Birkir Jón Jónsson

Ætla vitna bara í ummæli sem þessi ágæti þingmaður framsóknarflokksins sagði á sumarþinginu nú fyrir nokkrum dögum síðan þegar verið var að ræða um nýsköpunarfrumvarpið hennar Valgerðar Sverrisdóttur sem virðist vera óskaplega erfitt að keyra í gegnum þingið. Þetta segir allt sem segja þarf um framsóknarmenn :

"Hæstvirtur forseti, það er nauðsynlegt í þessari umræðu að háttvirtir þingmenn fari rétt með mál. Sá sem hér stendur hefur aldrei sagt við fjölmiðlamenn að litlar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu , það er rangt eftir mér haft, hja háttvirtum þingmanni Margréti Frímansdóttur. Ég ræddi um það og sagði að engar stórvægilegar breytingar hefðu verið gerðar á frumvarpinu, þannig við skulum nú hafa rétt eftir mönnum".....og svo hlóu þingmenn að greyinu

 

Hérna er hann Birkir Jón Jónsson.

 

sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engar stórvægilegar breytingar og litlar breytingar er svona gott sem samheiti þannig ég skil nú voða lítið hvað hann er að eyða sínum ræðutíma í þetta. Ekki einsog þetta skipti einhverju máli. Þingmenn hafa nú vitnað í kollega sína á verri máta en þetta.

stebbi (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 13:35

2 Smámynd: Sonja

Ég held hann sé mömmustrákur. Ég sé það á honum.

Sonja , 18.6.2006 kl. 23:53

3 identicon

Menn tala svona eins og þessi háttvirti þingmaður þegar þeir eru komnir út í horn.Það sem að kannski er átakanlegast við þetta umrædda atvik sem að þú nefndir er að ég held að þingmaðurinn haldi að þingmenn hafi verið að hlægja af því hvað hann var sniðugur en ekki af því hvað hann væri kjánalegur.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 15:18

4 identicon

Þetta eru ekki endilega orð þingmanna sem eru komnir út í horn. Heldur bara óþarfa blaður

Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband