Hundraðshöfðinginn hættur...

Þá er upplausn Framsóknarflokksins orðin alger. Halldór Ásgrímsson hefur staðið af forsætisráðherrastólnum og skilur nú lítið bakvið sig. Hann hefur fengið nóg og síðasta hálmstráið voru arfaslakt gengi flokksins í sveitastjórnarkosningunum. Geir H. Haarde tekur við krúnunni og mun leiða ríkisstjórnina það sem eftir er. Þriðji forsætisráðherrann á tímabilinu.... Gott dæmi um upplausn ríkisstjórnarinnar.

Ég hef velt mér lengi fyrir því hvort dagar framsóknarflokksins séu taldir. Fylgi minnkar dag frá degi og menn flýja flokkinn og fara hver í sínar áttir. Þjóðfélagið er orðið stútfullt af manneskjum sem hafa yfirgefið sína flokka. Er ekki málið að stofna nýjan flokk bara.. Gæti heitið Liðhlaupaflokkurinn blanda af öllum kynlegum kvistum...

 Samt sem áður, þótt hann Dóri sé fýlupoki er alger óþarfi að fara í rokna fýlu og yfirgefa skipið. Á skipstjórinn ekki alltaf að fara síðast frá borði? Spurningin er hvert mun hann fara? Dabbi fór í seðlabankann, menntaður lögfræðingur að stunda störf hagfræðinga. Halldór er menntaður endurskoðandi og viðskitafræðingur, ætli hann endi þá ekki í hæstarétti bara.

 Þriðjudaginn næsta mun hann hverfa og ég persónulega hef lítinn söknuð í hjarta mínu. Lýst vel á yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms J. um að efna strax til nýrrar kosninga. Þá held ég nú að eitthverjar breytingar verða á ríkisstjórninni. Spurning hvort fólk sé loks farið að átta sig á þessu fallandi veldi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Þruman hefur talað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var náttla alveg skipulagt frá byrjun þegar Halldór tók við af Davíð fyrir ári síðan.Engin upplausn þar á bæ. En viðurkenni að núna er allt í háloftunum

Vonum það besta með að Framsóknarflokkurinn deyji út !

Góður punktur með þessar pólítísku ráðningur. Þetta er hörmung. Eigum við ekki að spá því að hann verði bara sendiherra í einhverju landi sem hann má velja

Nei, ekki kostningar strax. Ég er ekki búinn að undirbúa mig andlega. Ég vill hafa þær bara á næsta ári as planned

stebbi (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 14:54

2 identicon

Skil ekki þetta tal með nýjar kosningar. Það er ekki eins og það hafi ekkert gerst áður að menn hverfi úr ríkisstjórnum. Og þetta tal í Ingibjörgu um 3 forsætisráðherra á 3 árum, hvað voru margir borgarstjórar á tímabilinu 2002-2004? Átti þá líka að boða til nýrra kosninga í RVK?

En þetta mál allt saman hjá Halldóri er bara enn eitt klúðrið hjá forystu flokksins, það á ekki að vera hægt að klúðra jafn einföldum hlut og því að segja af sér!

Þetta með Davíð og Seðlabankann, Davíð er ekki að vinna störf hagfræðinga þar. Hann ásamt hinum seðlabankastjórunum sér um yfirstjórn bankans, það eru hagfræðingar sem ráðleggja þeim um þau mál sem koma hagfræði við. Þetta er reyndar langt í frá fullkomið kerfi, ég viðurkenni það.

Egill (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 21:56

3 identicon

Já, það lítur út fyrir það semsagt að sögn egils að davið oddsson er orðinn tilgangslaus, ég meina, hagfræðingar ráðleggja honum hver einustu aðgerð þannig af hverju eyða ein og halfa milljón úr ríkissjóð á mánuði í einhver "front" mann

stebbi (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 02:37

4 identicon

Ehh, þetta er heldur mikil einföldun. Bankinn gerir meira en að ákveða stýrivexti og hagfræðingar ákveða ekki hverja einustu aðgerð sem bankinn framkvæmir.

egill (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 20:34

5 identicon

Held að Davíð sé að standa sig ágætlega þarna í bankanum og það þarf enginn að segja mér að lögfræðingur með alla hans reynslu sé ekki vel hæfur til að reka þetta batterí

annars er nú nýjar bæjarstjórnarkosningar og nýja alþingiskosningar engan veginn það sama þar sem að bæjarstjórnarkosningar fara fram í landinu öllu á sama tíma og varla ætlaru að rjúfa allar bæjarstjórnir landsins því rvk skipti 3 um bæjarstjóra? engin lagaheimild fyrir slíku rofi einfaldlega

hinsvegar er það vel þekkt undanfarna áratugi að rjúfa alþingi ef upplausn er innan ríkisstjórnarinnar og er sá réttur meðal annars tryggður í stjórnarskránni

gunso (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 23:13

6 identicon

Nei það er rétt að það er ekki hægt að boða til nýrra kosninga, viðurkenni það. En það er aftur á móti hægt að mynda nýjan meirihluta.
En punkturinn er sá að það að nú sé þriðji forsætisráðherrann að fara að taka við er ekki í sjálfu sér nein ástæða fyrir því að boða til nýrra kosninga.

egill (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 23:58

7 identicon

tjah, bendir þetta ekki til þess að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki alveg nægilega tryggt, og það að 2 forsætisráðherrar láti af embætti á sama kjörtímabili er vægast sagt óeðliegt

hvernig átti r listinn að fara að mynda nýjan meirihluta þegar þeir voru í hreinum meirihluta? það var ekki framsókn, samfylkingin eða vinstri grænir sem voru kosnir heldur var það r listinn, hefði svosum alveg verið hægt að fixa því en það hefðu verið nokkuð stór svik við kjósendur myndi ég segja

málið með ríkisstjórnina er kannski ekki beint að það þurfi að boða til nýrra kosninga, ég er meira á því að hún eigi að segja af sér og kalla eigi til utanþingsstjórnar síðasta árið fram að næstu kosningum, annars hefðu flokkarnir nú svosum alveg hátt uppí 45 daga til að undirbúa kosningaherferð sína svo ég er ekki að sjá hvað væri svona erfitt við þennan kost

gunso (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 00:14

8 identicon

Enginn er að tala um að Davíð er að standa sig eitthvað illa.

Ef að alvöru UPPLAUSN væri í rvk, þá finnst mér persónulega að ætti að vera hægt að kjósa uppá nýtt, þá er ég að meina ekki sveitastjórnarkostningar yfir allt landið, heldur bara í rvk og allir með lögheimili í Rvk geta kosið nýja stjórn.

Stebbi (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband