Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Þó líði ár og öld
Nú á tímum óvissu, græðgis og slóðaskapar er ekki úr vegi að þessi síða vakni úr dvala. Leti og leiðindi hafa valdið því að ekkert hefur verið skrifað í tæp tvö ár.
Í dag lifum við á tímum byltingar að hætti hörðustu Marxista. Við erum að sjá umbreytingu í stjórn landsins og brátt munum við sjá ríkisstjórn sem hallar meira til vinstri, líkt og hefur verið vaninn á öðrum Norðurlöndum síðustu áratugi. Kapítalisminn er að víkja fyrir Sósíalismanum og ekki bara hér heldur í fleiri vestrænum löndum, og mætti nefna þar Bandaríkin sem dæmi með Barack Obama í fararbroddi. Spennandi tímar án efa og ýtarlegri færslur líta dagsins ljós bráðlega á þessari síðu.
Þruman kveður
Lifi jafnræðið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.