Frábær hugmynd

http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/1059

 

Þetta verður að ganga í gegn.

 

Ef ekkert gerist, þá er ég farinn út með Potta og pönnu !

 

-Sleggjan-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gallinn við þetta er bara að það er ekki helmingurinn af listunum sem ætlar sér að enda á þingi heldur eru bara uppfyllingarefni sökum þess að flokkar vita að þeir hafa bara möguleika á ákveðið mörgum þingsætum í hverju kjördæmi.

einnig er stórhætta á að endalaust af atkvæðum fari spillis því fólk er heimskt og er einfaldlega stórhættulegt lýðræðinu að atkvæði þeirra fari til spillis sökum þess að það fylli ekki út kjörseðlana á réttan hátt

annars falleg hugmynd

gunso (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já, mikið rétt. Sérstaklega með langa lista af nöfnum og engum andlitum.

En þetta tíðkast í Írlandi. Og í USA gildir persónukjör til þings. Þau lönd hafa ágætisreynslu.

Kannski er ég að stiga feilspor með að hafa trú á landsmönnum. En kannski er ég einum og bjartsýnn =)

-Sleggjan-.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 01:18

3 identicon

En þá er einnig hægt að bæta við, er persónukjör lýðræðislegra?  Er lýðræðislegra að einstaklingur sem hafi nóg af peningum og sterka bakhjarla geti auglýst bara svo andskoti nóg að enginn viti hreinlega hvað hinir standa fyrir ?  Hvernig ætlum við að meta skoðun og málefni hvers og eins einasta einstaklings í hverjum flokki ?  Hvar eigum við að hafa tímann til að kynna okkur það, finna allar skoðanir hvers og eins einstaklings ?  Og btw, er útstrikunarkerfið ekki einskonar persónukjör ?

Segjum sem svo að þetta verði að veruleika, mér líst ótrúlega vel á helming einstaklinga sjálfstæðisflokksins, en ég vil engan veginn að hinir komist á þing, frekar vildi ég að vinstri grænir yrðu við stjórnvöldin, hvað ef svo enginn þeirra kemst á þing, en atkvæði mitt til sjálfstæðisflokksins hjálpaði hinum að komast á þing?  Nú segjum sem svo að þau myndu þá ekki teljast til sjálfstæðisflokksins, þá værum við komin með upp aðstöðu þar sem stuðningsmenn eins flokks gætu tekið sig saman og valið hverja þeir myndu kjósa, þar af leiðandi fengju þeir mun fleiri menn á þing miðað við atkvæði á hausafjölda, og kannski bara vegna þess að einn flokkur bauð upp á nokkra frambærilega frambjóðendur og setti svo nokkra skussa inn til að tryggja að öll atkvæðin færu á réttan stað á meðan hinn flokkurinn setti saman lista þar sem allir frambjóðendur væru meira en frambærilegir og þar af leiðandi dreifðust atkvæði þeirra meira?

Er ekki einfaldlega lýðræðislegra að kjósa flokka með fyrirfram ákveðinni röð svo þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að kjósa yfir þig ?

og andskotinn hafi það !!! landið á að vera eitt kjördæmi, allt annað er kjaftæði hjá 300 þús manna þjóð, ekkert lýðræðislegt við það að ég hafi ekkert val um hver sé forsætiráðherra landsins

svo við förum og höfum þetta almennilega langt, þá er bara algjört kjaftæði að það sé ekki búið að aðskilja þing og ríkisstjórn og að ríkisstjórn sé ekki kosin í sérkosningum

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Höfum þak á auglýsingakosnað.

1:Þeir kynna sig sjálfir. Þurfa vera duglegir að halda fundi, koma sér í fjölmiðla og viðtöl. Svo er ókeypis og árangursríkt að halda úti bloggsíðu og stofna facebook síðu. Möguleikar eru endalausir ef viljinn er fyrir hendi.

Útstrikunarkerfið er nokkurskonar persónukjör. Ég væri meira en glaður ef reglur væru breyttar í þá leið að auka vægi útstrikana. Þá væru Björn Bjarna og Árni Jonsen ekki á þingi.

2: Þetta eru góðar æfingar hjá þér.  Einn maður getur auðvitað ekki stjórnað hverjir fara á þing. Þú ákveður bara að kjósa og raða sem þér líst best á og vonar það besta.  Þá mundir þú bara vega og meta hvort þu vilt kjósa VG eða XD með þá staðreynd í huga að heimurinn er ekki fullkominn. Stuðningsmenn að taka sig saman og kjósa ákveðið. Jújú, þeir mega það í lýðræðissamfélagi. Ef stuðningsmaður vill tryggja vin sinn á þing. Þá so be it. Hann má ráða sinni ástæðu og atkvæði. Gylfi kýs eftir hvaða flokkur gefi meiri bjór. Það er hans leið og fær hann hrós skilið.

Hversu mörg atkvæði detta niður dauð í nuverandi kosningakerfi?

3: Það einmitt ekki lýðræðislegra að kjósa fyrirfram röð. Betri er að lýðurin ákveður röðinna. Þá er ekki til neitt sem heitir "öruggt" sæti fyrir flokksgæðinga og eilífðarpólítíkkusa.

Landið eitt kjördæmi takk!

 -Sleggjan-

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 01:48

5 identicon

1. - þak á auglýsingakostnað, að halda fundi kostar peninga og þetta veldur strax því að sá sem hefur betri tengsl við fjölmiðla er kominn í betri stöðu og í raun gæti þetta orðið svo gróft að fjölmiðlar stjórni gjörsamlega hverjir komist á þing einfaldlega með því að ákveða fyrirfram hverjum þeir ákveða að gefa sem mest pláss.......helduru að mogginn verði einhvern tímann fullur af 127 manns að skrifa greinar um sjálfa sig og hvers vegna þeir ættuað fara á þing og fólk myndi actually kynna sér slíkt?  útstrikunarkerfinu var reyndar breytt nýlega til að gefa því aukið vægi og t.d. féllu björn bjarna og árni johnsen niður um sæti einfaldlega ekki nægilega margir sem vildu þá ekki á þing til  að koma þeim af þingi

 2. - þú leystir engan af vanda mínum, ákveð að kjósa og vona það besta? hvað ef atkvæði mitt til þessara manna sem ég taldi hæfasta á þing verður til þess að ég kom næsta hitler til valda ? atkvæði mitt og nokkurra annarra sem voru sama sinnis og ég urðu til þess að sjálfstæðisflokkurinn náði aukamanni inn, án þess að við hefðum nokkurn tímann dottið í hug að kjósa þann mann á þing?  Ef ég á að þurfa að velja á milli VG og XD á þessum grundvelli að ég geti ekki kosið þá sem ég vil helst sjá á þing því hugsanlega get ég komið öðrum bjána á þing þá er þetta strax orðið stórgallað kerfi......í flokkunum veit ég allavega nákvæmlega hverja ég er að kjósa inn á þing og í hvaða röð

það detta ekki svo mörg atkvæði út dauð í dag, enda ótrúlega einfalt kerfi, mörg þeirra enda dauð einfaldlega því fólk gerir það viljandi, hin því þetta eru hálfvitar sem er ekki treystandi til að kjósa ef þau geta ekki gert jafn einfaldan hlut og merkt við í kassa og í versta falli þurft að strika yfir nafn

af hverju er það betra að lýðurinn ákveður röðina þegar þú hefur þá miklu minna vægi í að koma þeim manni inn á þing sem þú vilt, mun lýðræðislegra að þú vitir allavega hvern þú ert að kjósa á þing heldur en að atkvæðið þitt fari bara til flokksins, Svona kerfi mun einfaldlega leiða til þess að einstaka þingmenn hafa færri atkvæði á bak við sig en samkvæmt núverandi kerfi, er það lýðæðislegra?

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 02:26

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

1: Þak á auglýsingaksosnað.  Væri fínt ef frambjóðandi ætti 100þúsund kr til að eyða. Nokkrir fundir og kannski ein litil auglýsing. Lesendabréf moggans er bara einn partur. Nóg er af fleiri fjölmiðlum. Svo blogga og facebook .

2: Enga dómsdagsspá hér.  Þú vilt stefnu VG en líkar við frambjóðendur XD. Þú sem kjósandi átt ekkert að fá lausn á þessu vandamáli þínu. Þú verður bara velja. Too bad.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 10:43

7 identicon

nei, ég vil ekki stefnu vg, það bara vill til að það eru færri bjánar á þeirra lista, en þeir sem eru þar eru ekki jafn hæfir og ef allir þeir hæfustu kæmust inn frá xd

svo er það nú staðreynd að það eru langt því frá allir á listum flokkanna sem stefna á að komast á þing, einfaldlega ekki svo eftirsóknarvert starf, stórlega efa að við eigum eftir að finna nógu marga á íslandi sem hafa eitthvað til málanna að leggja sem vilja vera á þingi til að fylla alla lista flokkanna af fólki sem vill fara á þing

og þú hefur ekki enn svarað hverjir eiga upphaflega að komast á listana

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:13

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir sem gefa kost á sér og skrá sig í flokkinn.

Sem dæmi Sigmundur Ernir. Hann skráði sig í Samfylkinguna og bauð sig fram til efstu sæti án þess að spurja kóng né prest.

Ég skal KVÓTA beint í þig : " einfaldlega ekki svo eftirsóknarvert starf, stórlega efa að við eigum eftir að finna nógu marga á íslandi sem hafa eitthvað til málanna að leggja sem vilja vera á þingi til að fylla alla lista flokkanna af fólki sem vill fara á þing" . 

Semsagt, það verða ekki það margir sem gefa kost á sér. Þannig þetta verður svona passleg uppfylling ekki satt. Svona 10 manns í hvert kjördæmi í hverjum flokki.

Swishhhh, He shoots , he scores.

-Sleggjan-.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 15:39

9 identicon

tjah, hefuru þá eitthvað val ?  segjum að þú hafir 10 manns í hverju kjördæmi, flokkurinn nær inn 5 þingmönnum, þeir geta með öðrum orðum ráðið hverjir þeirra verða þingmenn sín á milli með að gefa eftir sæti sín á þingi til varaþingmanna ?  og þetta gætu þeir 10 ákveðið sín á milli án þess að hvorki þjóðin né flokkurinn réði nokkru að hverjir væru þingmenn þeirra til að fylgja stefnu þeirra

þá er eina val kjósenda sem þeir ráða í raun hverjir eru þingmenn smærri flokka í hverju kjördæmi

ég er nokkuð viss um að þú finnur ekki 10 þingmenn í hverjum flokki í hverju kjördæmi sem vilja setjast á þing, þú mátt svo sjá um reiknikúnstir þess um hve margir landsmenn þurfa að hafa áhuga á setu á alþingi til að slíkt væri mögulegt

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:09

10 identicon

auk þess sem þetta kerfi yrði þá bara til þess að flokksgæðingar og eilífðarþingmenn sem væru hátt settir í flokkunum yrðu í staðinn settir í ráðherrastöður sem utanþingsráðherrar

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:11

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já, ef flokkur er svo djarfur að velja sín á milli þingmenn og hunsa kjósendur verður ekki vel liðinn. Utanþingsráðherrar einnig (þ.e.a.s. ef það verða flokksgæðingar sem verða utanþingsráðherrar).

Það eru nýjir tímar á Íslandi.

-Sleggjan-

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 19:46

12 identicon

Nýir tímar?  Ertu að meina svona svipað eins og sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í skoðanakönnunum ?

flokkurinn þyrfti ekkert endilega að koma nálægt þessu, þingmenn innan kjördæmisins gætu einfaldlega gert þetta

af hverju ættu utanþingsráðherrar að vera eitthvað vafasamir ?  ótrúlega einfalt að segja einfaldlega að þeir hafi verið hæfastir til verksins innan flokksins og þar með er búið að skjóta niður alla gagnrýni

gunso (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:07

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skiptir engu máli hvort þingmenn kjördæmis eða flokkurinn mundi gera þetta. Kjósendur mundu ekki láta bjóða sér þetta.

 Ég sagði : "Utanþingsráðherrar einnig (þ.e.a.s. ef það verða flokksgæðingar sem verða utanþingsráðherrar)." Taktu eftir að ég sagði ef flokksgæðingar.

Það væri hinsvegar frábært ef tekið væri fólk annarsstaðar að (þá er ég að tala um þá sem ekki eru flokksgæðingar svo ég stafi þetta út fyrir þig ). T.d. Þorvaldur Gylfason eða Vilhjálmur Bjarnason.

Orðabók... Flokksgæðingur : Þá er ég að meina eilífðarpólítíkusar sem eru fullreyndir í pólítík. Sem dæmi : Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Valgerður Sverrisdóttir, Geir H Haarde osfrv.

-Sleggjan-

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2009 kl. 22:25

14 identicon

Með öðrum orðum setjum kerfi sem býður upp á að þeir geti leikið sér að því og vonum að kjósendur láti ekki bjóða sér eitthvað ?

hvernig væri nú frekar að koma með raunhæfar lausnir ?

gunso (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:10

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Haha, ertu að djóka. Kominn föstudagur í kallinn?

Telur þú í alvöru líkur á að þingmenn mundu vera svo óprúttnir að segja af sér þangað til " réttur" listur verður til staðar. . Þú verður samt að athuga að þeir geta samt ekki breytt röðinni Frá fyrsta til síðasta. Geta bara hætt þingmennskunni. Sem ég sé ekki gerast.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.2.2009 kl. 08:39

16 identicon

10 manns, flokkurinn fær 5 þingsæti, 2 fengu þingsæti sem ætluðu sér það ekki heldur voru einungis til uppfyllingar á lista, fyrsti varaþingmaður var einnig einungis til uppfyllingar, næstu tveir þar á eftir væru þeir sem ætluðu á þing fyrir flokkinn.  Hvað er óraunhæft við að þessir 3 segi af sér?  Það myndi enginn segja neitt við því að varaþingmenn myndu ekki taka sín sæti heldur ætluðu að einbeita sér að öðrum verkefnum þar sem þeir hefðu ekki verið kosnir á þing, svo í raun þyrftu ekki nema 2 að segja af sér til að sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt upp þennan lista.  Einnig býður þetta hættunni heim á að þingsæti fari að ganga kaupum og sölum þar sem menn geta ekki lengur treyst á að gott starf fyrir flokkinn sjálfan komi þeim til góða varðandi röðun á list.  Hætt er við að það starf sem fer fram innan flokkanna færi minnkandi og flokkarnir myndu staðna

gunso (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:15

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef að þetta ólíklega atriði er þín röksemd gegn þessu kerfi. Þá sé ég ekki vandamálið

-Sleggjan-

Sleggjan og Hvellurinn, 25.2.2009 kl. 14:17

18 identicon

Þetta ólíklega atriði var nú ekkert það eina sem ég benti á þó þú hafir einblínt á það í svörum þínum

ég tel stærsta gallann að þurfa að kjósa flokk án þess að vita í hvaða röð fólkið mun komas, ég vil vita hvaða fólki ég er í raun að hjálpa til við að koma inn á þing, þitt svar var að ég eigi ekki að fá lausn á þessu vandamáli, ég tel það bara gjörsamlega óviðunandi 

gunso (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband