Hvað er Framsókn að pæla?

Framsókn er að vernda minnihlutastjórn VG og Samfó.

 

Hann er ekki í RÍKISSTJÓRN.

 

Hugmyndin af minnihlutastjórn er kominn frá norðurlöndum. Sú stjórn er sett á fót til að hindra stjórnleysi og pólítiskan blóðtappa. Þar skuldbindur einn stjórnmálaflokkur um að vera hlutlaus svo minnihlutinn getur stjórnað sínum málum.

 

En atburðir dagsins og undanfarna daga sýnir að Framsókn er að misskilja sitt hlutverk stórlega. Er ekki hissa.

 

-Sleggjan-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hugmyndin að minnihlutastjórn er líka til að verja stjórnina falli, það er að segja framkvæmdavaldinu, ekki til að koma hlutum í gegn á þingi gegn þeirra sannfæringu, get ekki séð betur en að allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar sitji enn, það tengist því að koma lögum í gegnum alþingi ekkert við

auk þess þurfa þeir að kjósa með hlutunum en ekki vera hlutlausir þar sem sjálfstæðisflokkurinn og frjálslyndi hafa fleiri þingsæti en vg og samfó

gunso (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hafna því að minnihlutastjórn er bara fyrir framkvæmdarvald. Minnihlutastjórn hefur setið heilt kjörtímabil í Danmörku og ekki segja mér að enginn lög voru sett á þeim tíma

Það sem ég flaskaði viljandi á er síðasti punkturinn sem þu nefndir. Minnihlutastjórn með framsókn sem hlutlausum dugir ekki að nafninu til! Skil ekki hvað þeir voru að pæla að bjóða sér fram í ómögulegt verkefni. 

Þeir áttu bara ganga í meirihlutann án þess að fá ráðherrastól. Hafa þetta bara uppi á borðinu. Ekki kalla þetta minnihlutastjórn þegar það er ekki í gangi.

Pepsi er ekki Coke og Coke er ekki Pepsi. Þrátt fyrir að þetta sé svipað á bragðið.

-Sleggjan-.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 01:24

3 identicon

nú ertu einfaldlega að rugla saman þingi og stjórn, það er einfaldlega ekki sami hluturinn, algengur misskilningur, sérstaklega í ljósi undanfarinna ára, en það er einnig langt því frá að engin lög komist á án ríkisstjórnar, flokkar geta komið sér saman um að koma ákveðnum lögum í gegn, flest lög fljúga í gegnum þingið því þau eru þess eðlis að enginn getur með réttu móti verið á móti þeim

flestar endurskoðanir á lögum eru til þess að stoppa upp í göt sem hafa orðið og ef ríkisstjórn og alþingi væri almennilega skilið að hér á landi væri minnihlutinn ekki alltaf svona upptekinn af því að gagnrýna meirihlutann heldur hefði kannski eitthvað almennilegt til málanna að leggja á þingi sem þau voru kosin til, í stað þess að vera þetta "aðhald fyrir ríkisstjórnina" sem þing á ekki að vera

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 01:40

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já, sammála þér fullkomlega.

Maður er bara svo litaður af þeirri staðreynd að allir þingmenn eru með Flokkspólítisku gleraugun uppi á þinginu. Geta aldrei stutt gott frumvarp útaf "hinn" flokkurinn kom með það.

-Sleggjan -

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband