Þriðjudagur, 23. júní 2009
Góðar fréttir
Það er einkar ánægjulegt að geta loks lesið skemmtilegar fréttir...
Hannes Smárason er fyrsti dólgurinn sem tekinn verður undir smásjá dómsstóla. Nú þegar er talið að hann hafi skotið 50 milljónum undan skatti og kappinn er grunaður um margt fleira. Það getur enginn gleymt FL group/Sterling málinu. Mesta vitleysa sem maður hefur séð í áraraðir. Enron málið virðist nánast vera sakleysislegra en sú langavitleysa.
Hef sjálfur átt nokkrum sinnum samskipti við þennan mann og í kjölfarið finnst mér afar ánægjulegt að sjá þessar fréttir. Þessi maður er jú sá hrokafyllsti, dónalegasti og leiðinlegasti maður sem ég hef á ævinni fyrirhitt. Var eitt sinn t.d. vitni að því þegar hann rak eina stelpu á staðnum í innritunarsalnum fyrir það eitt að hnerra. Það er bara eitt dæmi af þeirri vitleysu sem ég hef upplifað í kringum þennan mann.
Vona nú að hann fái harðan dóm þegar allt er orðið uppvíst. Efast þó virkilega um það... Ætla að skjóta á 3-6 mánuði skilorðsbundna...Býður einhver betur?

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann er í ævilangri útleið frá djamminu á Íslandi.
Ágætis refsing útaf fyrir sig.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.6.2009 kl. 16:04
Í Svíþjóð tók rannsóknin mörg ár og það komu sárafáir dómar ef einhverjir útur því.
Vonandi verður það ekki þannig hjá okkur.
Hawk, 28.6.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.