Fimmtudagur, 13. júlí 2006
Blogg mánaðarins
Jæja, það er greinilega barabloggað á mánaðarfresti hér á þessari síðu, en það er bara betra. Sleggjan vill bara tjá sig um hinn nýja Utanríkisráðherran okkar , hún Álgerður, nei Valgerður heitir hún. Og mér blöskrar hvað hún er með lélega enskukunnáttu. Vá, hún talar svo bjagaða og óörugga ensku að 13 ára krakki getur gert betur með þvi að bara að horfa á friends og simpsons. Svona manneskja á ekki að taka við þessu ráðherraembætti. Við erum með litlar sem engar menntunarkröfur fyrir ráðherraembætti, t.d. getur fjármálaráðherra verið menntaður líffræðingur og svo getur heilbrigðisráðherra verið menntaður endurskoðandi. En allavega skulum við hafa það þannig að Utanríkisráðherra getur tjáð sig á allavega ensku sómasamlega
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
dem þar fóru draumar mínir út um þúfu að verða utanríkisráðherra
andskotinn maður,,,þarf að finna mæér nýjan framtíðarplön
telma ekki næsti utnaríkisráðherri :( (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 01:30
en eitt ertu tvíklofi?
telma (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 01:31
hvað meinarrru með tvíklofi ?
ingz (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 21:41
ehh veistu ekki hvað tvíklofi er? það er manneskja með 2 klof!!! neieni eða kannksi... hver veit
átti sko að vera : ertu geðklofi? (fannst eins og það væri sagt tvíklofi) og þá áttir þu svona að segja nei hví? þá myndi ég segja að því þetta er þruman og sleggan semsagt 2 nöfn,,,eins og þú fýlir þig stundum sem sleggjuna og stundum sem þrumuna!!! færi bara eftir andlegu ástandi eða eikkað,,,veit ekkert hvennig geðklofi virkar ja ok bíttar
æi þetta er búið að missa allt kúlið,,, mér fannst smá vottur af kúli í þessu þegar æeg skrifaði það en það er altlt farið nú!!! svo það bíttar engu!!!
geðklofi virkar svona eins og ég man og kann:
kki er vitað með vissu hvað veldur geðklofa. Orsakir hjartasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma er að finna í flóknu samspili erfða, umhverfis, atferlis og annarra þátta og líklega gildir hið sama um geðklofa. Vísindamenn vita ekki um alla orsakaþætti en umfangsmiklar líffræðilegar rannsóknir á erfðum, þróun heilans og öðrum hugsanlegum áhættuþáttum munu smám saman varpa betra ljósi á ástæðu sjúkdómsins.
Erfist geðklofi?
Lengi hefur verið vitað að geðklofi gengur í ættir. Nánir ættingjar geðklofasjúklinga eru líklegri til að veikjast af geðklofa en þeir sem ekki eiga ættingja með geðklofa. Líkurnar eru um 40-50% ef eineggja tvíburar í fjölskyldunni eru með geðklofa og um 10% ef annað foreldri þjáist af geðklofa. Til samanburðar má geta þess að geðklofi hrjáir um einn af hverjum hundrað í þjóðfélaginu.
Rannsóknir benda til þess að ekki sé eitt gen sem veldur sjúkdómnum heldur eigi samspil fjölda gena þátt í geðklofanum. Auk þess virðast áföll á meðgöngu, til dæmis næringarskortur fósturs, veirusýkingar, erfiðleikar við fæðingu og ýmiss konar annað álag, auka líkur á geðklofa hjá barninu síðar meir. Enn er þó ekki vitað nákvæmlega hvernig geðklofi erfist og því ekki hægt að spá fyrir um hverjir muni veikjast og hverjir ekki.
Tengist geðklofi afbrigðileika í heila?
Þekking á efnafræði heilans og tengslum við geðklofa eykst óðfluga. Heilinn vinnur úr upplýsingum með aðstoð ýmissa boðefna sem bera upplýsingarnar milli taugafrumna. Lengi hefur verið talið að geðklofi tengist afbrigðileika á magni eða virkni þessara efna eða taugaviðtakanna sem boðefnin tengjast. Athygli manna hefur helst beinst að boðefnunum dópamíni og glútamati. Rannsóknir á þessu sviði lofa góðu.
Miklar framfarir hafa orðið undanfarið í geislagreiningu og myndgreiningartækni til að rannsaka heila lifandi fólks. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að heilabyggingin í að minnsta kosti sumum geðklofasjúklingum er óeðlileg. Sum svæði virðast til að mynda vera minni en í heilbrigðu fólki, og vökvahólf (e. ventricles) eru að jafnaði stærri.
Þetta er sneiðmynd af heila tvíbura; sá til vinstri er heilbrigður en sá til hægri þjáist af geðklofa. Greinilega sést stækkun vökvahólfa heilans í hinum síðarnefnda á kostnað heilavefs. Myndin er úr rannsókn Dr. E. Fulley Torrey og Dr. Daniel Weinberger.
Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós truflun á virkni ákveðinna heilasvæða. Rétt er að taka fram að þessi frávik eru tiltölulega lítil, þau koma ekki fram hjá öllum geðklofasjúklingum og geta einnig komið fram hjá fólki sem ekki þjáist af geðklofa. Krufning á heila látinna sjúklinga hefur leitt í ljós nokkurn afbrigðileika í fjölda og dreifingu heilafrumna. Talið er að þessi frávik í starfi og byggingu heila geðklofasjúklinga sé venjulega til staðar áður en bráðafasi veikindanna byrjar, og geðklofi stafi að einhverju leyti af röskun á þroska heilans á fósturskeiði og/eða í bernsku.
Sumir taugavísindamenn telja að geðklofi stafi af því að taugungar í heilanum þroskist ekki rétt á fósturstigi og innbyrðis tengsl taugafrumna truflist og myndist ekki á eðlilegan hátt. Truflunin liggi í dvala fram að kynþroska, en þá verða eðlilegar breytingar á innbyrðis tengingum taugafruma, og hafi tengingarnar orðið fyrir truflun á fósturskeiði geti breytingin ekki átt sér stað með eðlilegum hætti og sjúkdómurinn komi fram. Nú er verið að reyna að greina hvaða þættir á fósturstigi geti haft áhrif á þroska heilans.
Aðrar rannsóknir hafa fundið lífefnafræðilegar breytingar sem verða áður en geðklofaeinkenni koma fram, og gefa til kynna hvaða taugamót, net taugafrumna og stýrikerfi heilans eigi þátt í myndun sjúkdómseinkenna. Einnig eru vísindamenn að rannsaka hvaða erfðaþættir stjórna þroska heilans og þeim boðefnakerfum sem stjórna starfssemi hans.
Kannastu við eikkað af þessu?
telma (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 23:18
Til að forðast allan misskilning erum við tveir með þessa síðu. Ég Bjarni kalla mig Þrumuna og Ingi kallar sig sleggjuna. Ég hef samt alls ekki verið iðinn við skrif:/
Takk samt fyrir góðan pistil:)
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2006 kl. 00:13
takk fyrir gott copy / paste ,,,,, ;)
SLEGGJAN (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 13:25
ok hahahaha þanna skaut ég mig í fótinn,,, vissi ekki að það væru 2 með þessa síðu,,,mikið búin að pæla hví 2 nöfn!!! en nú skil ég!
og þetta er ekki copy ,paste,,,éger bara svo fróð ;)
telma (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.