Mánudagur, 24. ágúst 2009
Lífeyrissjóðir í bullinu
Í frétt Sjónvarpsins í kvöld var sagt að lífeyrissjóðir, sem eru stórir kröfuhafar í Existu, séu hlynntir því að Exista fari ekki í gjaldþrot, jafnvel þótt aðeins sé hægt að fá eitt til sjö prósent af skuldum félagsins. Hér þurfa lífeyrissjóðirnir að staldra við. Ef þeir ætla í bandalagi við auðmennina að halda lífi í eignarhaldsfélögum sem voru ein af meinsendum útrásarhagkerfisins þá eru lífeyrissjóðirnir að vinna gegn hagsmunum sjóðsfélaga.
Lífeyrissjóðirnir létu útrásarauðmennina spila með sig. Sjóðirnir þurfa að taka til í bókum sínum og gera upp við fortíðina. Það versta sem lífeyrissjóðirnir gerðu væri að halda lífi í ónýtum útrásarfélögum.
Lífeyrissjóðirnir eru í eigu félagsmanna sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna hrunsins. Ef lífeyrissjóðirnir taka sér ekki strax taki og ganga til liðs við almenning sem krefst uppgjörs við útrásarfortíðina verður að skipta um stjórnir sjóðanna og framkvæmdastjóra.
-Sleggz-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru hræddir við að afskrifa þessar eignir. Vilja halda blekkingunum áfram. Þetta er forkastanlegt. Þeir eru búnir að tapa svo miklu og þora ekki að viðurkenna það. Hræddir um að missa vinnuna.
Hawk, 25.8.2009 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.