Föstudagur, 26. júní 2009
Gjaldþrot og lög
Frétt á RUV : http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item287406/
Þar segir :
Íslensk afþreying hf sem áður átti meðal annars 365 miðla hf., Senu og Saga film hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Félagið er nú eignalaust en skuldar um 5 milljarða króna. Þar af 2,5 milljarða til Landsbankans.
Íslensk afþreying hf. hefur á undanförnum mánuðum selt allar eigur sínar. Félagið er nú eignalaust en skuldar um 5 milljarða króna. Sumar eignir félagsins hafa verið seldar fyrri eigendum. Ari Edwald er stjórnarformaður félagsins.
Hann segir það af og frá að reynt hafi verið að forða eignum áður en fyrirtækið færi á hausinn. Gögn sýni að miðlarnir hafi verið seldir á gríðarlega háu verði í nóvember og mun hærra verði en nokkur myndi láta sér koma til hugar að kaupa þá á í dag.
Ari segir að upphaflega hafi átt að selja eignir til að borga áhvílandi skuldir en þær áætlanir hafi ekki staðist. Eignir hafi fallið í verði og reksturinn gengið verr en ráð var fyrir gert. Hann segir að engu að síður telji hann þetta hafa verið rétta ákvörðun. Fyrirtækin séu enn í rekstri og starfsfólk haldi
Innlegg Sleggjunnar:
Ég hef tekið áfanga í Viðskiptalögfræði.
Farið var yfir gjaldþrot fyrirtækja. Þar geta stórar eignatilfærsur rétt fyrir gjaldþrot gerðar afturvirkar af skiptastjórum.
Þetta er atriði sem skiptastjórinn á klárlega að nýta sér. Verðmætin væru þá send aftur í gamla 365″ og Landsbankinn og fleiri kröfuhafar munu þá fá meiri eignir upp í skuldina.
Er ekki lærður lögfræðingur samt. En hef kynnt mér gjaldþrotalögin í sambandi við áfangann sem ég tók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri hægt að reyna á þetta.
Þessir strákar hjá Baugi kunna þetta einsog Ari Eðwald.
Admit nothing, Deny everything, Demand proof.
Hawk, 28.6.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.