Föstudagur, 31. júlí 2009
Borgum Icesave
Hollendingar og Bretar lánuðu íslendingum fyrir inneignum allra innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi sem höfðu lagt inn á Icesave. Hundruð milljarða svo hægt væri að tryggja viðkomandi innistæðuþegum sínar 20.888 evrur sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir gjaldþrot Landsbankans samkvæmt þeim reglum sem gilda á EES-svæðinu. Það er eins og stjórnarandstaðan og sumir stjórnarþingmenn hafi gleymt þessari staðreynd.
Stærstur hluti sparnaðar á Bretlandi í dag er á samskonar netreikningum og Icesave og með sambærilegum vöxtum. Íslendingar þó snjallir séu fundu ekki upp netreikninga né fóru fyrstir með þá á alþjóðlega markaði.
Í ljósi þessa þá er ljóst að samningsaðilar okkar hvorki vilja né geta gefið málið eftir því kerfið myndi hrynja. Þetta snýst því um reglur, alþjóðlegar skuldbindingar og hugsanlegt kerfishrun. Upphæðirnar í Icesave-málinu eru ekki vandamál fyrir breta og eða hollendinga.
Ef það kemur í ljós að Ísland getur ekki staðið undir skuldbindingum sem falla vegna Icesave að 7 árum liðnum og hætta á kerfishruni er löngu liðin hjá þá má reyna að semja um skuldirnar. Það er hvorki tími né aðstaða fyrir Ísland að setja sig á háan hest akkurat núna það er of mikið í húfi bæði hér heima og erlendis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tjah, hvað finnst þér um það þá að við byrjum að borga vexti af þessu um áramót þegar að greiðsluskylda innistæðutryggingasjóðsins á Íslandi kikkaði ekki inn fyrr en ári eftir hrun samkvæmt sömu reglugerð ?
Hvað finnst þér um að við borgum kostnað sem þeir ákváðu sjálfir að stofna til án samráðs við okkur
Hugsa að flestir samþykki nú alveg að við eigum að greiða þessar 20 þús evrur, það er restin af samningnum sem er handónýt
gunso (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:08
Og já, ef einhver lánar þér pening óumbeðinn, getur hann krafist vaxta af því ?
gunso (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 23:56
Það er rétt sem Gunso segir. Og líka sem Sleggjan segir að við verðum að borga þetta bara. Held að það sé það rétta í stöðunni. Á að semja uppá nýtt???
Já kannski ef það tekur ekki of langan tíma. Miðum við sex vikur.
Fáum við betri samning??
Stórefa það. Ef við fáum landslið viðsemjanda og erlenda sérfræðinga í þetta skipti þá koma þeir með lélegan samning og lélegar afsakanir fyrir því. Alveg einsog fyrri nefndin.
Hawk, 10.8.2009 kl. 15:31
Samning ? hvaða heilvita manni dettur í hug að kalla þetta samning ? hvernig er hægt að rukka vexti af láni sem er ekki búið að samþykkja ? hvernig hljómar þessi samningur ef 23 atriðum er haldið leyndum frá almenningi ? hvernig er hægt að réttlæta það að skuldsetja almenning í landinu fyrir falli á einkareknu fyrirtæki ? tryggingasjóður á ekki fyrir þessu, hann er tómur, er hann með ríkisábyrgð ? á þá að láta fólkið í landinu borga þrotabú.is ? öll ljós kveikt en enginn heima ?
Fyrr frýs í helvíti en að ég og mín börn borgi eina krónu af einhverju fjármálasukki einkarekins fyrirtækis, nei takk pent, ríkið getur deilt þessu IceSlave á aðra en mig og mín börn.
Sævar Einarsson, 10.8.2009 kl. 20:50
Málið fyrir gerðadóm fyrst, fá niðurstöðu þaðan, verði niðurstaðan sú að ríkið sé ábyrgt þá á ríkið ekki að taka erlent lán, fá lífeyrissjóðina til að lána sér og borga þeim 40 milljarða í vexti árlega frekar en að dæla þeim vöxtum út fyrir landssteinana.
Sævar Einarsson, 10.8.2009 kl. 20:53
Og smá leiðrétting, Bresk og Hollensk yfirvöld vöruðu almenning og fyrirtæki að leggja peninga inní þetta, það var samt gert, hvers vegna vöruðu þarlend stjórnvöld við þessu ? jú þetta var aldrei með ríkisábyrgð, þú spilar ekki í fjárhættuspili, tapar og heimtar svo að fá tapið greitt, þannig virka ekki fjárhættuspil.
Sævar Einarsson, 10.8.2009 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.