Þriðjudagur, 10. mars 2009
Fréttaskýring ársins
Ég held að Friðrik Indriðason hjá vísi.is á fréttaskýringu ársins þegar hann fjallaði um umræður á alþingi í síðasta mánuði. Hann hefur hingað til séð um fréttir af fræga fólkinu. En skellti sér í eina fréttakskýringu um pólítíkina. Hana má finna hér http://www.visir.is/article/2009629956105
En ég ætla samt að birta hana í heild sinni hér að neðan:+
Fréttaskýring
Það er óhætt að segja að stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur á alþingi í kvöld hafi verið stund Steingríms J. Sigfússonar formanns VG. Hann einfaldlega brilleraði í ræðu sinni og maður hálf vorkenndi Framsóknarkappanum að koma fram á sviðið í framhaldinu.
Jóhanna Sigurðardóttir stóð sig svo sem ágætlega í landsföðurhlutverkinu á heimili þar sem allt er farið til fjandans. En hún missti sig aðeins í lokin í stöðluðu pólitísku bruhaha.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins var beinlínis pínleg í ræðu sinni. Er þá horft fremur til múnderingunnar sem hún mætti í frekar en málflutningsins.
Og þá var komið að Steingrími J. Sem hóf málflutning sem með klassísku pólitísku ippon á Þorgerði Katrínu. Og síðan hóf hann að tala til þjóðarinnar þannig að Jón og Gunna vestur í bæ, eða austur á Neskaupstað, skildu nákvæmlega hvað hann var að fara. Sérstaklega má benda á spurningu hans um hvað sé að því að vona að loðnuvertíðin komist í gang?
Birkir Jón Jónsson steig næst í pontu og flutti nokkur einföld skilaboð frá Framsókn. En hann komst ekki frammúr því í málflutningi sínum að flest vandræði þjóðarinnar stafa frá þeim tíma þar sem Framsókn stóð vaktina.
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndra notaði svo tækifærið til að útskýra kvóta- og sjávarútvegsstefnu flokksins eina ferðina enn
Vona að hann Friðrik haldi áfram þessari braut. Þetta er skemmtilegt.
-Sleggjan-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.