Mánudagur, 16. mars 2009
Spkef í stórvandræðum
http://vf.is/Vidskipti/39965/default.aspx
Sparisjóðurinn í Keflavík óskar eftir 20% framlagi ríkissjóðs
Sparisjóðurinn í Keflavík er einn þriggja sparisjóða sem óskað hafa eftir því að nýta sér heimild í neyðarlögum um að ríkissjóður leggi þeim til 20% af bókfærðu eigin fé eins og það var í árslok 2007. Frá þessu er greint á viðskiptasíðu Vísis.is. Einnig eru Sparisjóður Norðfjarðar og Byr með samskonar ósk.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við Vísir.is að hann eigi von á að erindi þessara sparisjóða verði afgreitt hratt og vel af hálfu stjórnvalda.
Þessi mál fara í ákveðið ferli hjá okkur þar sem þess er gætt að eitt gangi yfir alla það er að jafnræðisreglan gildi," segir Steingrímur. "Að lokinni þessari skoðun tökum við svo ákvörðun."
Samkvæmt neyðarlögunum frá því í haust getur ríkissjóður lagt sparisjóðum til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé í árslok 2007, gegn stofnfjárbréfum í viðkomandi sparisjóði, sem endurgjald í samræmi við það eignfjárframlag sem lagt er til.
Sleggjan mælir með að þeir aðilar sem eiga einhverjar fjárhæðir í þessum banka að taka út fjárhæðina sem fyrst. =)
-Sleggjan-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju ? Allt saman tryggt af íslenska ríkinu, fínt að láta það safna vöxtum þar áður en ríkið þarf að greiða manni peninginn
gunso (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:39
Ósköp er þetta orðin mikil óskhyggja hjá þér að bankinn fari í þrot
Þruman (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:33
Þessi banki er búinn að vera svo mikið djók að það er hlægilegt. Ég er oft búinn að benda á glóruleysið hjá Geirmundi sparisjóðsstjóra á blogginu mínu. Það kemur mér ekkert á óvart að Spkef er fyrsti sparisjóðurinn til að leggjast á fjórar og biðja um hjálp. Spkef hafa alveg gleimt sínu hlutverki að fjárfesta í hlutum sem gera gott fyrir nærsamfélagið. Það er hin eina og sanna sparisjóðshugmynd. En Geirmundur setti spariféð Keflvíkinga í Exista sem er farið á hausinn og eyddi hundurum milljónum í að opna útibú í REYKJAVIK árið 2007.
Hawk, 19.3.2009 kl. 20:49
Sem er by the way farið á hausinn að sjálfsögðu. Enda var aldrei markaður fyrir svona gjörning. Og það var ekkert sparað heldur opnað í miðju fjármálahverfi Reykjavikur. Ætli útibúið náði ekki að vera opið í svona ár áður en það lagði upp laupana.
Hawk, 19.3.2009 kl. 20:52
Þetta er ekki óskhyggja. Þetta er alvarlegra en það. Þúsundir milljóna sparifé er í húfi.
Og það sem er tryggt af ríkinu (sem er að ákveðinni upphæð) : Þúsundir milljóna SKATTfé er í húfi.
sleggz (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:03
Jújú blákaldur raunveruleikinn er á þá leið en innst inni í þínu sálartetri leynist óskhyggja um að bankinn fari á hvolf... Þússari undir ekki gleyma því;)
Þruman (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:36
Jæja. Þetta er farið á höfuðið samkvæmt fréttum dagsins.
Þússarinn er minn =)
Sleggz (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:11
Neinei Ingi minn Spron er farið á höfuðið ekki Sparisjóðirnir sjálfir.
Hér er smá um Spron :
SPRON er alhliða fjármálafyrirtæki sem veitir viðskipta- og fjárfestingarbankaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fagfjárfesta á höfuðborgarsvæðinu. SPRON er leiðandi á íslenskum fjármálamarkaði hvað ánægju viðskiptavina varðar og leggur ríka áherslu á persónulega og góða þjónustu.
Dótturfélög SPRON eru SPRON Verðbréf, SPRON Factoring, Netbankinn og Frjálsi Fjárfestingarbankinn. SPRON rekur 6 útibú á höfuðborgarsvæðinu. Hjá SPRON og dótturfélögum starfa um 190 manns.
Smá um Sparisjóðina sjálfa sem þússarinn liggur undir :
SPARISJÓÐURINN er sameiginlegt vörumerki sparisjóða að undanskildum sparisjóðunum BYR og SPRON.
Þú hefur eina viku í viðbót til að óska eftir falli bankans =)
Þruman (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.