Smá hugleiðing

 

Hef verið að velta því fyrir mér undanfarið afhverju Samfylkingarmenn og þá aðallega ungliðar eru að nýta sér gömlu Kratarósina í auglýsingabaráttu fyrir komandi Alþingiskosningar. Málið er nú hreint þannig að stefna Samfylkingarinnar er komin svo ótrúlega langt frá gömlu stefnu Alþýðuflokksins, krata og jafnaðarmanna.

 

Samfylkingin í dag einkennist helst af glundroða og stefnum sem skarast á. Flokksmeðlimir koma úr öllum áttum og nú mörgum árum eftir stofnun flokksins virðist sem hann sé ekki enn búinn að finna sér rétta, markvissa og skýra stefnu.

Jón Baldvin er nú kannski á leið í stjórnmál aftur og kannski gæti hann leitt flokkinn til gamalla gilda jafnaðarmanna og þá samþykki ég þeirra not á rósinni góðu.

Kannski VG ætti að taka upp hamarinn og sigðina í sinni baráttu og Sjálfstæðismenn gætu kannski tekið upp dollaramerkið, jú eða Evrumerkið :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um Jon Baldvin og Rauða rósina.

á bloggsíðunni hans http://jbh.is/

má sjá rósina góðu, hann hefur rétt á að ver ameð hana þar á bæ ;)

Sleggz (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 03:04

2 identicon

Hehe Jón Baldvin er táknmynd rósarinnar á seinni tíma Íslandi.

Sá maður á rétt á henni:)

Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband