Fimmtudagur, 5. mars 2009
Nýja ríkisstjórnin
Ég hef skilaboð til þeirra sem segja að nýja ríkisstjórnin sé hægfara og er ekki að vinna fyrir þjóðina nægilega mikið:
Í fyrsta lagi var það mál sem þú segir að hefði mátt bíða aðallega af táknrænum toga fyrir almenning. Landinn vildi ný seðlabankalög og til að skapa smá frið í landinu varð að leggja þau fram.
Í öðru lagi sitja mál ekki á hakanum. Þau hafa verið að sofna í nefndum eða sitja í nefndum eins og ávallt hefur verið gert.
Þessi ríkisstjórn hefur verið að taka til í ýmsum málum, nr 1.2 og þrjú hreinsa upp eftir sjálfstæðisflokk.
Efst í huga er t.d. stefna Ögmunds að skera sem minnst niður í heilbrigðismálum, St. Jósepsspítali, HSS, fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri o.s.frv.
Katrín berst fyrir málstað OKKAR námsmanna og hendir út óþarfa liði úr LÍN, Gunnar I. Birgis og svoleiðis bytlingapakk. Hún reynir eftir fremsta megni að styrkja menntakerfið í þessu atvinnuleysi með fjölgun nema í HÍ sem nær methæðum, styrkja Keili en áskókn í hann hefur tvöfaldast.
Össur hefur í óðaönn verið að vinna að byggingu álvers í Helguvík þar sem atvinnuástandið á Suðurnesjum er mest á landinu, hann hefur verið að reyna að ná sem arðbærustum samningum, þess á milli hefur hann unnið að útboðum í drekasvæðið ásamt öðrum ráðherrum. Einnig hefur hann unnið ötullega að styrkja ímynd Íslands útávið sem er í sögulegu lágmarki og nauðsyn er á.
Ásta R. Jóhanns hefur barist fyrir því að þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu þurfi ekki að njóta skerðingar, má þar nefna frumvarp fráfarandi ríkisstjórnar um skerðingu á örörku og ellilífeyrisbótum, hún dró það til baka. eina gangrýnisverða sem mætti nefna er jú að atvinnuleysibætur eru enn 30. þús kr og háar.
Ég get haldið áfram en þetta er efst í huga.
Málið með þessa ríkisstjórn er að hún upplýsir þjóðina um hvað er að gerast í þjóðfélaginu og er að reyna að taka til ásamt því að bæta stöðu landsmála með öflugum hætti, ólíkt fráfarandi ríkisstjórn sem gleymdi sér við pappírstætarann og lét ekki kóng né prest vita hvað í fjandanum þeir voru að gera við landsstjórnina.
Sem betur fer voru þau samt ekki að gera skapaðan hlut. Héldu að allt myndi reddast bara á hinn séríslenska veg
Nýja Stjórnin, ekki alslæm
(Sleggjan henti þessu inn fyrir mína hönd úr athugasemdum frá öðru bloggi, afsaka stafsetningarvillur)
-Þruman-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Athugasemdir
Wtf??
Hvernig fór þetta komment frá mér á síðunni hans Hauks hér inn??
Sleggjan að missa sig eða :)
Bjarni Freyr Aðalgeir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.