?
Var það kannski Icesave?
Veitiggi.
En maður hélt allavega alltaf að Landsbankinn væri skárstur af þessum þrem.
Hawk, 27.8.2009 kl. 13:16
Skuldatryggingarálag var ekkert nema "markaðsverð" á tryggingum gagnvart greiðslustoppi. Einhverji sérfræðingar með excel skjal að reikna þetta út , svo réðst þetta af markaði. Út af Landsbankinn var ekki gagnsær. Markaðurinn þar af leiðandi ófullkominn. Leynilegar lánabækur til leynilegra eignarhaldsfélaga til leynilegrar tortola eyjar osfrv. Hægt að plata marga sem ekki hafa aðgang að þessum gögnum.
Annars er ég sammála þér , bara svona henda þessu inn :P
Sleggjan og Hvellurinn, 27.8.2009 kl. 14:19
ekki fögur mynd sem þú ert að mála.
var þá lánabók Kaupsinking á Wiki-leaks bara barnaleikur miðað við Landsbankann.
Hawk, 27.8.2009 kl. 23:18
Gæti verið. Heildarlánastefnan er það sem skiptir mestu máli. Ekki einstaka lán. En tíminn mun leiða í ljós. Það þarf einhver að leka Glitnis og LÍ lánabókunum á wikileaks.
einhver sem býður sig fram?
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2009 kl. 01:46
Mamma er að vinna á lánadeildinni í Landsbankanum :P
Hawk, 28.8.2009 kl. 17:09
Já, enda með alla víkingana á speed dial hja ser
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2009 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.